102Microlife BP B6 Connect
IS
Fyrirhuguð notkun:
Þessi sveiflumælandi blóðþrýstingsmælir er ætlaður til að mæla
blóðþrýsing án inngrips hjá fólki 12 ára og eldri.
Mælirinn er með staðfesta klíníska virkni hjá sjúklingum með
háþrýsing, lágþrýsing, sykursýki, á meðgöngu, meðgöngueitrun,
æðakölkun, nýrnasjúkdóm á lokastigi, offitu og eldra fólki.
Þetta tæki getur numið óreglulegan púls sem gefur til kynna
gáttatif. Vinsamlega athugaðu að tækið er ekki ætlað til greiningar
á gáttatifi. Greining gáttatifs þarf að vera staðfest með hjartalínuriti.
Sjúklingum er ráðlagt að leita til læknis.
Ágæti viðskiptavinur,
Tækið er hannað í samstarfi við lækna og staðfesta klínískar
rannsóknir að nákvæmni mælinganna er mjög mikil.*
Microlife gáttatifsnæmni er leiðtogi á heimsvísu í stafrænum
blóðþrýstingmælingum til að nema gáttatif og háþrýsting. Þetta eru
tveir helstu áhættuþættir á að fá heilablóðfall eða hjartasjúkdóm.
Það er mikilvægt að greina gáttatif og háþrýsting á byrjunarstigi
jafnvel þótt engin einkenni séu til staðar. Gáttatifs athugun almennt
eða með Microlife blóðþrýstingsmæli er ráðlögð fyrir fólk 65 ára og
eldri. Gáttatifs mælingin gefur til kynna að gáttatif gæti verið til
staðar. Að þessari ástæðu er mælt með að þú leitir til læknis þegar
tækið birtir AFIB merkið á meðan á mælingunni stendur. Gáttatifs
tæknin frá Microlife hefur verið klínískt rannsökuð af nokkrum
virtum klínískum rannsóknarstofum sem sýnt hafa að tækið nemur
sjúklinga með gáttatif með 97-100%.
1,2
nákvæmni.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ert í vafa með einhver atriði eða
vantar varahluti, skaltu hafa samband við seljanda tækisins eða
Artasan ehf., umboð Microlife á Íslandi, í síma 414-9200. Nánari
upplýsingar um vörur Microlife er að finna á vefsetrinu
www.microlife.com.
Með ósk um góða heilsu – Microlife AG!
* Þetta tæki notar sömu mælingartækni og hið verðlaunaða
«BP 3BTO-A», sem prófað var samkvæmt viðmiðum Bresku
háþrýstingssamtakanna (British and Irish Hypertension Society –
BIHS).
1
Kearley K, Selwood M, Van den Bruel A, Thompson M, Mant D,
Hobbs FR et al.: Triage tests for identifying atrial fibrillation in
primary care: a diagnostic accuracy study comparing single-lead
ECG and modified BP monitors. BMJ Open 2014; 4:e004565.
2
Wiesel J, Arbesfeld B, Schechter D: Comparison of the Microlife
blood pressure monitor with the Omron blood pressure monitor for
detecting atrial fibrillation. Am J Cardiol 2014; 114:1046-1048.
Efnisyfirlit
1. Gáttatifsmerki birtist sem bendir til gáttatifs (Aðeins virkt
á MAM stillingu)
Hvað er gáttatif?
Hverjir ættu að leita eftir gáttatifi?
Áhættuþættir sem þú getur stjórnað.
2. Notkun tækisins í fyrsta sinn
Ísetning rafhlaða
Stilling dagsetningar og tíma
Réttur handleggsborði valinn
Notandi valinn
Veldu venjulega eða MAM stillingu
3. Gátlisti fyrir áreiðanlega mælingu
4. Blóðþrýstingmæling tekin
Handvirk dæling
Hvernig á að sleppa því að vista mælingu
Hvernig á ég að meta blóðþrýstinginn?
Meðaltal mælinga «MyCheck»
Tákn óreglulegs hjartsláttar (IHB) birtist
5. Gagnaminni
Skoða meðaltal síðustu 28 daga.
Að skoða meðaltal blóðþrýstingsmælinga «MyBP»
Að skoða vistaðar stakar mælingar
Eyðing allra mælingarniðurstaðna
6. Rafhlöðumælir og skipt um rafhlöðu
Rafhlöður næstum tómar
Rafhlöður tómar – skipt um
Hvernig rafhlöður og hvernig skal meðhöndla þær?
Notkun endurhlaðanlegra rafhlaða
7. Notkun straumbreytis
8. Bluetooth® virkni
9. Aðgerðir með tölvutengingu
10. Villuboð
11. Öryggi, viðhald, nákvæmnismæling og förgun
Viðhald tækisins
Þrif á handleggsborða
Nákvæmnismæling
Förgun
12. Ábyrgð
13. Tæknilýsing