EasyManua.ls Logo

Guide 230 - Page 14

Guide 230
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
IS
Notkunarleiðbeiningar fyrir Skydda hlífðarhanska og armhlífar til almennrar notkunar
Hanskarnir eru hannaðir til að vernda fyrir eftirfarandi áhættuþáttum:
EN407 Hitavörn
Tölur í staðalmerkinu sýna niðurstöður prófana á hönskunum. Því hærri tala því betri
niðurstöður.
Hægt er að prófa eftirfarandi:
1. Logaþol efniseiginleikar (best 4)
2. Vörn gegn hitaleiðni (best 4)
3. Vörn gegn opnum eldi (best 4)
4. Vörn gegn hitageislun (best 4)
5. Vörn gegn bráðnum málmskvettum (best 4)
6. Vörn gegn bráðnum málmi (best 4)
Merking hanskanna:
Niðurstöður prófana á hverri gerð eru merktar á hanskana og/eða umbúðirnar, í vörulista
og á heimasíðu okkar.
Grunnkröfur
Allir Guide-hanskar eru í samræmi við CE-tilskipunina 89/686 og staðalinn EN420.
Notkun:
Sýna verður aðgæslu ef hætta er á að hanskar festist í hreyfanlegum vélarhlutum.
Hanskarnir eru hannaðir til að vernda fyrir eftirfarandi áhættuþáttum:
CE flokkur 2, hlífar þar sem meðal hætta er á alvarlegu tjóni.
EN388 - Vörn gegn líkamlegri og mekanískri áhættu.
Tölurnar í staðalmerkinu sýna niðurstöður prófana á hönskunum.
Prófunargildin eru birt sem fjögurra stafa tala, t.d. 4112. Því hærri tala því betri niðurstöður.
Núningsmótstaða (best 4), skurðþol (best 5), rifþol (best 4) og stunguþol (best 4).
Við mælum með því að hanskarnir séu prófaðir og skoðaðir fyrir notkun.
Hanskarnir innihalda engin þekkt efni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum hjá venjulegu
fólki.
Vinnuveitandi ber ábyrgð á því ásamt notandanum að kannað sé að hanskarnir veiti þá
vörn sem vinnuaðstæður krefjast.
Nánari upplýsingar um eiginleika og notkun hanska frá okkur fást hjá söluaðila og á
vefsíðum okkar.
Geymsla:
Hanskana á að geyma á köldum og þurrum stað í upprunalegum umbúðum.
Raki, hitastig og sterk sól geta haft áhrif á eiginleika hanskanna.
Förgun:
Fargið hönskunum í samræmi við gildandi reglur á hverjum stað.
Hreinsun/þvottur:
Verndarstig og ábyrgð byggjast á niðurstöðum prófana á nýjum og óþvegnum hönskum.
Áhrif þvotts á varnareiginleika hanskana hafa ekki verið prófuð.
Hreinsun leðurhanska: Handþvottur úr mildu sápuvatni. Hengið til þerris.
Vefsíður:
Nánari upplýsingar fást á vefsíðunum www.skydda.com og www.guide.eu
Framleiðandi:
Skydda Protecting People AB
SE-523 85 Ulricehamn
Svíþjóð