103Microlife BP B6 Connect
IS
1. Gáttatifsmerki birtist sem bendir til gáttatifs
(Aðeins virkt á MAM stillingu)
Tækið getur greint gáttatif. Þetta tákn BM gefur til kynna að gáttatif
hafi greinst við mælingu. Vinsamlegast lesið upplýsingarnar í
næstu málsgrein varðandi ráðgjöf hjá lækninum þínum.
Hvað er gáttatif?
Að jafnaði dregst hjartað saman og þenst út með reglulegum takti.
Tilteknar frumur í hjartanu framleiða rafboð sem fá hjartað til að
dragast saman og dæla blóði. Gáttatif kemur fram þegar hröð og
óregluleg rafboð í tveimur efri hólfum hjartans, gáttunum, valda því
að það dregst saman með óreglulegu millibili (þetta er kallað tif).
Gáttatif er algengasta mynd hjartsláttartruflana. Einstaklingar eru
oft einkennalausir en engu að síður eykst hætta á heilablóðfalli
töluvert. Leita þarf læknis til þess að ná stjórn á þessum vanda.
Hverjir ættu að leita eftir gáttatifi?
Fólk 65 ára og eldri ætti að leita eftir gáttatifi þar sem möguleikinn
á að fá heilablóðfall eykst með aldrinum. Það á einnig við um fólk
50 ára og eldri sem er með háan blóðþrýsting (Efri mörk hærri en
159 eða neðri mörk hærri en 99) einnig þeir sem eru með
sykursýki, hjartabilun eða þeir sem hafa fengið áður heilablóðfall.
Það er ekki mælt með gáttatifsmælingu fyrir ungt fólk eða á
meðgöngu þar sem það gæti komið röng niðurstaða og óþarfa
kvíði. Þar að auki eru litlar líkur á að ungir einstaklingar með gáttatif
fái heilablóðfall miðað við eldra fólk.
Áhættuþættir sem þú getur stjórnað.
Snemmgreining á gáttatifi sem fylgt er eftir með fullnægjandi
meðferð getur verulega dregið úr hættu á heilablóðfalli. Að vita
blóðþrýstinginn sinn og að vita hvort þú sért með gáttatif er fyrsta
skrefið í forvörn gegn heilablóðfalli.
Fyrir frekari upplýsingar: www.microlife.com/afib.
2. Notkun tækisins í fyrsta sinn
Ísetning rafhlaða
Þegar þú hefur tekið tækið úr umbúðunum skaltu byrja á því að
setja rafhlöðurnar í það. Rafhlöðuhólfið AK er aftan á tækinu. Settu
rafhlöðurnar í (4 x 1.5 V, stærð AA) og gættu þess að snúa
skautum rétt.
Stilling dagsetningar og tíma
1. Þegar nýju rafhlöðunum hefur verið komið fyrir blikkar ártalið á
skjánum. Þú getur stillt árið með því að ýta á M-hnappinn 3.
Til að staðfesta og stilla mánuð er ýtt á tímahnappinn 4.
2. Ýttu á M-hnappinn til að stilla mánuðinn. Ýttu á Bluetooth/Time
hnappinn til að staðfesta og stilla dagsetningu.
3. Fylgdu leiðbeiningunum hér að ofan til að stilla dag,
klukkustund og mínútur.
4. Þegar þú hefur stillt mínútur og ýtt á tímahnappinn er búið að
stilla dagsetningu og tíma. Þá birtist tíminn.
5. Ef þú vilt breyta dagsetningu og tíma skaltu halda
tímahnappinum inni í um 7-8 sekúndur þar til ártal birtist. Þá
getur þú slegið inn nýjar tölur eins og lýst er hér að ofan.
Réttur handleggsborði valinn
Handleggsborðar fást í mismunandi stærðum hjá Microlife.Veldu
stærð miðað við ummál upphandleggsins (taka skal þétt mál um
miðjan upphandlegginn).
Upplýsingar fyrir lækni þegar gáttatifsmerki birtist oft
Þetta tæki er sveiflumælandi blóðþrýstingsmælir sem greinir
einnig hjartsláttaróreglu meðan á mælingu stendur. Þetta tæki er
klínískt rannsakað.
Gáttatifsmerki birtist að lokinni mælingu ef gáttatif greinist við
blóðþrýstingsmælingu. Ef gáttatifsmerkið birtist eftir að
blóðþrýstingsmælingarlotu er að fullu lokið (þrjár mælingar í röð)
er ráðlagt að bíða og mæla síðan aftur (þrjár mælingar í röð). Ef
gáttatifsmerkið birtist aftur er ráðlagt að leita til læknis.
Ef AFIB-merkið birtist á skjánum á blóðþrýsingsmælinum gefur
það til kynna að mögulega er til staðar gáttatif. Hinsvegar verður
læknir að greina hvort gáttatif sé til staðar með hjartalínuriti.
Haltu handleggnum kyrrum á meðan mælt er til að draga úr
líkum á röngum niðurstöðum.
Tækið greinir ekki, eða ranglega greinir gáttatif hjá fólki með
gangráð eða bjargráð.
Þegar gáttatif er til staðar er gildi neðri marka ekki endilega
rétt.
Ef gáttatif er til staðar er mælt með notkun á MAM-stillingu
fyrir áreiðanlegri mælingu.
Stærð handleggsborða Ummál upphandleggs
S 17 - 22 cm
M 22 - 32 cm
M - L 22 - 42 cm