EasyManua.ls Logo

CYBEX gold LEMO - Page 55

CYBEX gold LEMO
104 pages
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
55
IS
Ekki nota barnatröppurnar ef einhver hluti vörunnar reynist
brotinn, rifinn eða ef einhvern hluta vantar eða varan sjálf virkar
ekki sem skyldi. Láttu gera við vöruna í slíkum tilvikum.
Þessi vara er ekki ætluð til notkunar á meðan barnið sefur
eða situr.
VIÐHALD OG ÞRIF
Notandi ber ábyrgð á að sinna almennu viðhaldi vörunnar.
Skoðaðu reglulega samsetningu þessa aukabúnaðar.
Allir tengihlutir þurfa að hafa verið vandlega skrúfaðir og festir.
Hertu skrúfurnar með reglulegu millibili, helst 1-2 vikum eftir
að stóllinn er settur saman. Eftir það ættir þú að kanna þær
reglulega og herða aftur eftir þörfum, t.d. á eins mánaðar fresti.
Notaðu aðeins upprunalega CYBEX varahluti. Það getur
reynst varasamt ef þeim er skipt út fyrir varahluti frá öðrum
aðilum.
Ekki breyta vörunni á nokkurn hátt.
Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða lendir í einhvers konar
vandamálum í tengslum við vöruna, skaltu vinsamlegast hafa
samband við birgja eða innflutningsaðila.
Vöruna má aldrei geyma við rakar aðstæður.
Gakktu úr skugga um að hálkumottur og viðarfletir séu þurrir
áður en þeim er komið fyrir á vörunni. Vinsamlegast fjarlægðu
motturnar þegar varan er ekki í notkun.
Hreinsaðu barnatröppurnar með rökum klút og mildu
hreinsiefni og þerraðu vandlega.
Ekki nota slípiefni eða vörur sem innihalda etanól við að þrífa
stólinn.
Fjarlægðu strax vatn eða annan vökva með þurrum klút.
Gættu þess að varan verði ekki beinu sólarljósi þegar verið er
að þurrka hana.
*Sjá notkunarleiðbeiningar

Related product manuals