EasyManua.ls Logo

Festool STM 1800 - Islenska; Efnisyfirlit 1 Tákn; Fyrirhuguð Notkun; Tæknilegar Upplýsingar

Festool STM 1800
132 pages
Go to English
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
Efnisyfirlit
1 Tákn...........................................................57
2 Öryggisleiðbeiningar................................. 57
3 Fyrirhuguð notkun.....................................57
4 Tæknilegar upplýsingar............................ 57
5 Innifalið......................................................58
6 Uppsetning................................................ 58
7 Stillingar....................................................58
8 Flutningur..................................................59
9 Unnið með færanlega sagar- og vinnu
borðið.........................................................59
10 Viðhald og umhirða................................... 60
11 Umhverfisatriði......................................... 60
1 Tákn
Varúð, almenn hætta
Notendahandbók, lesið öryggisleið
beiningarnar!
Bannað að stíga upp á
Hámarksþungi
max. 10 mm
Skurðardýptin má að hámarki
vera 10 mm dýpri en sem nemur þykkt
vinnustykkisins
Fleygið ekki með heimilissorpi.
Leiðbeiningar
Ábending, upplýsingar
2 Öryggisleiðbeiningar
Viðvörun! Lesið allar öryggisupplýsingar
og leiðbeiningar. Hætta er á alvarlegum
slysum ef ekki er farið eftir viðvörunum og
ábendingunum.
Geymið allar öryggisleiðbeiningar og aðrar
leiðbeiningar til síðari nota.
Setja verður sagar- og vinnuborðið upp
með réttum hætti áður en byrjað er að
vinna. Rétt samsetning er mikilvæg, því
annars er hætta á að borðið falli saman.
Komið færanlega sagar- og vinnuborðinu
fyrir á stöðugum, sléttum og láréttum
fleti. Ef færanlega sagar- og vinnuborðið
getur runnið til eða er valt er ekki hægt að
stjórna rafmagnsverkfærinu með jöfnum
og öruggum hætti.
Ekki má setja of mikinn þunga á færanlega
sagar- og vinnuborðið og ekki má nota það
sem stiga eða vinnupall. Ef settur er of
mikill þungi á færanlega sagar- og vinnu
borðið eða staðið á því getur þyngdar
punktur borðsins færst upp og það oltið.
Gætið að hámarksstærð vinnustykkisins.
Gætið að hámarksstærð vinnustykkja.
Skiptið um skemmda tréklossa ef þeir eru
ekki lengur traustar undirstöður fyrir
vinnustykkið.
Gætið að skurðardýptinni á meðan verið er
að saga. Skurðardýptin má að hámarki vera
10 mm dýpri en sem nemur þykkt vinnu
stykkisins.
Notið viðeigandi persónuhlífar: hlífðar
hanska og öryggisskó.
Haldið nærstöddum í öruggri fjarlægð frá
vinnusvæðinu.
3 Fyrirhuguð notkun
Færanlega sagar- og vinnuborðið er ætlað til að
saga og fræsa með Festool-rafmagnsverk
færum á öruggan og nákvæman hátt.
Með skrúfþvingum
*
er einnig hægt að festa
minni vinnustykki tryggilega á færanlega sagar-
og vinnuborðið. Má því nota færanlega sagar-
og vinnuborðið við ýmiss konar vinnu, s.s. að
hefla, slípa eða fræsa.
Með veltieiginleikanum er einfaldara að vinna
með stórar plötur.
* Fylgja ekki með.
Notandinn ber alla ábyrgð ef notkun er
ekki með fyrirhuguðum hætti.
4 Tæknilegar upplýsingar
Færanlegt sagar- og
vinnuborð
STM 1800
Mál borðs (breidd x
lengd x hæð) í saman
brotinni stöðu
1150 x 250 x 700 mm
Minnsti vinnuflötur 1100 x 1050 mm
Mesti vinnuflötur 1800 x 2100 mm
Hæð borðs (hæðarstill
anlegt)
700 - 900 mm
Hámarksþungi 150 kg
Íslenska
57

Table of Contents

Related product manuals