110
Tækið er með tvær notandastillingar. Gætið þess að hreinsa og
sótthreinsa tækið milli notenda til að koma í veg fyrir
víxlmengun.
Ef notandi finnur fyrir húðertingu eða óþægindum skal hætta að
nota tækið og mansettuna og leita ráða hjá lækni.
Upplýsingar um rafsegulsviðssamhæfi
Þetta tæki uppfyllir kröfur um rafsegultruflanir sem fram koma í
staðlinum EN60601-1-2: 2015.
Þetta tæki er ekki samþykkt til notkunar nálægt hátíðnibúnaði sem
notaður er til lækninga.
Ekki má nota þetta tæki nálægt tækjum sem gefa frá sér öflugar
rafsegulbylgjur eða fjarskiptabylgur (t.d. örbylgjuofnum eða
farsímum). Þegar þetta tæki er í notkun skal halda að minnsta kosti
0.3 m fjarlægð frá slíkum tækjum.
Viðhald tækisins
Hreinsaðu tækið eingöngu með mjúkum og þurrum klút.
Þrif á handleggsborða
Fjarlægið bletti gætilega af handleggsborðanum með rökum klút
og sápu.
Nákvæmnismæling
Ráðlegt er að sannreyna nákvæmni tækisins á 2 ára fresti og
einnig ef það verður fyrir hnjaski (t.d. dettur í gólfið). Vinsamlega
hafðu samband við Artasan ehf., umboð Microlife á Íslandi, og
pantaðu nákvæmnismælingu á tækinu.
Förgun
12.Ábyrgð
Á tækinu er 5 ára ábyrgð frá kaupdegi. Á þessu ábyrgðartímabili
mun Microlife meta mælinn og gera við eða skipta um gallaða vöru
án endurgjalds.
Ábyrgðin fellur úr gildi ef tækið hefur verið opnað eða breytingar
gerðar á því.
Eftirfarandi atriði eru undanskilin ábyrgðinni:
Flutningskostnaður og áhætta vegna flutnings.
Tjón af völdum rangrar notkunar eða ekki farið eftir
notkunarleiðbeiningunum.
Tjón af völdum lekandi rafhlaðna.
Tjón af völdum slyss eða misnotkunar.
Pökkun/ geymsluefni og notkunarleiðbeiningar.
Reglulegt eftirlit og viðhald (kvörðun).
Aukahlutir og hlutir sem eyðast: Rafhlöður, spennubreytir
(valfrjálst).
Handleggsborðinn fellur undir ábyrgð á virkni (stífni blöðru) í 2 ár.
Ef þörf er á ábyrgðarþjónustu, vinsamlegast hafðu samband við
söluaðila þaðan sem varan var keypt eða þjónustuaðila Microlife.
Þú getur haft samband við þjónustuaðila Microlife í gegnum
vefsíðuna okkar: www.microlife.com/support
Bætur eru takmarkaðar við verðmæti vörunnar. Ábyrgðin verður
veitt ef heildarvörunni er skilað með upprunalegum reikningi.
Viðgerð eða skipti innan ábyrgðar lengir ekki eða endurnýjar
ábyrgðartímann. Lagalegar kröfur og réttindi neytenda eru ekki
takmarkaðar af þessari ábyrgð.
13.Tæknilýsing
VIÐVÖRUN: Undir engum kringumstæðum má þvo
blöðruna!
Farga ber rafhlöðum og rafeindabúnaði í samræmi við
gildandi reglur á hverjum stað en ekki með venjulegu
heimilissorpi.
Aðstæður við notkun: 10 - 40 °C / 50 - 104 °F
15-90 % hámarksrakastig
Aðstæður við
geymslu:
-20 - +55 °C / -4 - +131 °F
15-90 % hámarksrakastig
Þyngd: 415 g (með rafhlöðum)
Stærð: 157.5 x 105 x 61.5 mm
Málsstærð: frá 17-52 cm í samræmi við stærð hand-
leggsborðans (sjá «Réttur handleggs-
borði valinn»)
Mæliaðferð: Sveiflumæling samsvarandi Korotkoff -
aðferðinni: I. stigs efri mörk, V. stigs neðri
mörk
Mælisvið: 20 - 280 mmHg – blóðþrýstingur
40-200 slög á mínútu – hjartsláttur
Mældur þrýstingur í
handleggsborða:
0 - 299 mmHg
Upplausn: 1 mmHg
Nákvæmni blóðþrýst-
ingsmælingar:
innan ± 3 mmHg