21
Miðlægur bláæðaleggur (CVC)
Ábendingar:
Arrow CVC er gerður fyrir skammtíma (<30 daga) ísetningu í miðlægan bláæðalegg vegna
meðhöndlunar sjúkdóma eða ástands sem krefst aðgengi að miðlægum bláæðalegg, þar með talið
en ekki takmarkað við:
• Skortur á nýtanlegum stungusvæðum í útlimum
• Eftirlit með þrýstingi í miðlægum bláæðum
• Full næringargjöf í æð (TPN)
• Innrennsli vökva, ly a eða krabbameinsmeðferðar
• Tíðar blóðsýnatökur eða blóðgja r/gja r blóðafurða
Sjá viðbótarmerkingar um sértækar ábendingar fyrir hverja vöru.
Frábendingar:
Ekki þekkt. Sjá viðbótarmerkingar um sértækar frábendingar fyrir hverja vöru.
Almennar viðvaranir og varúðarreglur
Viðvaranir:
1. Sótthreinsað, einnota: Ekki til endurnotkunar, endurnýtingar eða endursmitsæ ngar.
Endurnotkun búnaðar skapar mögulega hættu á alvarlegum áverkum og/eða sýkingum
sem leitt geta til dauða.
2. Lesið allar viðvaranir, varúðarráðstafanir og leiðbeiningar á fylgiseðlinum fyrir notkun.
Sé það ekki gert, getur það leitt til alvarlegra áverka eða dauða sjúklings.
3. Komið hollegg ekki fyrir eða skiljið hann eftir í hægri gátt eða hægra slegli.
Röntgenrannsókn eða önnur aðferð þarf að sýna fram á að endi holleggsins sé staðsettur
í neðri þriðjungi efri holæðar (Superior Vena Cava (SVC)), í samræmi við viðmiðunar- og
verklagsreglur stofnunarinnar.
4. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um möguleikann á því að leiðaravír geti fest í hvers
konar ígræði í æðaker nu. Sé sjúklingur með ígræði í æðaker nu er mælt með að fylgst
sé með holleggjaaðgerð á skjá til að lágmarka hættu á að leiðaravír festist.
5. Beitið ekki óhó egu a i við ísetningu leiðaravírs eða ve abelgs þar sem slíkt getur leitt
til æðagötunar, blæðingar eða tjóns á búnaði.
6. Ísetning leiðaravírs inn í hægri hlið hjartans getur orsakað hjartsláttar ökt, hægra
greinrof og götun á æða-, gátta- eða sleglavegg.
7. Beitið ekki of miklu a i við ísetningu eða arlægingu holleggs eða leiðaravírs. Of mikið
a getur valdið tjóni og skemmdum á búnaði. Ef grunur leikur á tjóni eða ef arlæging er
er ðleikum bundin, skal fá röntgenmynd og leita frekara álits.
8. Ef notaðir eru holleggir sem ekki eru ætlaðir til háþrýstidælingar, getur það leitt til leka
milli holrýma eða götunar og þar með hugsanlegra áverka.
9. Festið ekki, heftið og/eða saumið beint við ytra byrði holleggs eða framlengingarslöngur
til að minnka hættu á að skera í eða skemma hollegginn eða hindra æði í honum. Festið
eingöngu á tilskildum stöðum.
10. Loftrek getur átt sér stað ef loft kemst inn í búnað fyrir aðgang að miðlægri bláæð eða
æð. Skiljið ekki opnar nálar eða opna, óklemmda holleggi eftir í stungusárum miðlægra
bláæða. Notið aðeins vel þétt Luer-Lock tengi með öllum búnaði fyrir aðgang að
miðlægri bláæð til að varna ro af gáleysi.
11. Læknar ættu að vera meðvitaðir um að slönguklemmur geta losnað fyrir slysni.
12. Læknar verða að vera meðvitaðir um fylgikvilla í tengslum við miðlæga bláæðaleggi, þar
á meðal en takmarkast ekki við:
• hjartateppu í kjölfar
götunar á æð, gátt
eða slegli
• áverka á
brjósthimnu (þ.e.
loftbrjóst) og
miðmæti
• loftrek
• holleggjarek
• stí u í hollegg
• skurðsár á brjóstholi
• bakteríudreyra
• blóðeitrun
• segamyndun
• æðagötun af vangá
• taugaskemmd
• margúl
• blæðingu
• myndun fíbrínslíðurs
• sýkingu á
stungustað
• æðatæringu
• ranga staðsetningu
á enda holleggjar
• hjartsláttar ökt
Varúðarreglur:
1. Breytið ekki holleggnum, leiðaravírnum eða hverjum öðrum búnaði við innsetningu,
notkun eða arlægingu.
2. Meðferð skal framkvæmd af þjálfuðu starfsfólki sem er vel að sér í lí ærafræðilegum
einkennum, öruggri tækni og hugsanlegum fylgikvillum.
3. Notið staðlaðar varúðarráðstafanir og fylgið viðurkenndum viðmiðum og
verklagsreglum stofnunarinnar.
4. Sum sótthreinsiefni sem notuð eru á stungustað innihalda leysi sem getur veikt efnið í
holleggnum. Alkóhól, asetón og pólýetýlenglýkól geta veikt innri gerð pólýúretanefna.
Þessi efni geta einnig veikt límingu milli holleggjafestingar og húðar.
• Notið ekki asetón á y rborð holleggjar.
• Vætið ekki y rborð holleggsins með alkóhóli eða látið alkóhól liggja í holrúmi leggsins til
að losa stí u úr holleggnum eða fyrirbyggja sýkingar.
• Notið ekki smyrsl sem innihalda pólýetýlenglýkól á innsetningarstaðinn.
• Gæta skal varúðar þegar lyf með háan alkóhólstyrk eru ge n í innrennsli.
• Látið ísetningarstaðinn þorna fullkomlega áður en umbúðir eru settar á.
5. Tryggið gott æði holleggjar fyrir notkun. Notið ekki sprautur minni en 10 ml (sprauta fyllt
með 1 ml getur farið y r 2068,4 kPa) til að minnka hættu á leka í holrými eða ro í hollegg.
6. Dragið úr hrey ngum á hollegg meðan á aðgerð stendur til að rétt staða enda holleggjar
haldist.
Ekki er víst að settin innihaldi allan þann aukabúnað sem tilgreindur
er í þessum notkunarleiðbeiningum. Kynnið ykkur leiðbeiningar fyrir
hvern einstakan íhlut áður en aðgerðin er ha n.
Ábending um aðferð við notkun: Notið smitsæfða aðferð.
Undirbúið stungustað:
1. Komið sjúklingnum fyrir í stöðu sem hentar ísetningarstaðnum.
• Ísetning í viðbeins- eða hóstarbláæð: Komið sjúklingnum fyrir í Trendelenburg stöðu eins og hann
þolir, til að draga úr hættu á loftsegamyndun og til að auka bláæðafyllingu.
• Ísetning í lærleggsbláæð: Komið sjúklingi fyrir í úta iggjandi stöðu.
2. Undirbúið hreina húð með viðeigandi sótthreinsiefni.
3. Breiðið y r stungustað.
4. Ge ð staðdey lyf samkvæmt viðmiðunar- og verklagsreglum stofnunarinnar.
5. Förgun nálar.
SharpsAway II læsanlegt förgunarílát (ef til staðar):
SharpsAway II læsanlegt förgunarílát er ætlað til förgunar nála (stærðir 15 Ga. – 30 Ga.).
• Með því að nota einnar handar tækni, skal þrýsta nálum í göt á förgunarílátum (sjá mynd 1).
• Þegar nálunum hefur verið komið fyrir í förgunarílátunum er sjálfkrafa gengið frá þeim þannig að
ekki sé hægt að endurnýta þær.
Varúð: Reynið ekki að arlægja nálar sem komið hefur verið fyrir í SharpsAwayII læsanlegu
förgunaríláti. Nálarnar eru tryggilega geymdar. Ef reynt er að endurheimta nálar úr
förgunarílátinu með a i getur það skemmt nálarnar.
• Ef SharpsAway svampbúnaður er til staðar, má nota hann þannig að nálunum er þrýst í svampinn
eftir notkun.
Varúð: Notið nálar ekki aftur eftir að þær hafa verið settar í svampinn í SharpsAway
búnaðinum. Agnir geta loðað við nálarodda.
Undirbúningur holleggs:
6. Skolið hvert holrými holleggjar með smitsæfðri saltvatnslausn til að tryggja óhindrað æði og til
að undirbúa holrýmið.
7. Klemmið eða festið Luer-Lock tengi við framlengingarslöngur til að fylla holrými af saltlausn.
8. Ha ð arliggjandi framlengingarslöngur opnar án hettu sem lokar fyrir leiðaravír.
Viðvörun: Skerið ekki hollegginn til að breyta lengd.
Fyrsta aðgengi að æð:
Ómunarnál (echogenic needle) (ef til staðar):
Ómunarnál er notuð til að fá aðgang að æðaker nu fyrir tilkomu leiðaravírs til að auðvelda staðsetningu
holleggsins. Nálaroddurinn er lengdur sem nemur u.þ.b. 1 cm til að læknirinn geti greint nákvæmlega
staðsetningu nálaroddsins þegar stungið er í æðina með ómskoðun.
Varin nál/öryggisnál (ef til staðar):
Nota skal varða nál/öryggisnál í samræmi við notkunarleiðbeiningar framleiðanda.
Arrow Raulerson sprauta (ef til staðar):
Arrow Raulerson sprauta er notuð með Arrow Advancer fyrir ísetningu leiðaravírs.
9. Setjið nálaslíður eða hollegg/nál með áfestri sprautu eða Arrow Raulerson sprautu (ef hún er til
staðar) inn í æð og sogið.
Viðvörun: Skiljið ekki opnar nálar eða opna, óklemmda holleggi eftir í stungusárum miðlægra
bláæða. Slíkt getur orsakað loftrek.
Varúð: Stingið aldrei nál aftur í holleggjaslíður (þar sem við á) til að minnka hættu á
holleggsreki.
Tryggið aðgengi að æð:
Notið eina af eftirfarandi aðferðum til að staðfesta aðgengi að bláæð vegna möguleikans á staðsetningu
í slagæð fyrir slysni:
• Bylgjulögun miðlægra bláæða:
• Setjið vökvafylltan þrýstingsnema með sljóum oddi aftan í sprautubullu og í gegnum lokana á
Arrow Raulerson sprautu og fylgist með bylgjulögun miðlægs bláæðaþrýstings.
◊ Fjarlægið nemann ef notuð er Arrow Raulerson sprauta.
• Sláttar æði (ef blóða fræðilegur eftirlitsbúnaður er ekki tiltækur):
• Notið utningsnema til að opna sprautulokubúnað Arrow Raulerson sprautunnar og fylgist með
sláttar æði.
• Fjarlægið sprautuna af nálinni og kannið hvort sláttar æði er til staðar.
Viðvörun: Sláttar æði er almennt merki um æðagötun af gáleysi.
Varúð: Treystið ekki á blóðlit frásogs sem merki um aðgengi að æð.
IS