EasyManua.ls Logo

3M SecureFit X5500NVE - Tilætluð Notkun

3M SecureFit X5500NVE
149 pages
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
i
TILÆTLUÐ NOTKUN
3M™ X5000 og X5500 SecureFit™ öryggishjálmar eru hannaðir til að
verja notandann gegn hlutum sem gætu fallið á höfuð hans við notkun í
iðnaði eða á vinnustað.
X5500-hjálmar eru vottaðir samkvæmt EN397:2012+A1:2012,
Öryggishjálmar fyrir vinnustaði, og eru hannaðir fyrir almenna notkun í iðaði. X5000-hjálmar
eru vottaðir samkvæmt EN12492:2012. hjálmar fyrir fjallaklifur, og EN397, og eru hannaðir
fyrir notkun í mikilli hæð og við björgun ásamt almennri notkun í iðnaði.
Athugið að X5000 er annaðhvort vottaður samkvæmt EN12492 eða EN397 en getur ekki
uppfyllt báða EN-staðlana samtímis. Upplýsingar um sérstaka frammistöðueiginleika má
finna í hlutanum „Tæknilýsing“. Lesið allar leiðbeiningar um notkun og geymið til notkunar
síðar meir.
^ Veitið viðvörunaryfirlýsingum sérstaka athygli þar sem í þær er vísað.
^ VIÐVÖRUN
• Gangið ávallt úr skugga um að varan í heild sinni: – henti notkun hverju sinni, – passi vel, –
sé notuð allan váhrifatímann, og – sé endurnýjuð eftir þörfum.
Rétt val, þjálfun, notkun og viðeigandi viðhald eru allt nauðsynlegir þættir til að
varan geti varið notandann fyrir hættu af vegna högga.
• Ef öllum notkunarleiðbeiningum þessara persónuhlífa er ekki fylgt og/eða ef
persónuhlífarnar eru ekki notaðar rétt í heild sinni allan váhrifatímann getur það haft
skaðleg áhrif á heilsufar notandans og leitt til alvarlegra eða lífshættulegra sjúkdóma
eða varanlegrar fötlunar.
• Til að varan henti og sé notuð rétt skal fylgja staðbundnum reglugerðum og fara
eftir öllum upplýsingum sem með henni fylgja. Frekari upplýsingar er hægt að
nálgast hjá öryggissérfræðingi/fulltrúa 3M (upplýsingar um tengiliði á staðnum).
• Til að hjálmurinn veiti fullnægjandi vernd verður hann að passa á eða vera aðlagaður höfði
notandans.
• Hjálmurinn er hannaður til að deyfa högg sem veldur eyðileggingu eða skemmdum á
hjálminum að hluta eða í heild og jafnvel þótt slíkar skemmdir sjáist ekki í fljótu bragði ætti
að endurnýja alla hjálma sem verða fyrir þungu höggi.
• Einnig er notanda bent sérstaklega á að það getur verið hættulegt að breyta eða fjarlægja
einhverjum upprunalegra íhluta hjálmsins, nema framleiðandi ráðleggi það sérstaklega. Ekki
ætti að á neinn hátt að aðlaga hjálminn til notkunar með festibúnaði, nema framleiðandi
ráðleggi það sérstaklega.
• Setjið ekki málningu, leysiefni, límefni eða sjálflímandi merkimiða á hjálminn nema í
samræmi við leiðbeiningar frá framleiðanda.
• Bein snerting við úða, vökva eða önnur efni sem innihalda leysiefni og/eða alkóhól getur
skert endingu hjálmsins og því ætti að forðast notkun þeirra.
• Notið hjálmana aðeins til almennrar notkunar í iðnaði (EN 397), fyrir vinnu í mikilli hæð,
björgun eða fjallaklifur (EN 12492)
• Gætið þess ævinlega að höfuðbeislið sé í góðu ásigkomulagi og rétt stillt fyrir höfuð
notandans.
• Hafið samband við öryggisfulltrúa eða 3M ef eitthvað er óljóst og frekari ráðlegginga er
þörf.
53

Related product manuals