Íslenska – 4
– <Total distance>: Sýnir heildarvegalengdina sem hjóluð
hefur verið á rafhjólinu (ekki hægt að endurstilla)
Athugaðu: Þegar hjólað er á rafhjólinu sýnir hjólatölvan
sjálfkrafa ráðleggingar um gírskiptingu. Ráðleggingar um
gírskiptingu eru sýndar í forgrunni yfir texta (f) í
hjólatölvunni og hægt er að slökkva á þeim handvirkt í
grunnstillingunum.
Skipt yfir í upplýsingareitinn
Ýttu endurtekið á hnappinn eða þar til
upplýsingarnar sem þú vilt sjá birtast.
Ýttu endurtekið á valhnappinn þar til
upplýsingarnar sem þú vilt sjá birtast.
Sumum stillingum er ekki hægt að breyta í hjólatölvunni,
heldur eingöngu í appinu eBike Flow, t.d.:
– <Wheel circum.>
– <Range reset>
– <Auto trip reset>
Í appinu eBike Flow hefur þú auk þess yfirsýn yfir
notkunartíma og uppsettan búnað.
Grunnstillingar sýndar og þeim breytt
Athugaðu: Ekki er hægt að opna stillingavalmyndina á ferð.
Til að opna valmyndina fyrir grunnstillingar skal halda
valhnappinum á stjórnbúnaðinum inni þar til <Settings>
birtist í textareitnum.
Skipt á milli grunnstillinga
Ýttu endurtekið á hnappinn eða þar til
viðkomandi grunnstilling birtist.
Ýttu endurtekið á valhnappinn þar til
viðkomandi grunnstilling birtist.
Athugaðu: Breytta stillingin er vistuð sjálfkrafa þegar farið er
úr grunnstillingunni.
Grunnstillingum breytt
Til að fletta niður skal ýta á valhnappinn þar
til viðkomandi gildi er sýnt.
Til að fletta niður skal halda valhnappinum
inni í >1sek. þar til viðkomandi gildi er sýnt.
Athugaðu: Þegar viðkomandi hnappi er haldið inni er skipt
sjálfkrafa yfir í næsta gildi í grunnstillingunum.
Eftirfarandi grunnstillingar eru í boði:
– <Language>: Hér er hægt að velja úr tungumálum sem
eru í boði.
– <Units>: Hægt er að sýna hraða og vegalengd í
kílómetrum eða mílum.
– <Time>: Hér er hægt að stilla klukkuna.
– <Time format>: Klukkan getur verið með 12 tíma sniði
eða 24 tíma sniði.
– <Shift recom.>: Hægt er að velja hvort birtar eru
ráðleggingar um gírskiptingu.
– <Backlight>: Hér er hægt að velja hversu lengi á að vera
kveikt á baklýsingu.
– <Brightness>: Hægt er að breyta birtustiginu í
mismunandi þrepum.
– <Reset settings?>: Hér er hægt að endurstilla
stillingarnar með því að halda valhnappinum inni.
– <Certifications>
– <Back>: Með þessari aðgerð er hægt að fara úr
stillingavalmyndinni.
Farið úr valmyndinni fyrir grunnstillingar
Farið er sjálfkrafa úr valmyndinni fyrir grunnstillingar ef
ekkert er gert í 60sekúndur, hjólað er á rafhjólinu eða
aðgerðin <Back> er valin.
Ýttu á valhnappinn til að fara úr valmyndinni
fyrir grunnstillingar með aðgerðinni <Back>.
Haltu valhnappinum inni í >1sek. til að fara
úr valmyndinni fyrir grunnstillingar með
aðgerðinni <Back>.
Viðhald og þjónusta
Viðhald og þrif
Ekki má þrífa neina hluta búnaðarins með háþrýstidælu.
Halda skal skjá hjólatölvunnar hreinum. Óhreinindi geta leitt
til þess að greining á birtustigi virki ekki rétt.
Við þrif á hjólatölvunni skal eingöngu nota mjúkan klút sem
hefur verið vættur með vatni. Ekki má nota hreinsiefni.
Láta skal skoða rafhjólið að minnsta kosti einu sinni á ári
(m.a. vélbúnað þess og hvort kerfishugbúnaður er í nýjustu
útgáfu).
Söluaðili reiðhjólsins getur einnig miðað við tiltekna
vegalengd og/eða tiltekið tímabil fyrir skoðun. Í þessu tilviki
sýnir hjólatölvan hvenær næsta skoðun á að fara fram þegar
kveikt er á henni.
Láta skal viðurkenndan söluaðila reiðhjóla sjá um að
þjónusta rafhjólið og gera við það.
u Láta verður viðurkenndan söluaðila reiðhjóla annast
allar viðgerðir.
Athugaðu: Þegar farið er með rafhjólið í viðhaldsskoðun hjá
söluaðila er mælt með því að slökkva á <eBike Lock> og
<eBike Alarm> tímabundið til að koma í veg fyrir óþarfa
viðvaranir.
Notendaþjónusta og ráðleggingar um notkun
Ef óskað er upplýsinga um rafhjólið og hluta þess skal snúa
sér til viðurkennds söluaðila reiðhjóla.
Finna má samskiptaupplýsingar fyrir viðurkennda söluaðila
reiðhjóla á vefsíðunni www.bosch-ebike.com.
0 275 007 3BI | (03.02.2023) Bosch eBike Systems