EasyManua.ls Logo

VARILITE Evolution - Page 65

VARILITE Evolution
68 pages
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
©2021 Cascade Designs, Inc. #34-284
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VÖRUNA
Stillanlegt sætisker
Notendahandbók
Söluaðili:
Tryggið að notandi þessarar hjólastólasessu fái og skilji þessar
mikilvægu vöruupplýsingar.
Vara sem fjallað er um í þessari handbók
Evolution
, Evolution Wave
, Evolution PSV
, Evolution Wave PSV
, Meridian
, Meridian Wave
,
Zoid
, ProForm NX
, Solo
, Solo PSV
, Stratus
, JUNIOR Seat Cushion
IS
Fyrirhuguð notkun og frábendingar
VARILITE-sætiskerfi eru hönnuð til að vera sett ofan á hjólastól til að dreifa þrýstingi, auka þægindi og veita stuðning við stöðu.
Sætiskerfin eru aukabúnaður fyrir notendur hjólastóla.
Nema annað sé tekið fram er hámarksþyngd notenda VARILITE-sætiskerfa 294 kg (650 pund). Þyngdarmörk eru yfirleitt
ekki áhyggjuefni þegar stærð sessunnar er aðlöguð rétt að notandanum.
Þyngdarmörk VARILITE JUNIOR-sætiskerfisins eru 90 kg (200 pund).
Húðvörn Stuðningur við stöðu Gerð stuðnings við stöðu
Evolution, Evolution Wave,
Evolution PSV, Evolution
Wave PSV, Solo, Solo PSV
Miðlungsmikil Miðlungsmikill Samhverfur
Meridian, Meridian Wave
Mikil Mikill Samhverfur
Zoid
Miðlungs Vægur Samhverfur
ProForm NX
Mikil Mikill Ósamhverfur
Stratus
Miðlungs Miðlungs Samhverfur
JUNIOR
Miðlungs Miðlungs Samhverfur
Mikilvægar viðvaranir og öryggisupplýsingar
VARILITE-vörur skulu valdar, settar upp og ávísaðar af fagfólki sem hefur reynslu af sætum og stöðustillingum og er fært um að
meta hvort varan komi til móts við þarfir hvers og eins. Yfirlýsingin um fyrirhugaða notkun nægir ekki ein og sér til að segja fyrir
um þetta.
TIL AÐ FORÐAST SKAÐA þarf að lesa, skilja og fylgja öllum leiðbeiningum og viðvörunum í þessari handbók áður en VARILITE-
varan er notuð.
VIÐVARANIR
Ekki nota sessuna ef frauðið innan í áklæðinu er krumpað eða samanbrotið. Ef frauðið er krumpað eða samanbrotið getur
það skapað þrýstipunkt sem getur leitt til legusárs. Gættu þess að hvorki krumpa né brjóta frauðið saman við flutning. Skiptu
um áklæði ef frauðið er krumpað eða samanbrotið.
Gættu að því að sessan og áklæðið séu án aðskotahluta sem geta skemmt púðann eða skapað þrýstipunkta.
Roði á húð getur verið merki um legusár sé að myndast. Athugaðu húð reglulega til að fylgjast með roða, sérstaklega þar
sem bein standa út. Hafðu tafarlaust samband við heilsugæslu ef vart verður varanlegs roða á húð.
Auk ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanns um réttan loftþrýsting og uppsetningu VARILITE-sætiskerfis skal gæta þess að fylgja
öllum ráðleggingum um hve oft á að létta á þrýstingi og hvernig á að gera það.
Ekki láta VARILITE-sessuna komast í snertingu við oddhvassa hluti.
Ekki leggja oddhvassa eða þunga hluti ofan á sætiskerfið.
Verðu sessuna fyrir klóm gæludýra.
Til að forðast að sessan verði fyrir varanlegum skemmdum má aldrei geyma sætiskerfið í mjög miklum hita eða skilja það
eftir í heitum bíl.
Til að forðast vefjaskemmdir skal ekki sitja á sætisyfirborði sem hefur verið skilið eftir í beinu sólarljósi eða heitum bíl.
Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af nothæfi eða virkni sessunnar skaltu leita til heilbrigðisstarfsmanns.
Þegar skipt er um sæti eða bakstuðning gæti þurft að fá ráðgjöf hjá sjúkraþjálfara eða öðru fagfólki til að láta gera litlar
breytingar á hjólastólnum og aukastuðningi, þar sem mikill munur getur verið á hjólastólakerfum.
VARÚÐARORÐ
Til að tryggja að sessan virki eins og best verður á kosið og heilleika frauðsins mælir VARILITE með því að ventillinn sé
skilinn opinn og að VARILITE-sessan sé látin blásast upp yfir nótt að minnsta kosti einu sinni í viku. Endurtaktu ferlið
Skýringar á táknum
Þyngdarmörk
Viðvörun / varúð
Viðurkenndur
þjónustuaðili innan
Evrópusambandsins
Breidd vöru, samsvarar
breidd hjólastólasætis
Dýpt vöru
BTM
Botn vörunnar
Framhlið vörunnar
BACK
Afturhlið vörunnar
Framleiðandi
Framleiðsludagsetning
Lestu rafrænar
notkunarleiðbeiningar
Lausn sem inniheldur
að minnsta kosti 70%
ísóprópýlalkóhól.