d. Við slæma meðhöndlun gæti
rafhlaðan lekið. Snertið ekki vökvann.
Ef vökvinn kemst í snertingu við húð á
að skola með vatni. Ef vökvinn berst í
augu þarf að leita læknis. Vökvi sem
lekur úr rafhlöðu getur valdið óþægindum
eða bruna.
Viðhaldsþjónusta
a. Nýtið ykkur aðstoð fagmanns sem
notar upprunalega varahluti, til að
gera við verkfærið.
Það tryggir viðvarandi öryggi verkfærisins.
SÉRTÆKAR ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Öryggi við borun
Notið eyrnahlífar þegar höggborinn er
notaður. Hávaðinn getur valdið
heyrnarskemmdum.
Notið viðeigandi nema til að meta
hvort faldir vírar eða pípur séu þar
sem á að bora/skrúfa. Ef borað eða
skrúfað er í rafmagnslínur getur það
valdið eldsvoða og raosti. Ef gaspípa
er skemmd getur það valdið sprengihættu.
Ef vatnspípa er skemmd getur það valdið
meiri skemmdum eða raosti.
Slökkvið tafarlaust á verkfærinu ef
það festist. Verið viðbúin því að togið
aukist og verkfærið geti rykkst til.
Borinn/skrúfbitinn getur stöðvast ef:
• Átakið er of mikið eða ef hann festist í
viðfangsefninu.
Haldið alltaf þétt um verkfærið með
báðum höndum þegar það er í notkun
og gætið þess að hafa góða fótfestu.
Mun betra er að stjórna verkfærinu með
báðum höndum.
Hað verkfærið stöðugt. Verkfæri sem
haldið er á sínum stað með þvingum eða í
skrúfstykki er mun öruggara en það sem
haldið er með handai.
Haldið vinnusvæðinu hreinu. Það er
sérstaklega varasamt ef mismunandi efni
blandast saman. Ryk úr málmblöndum er
eldmt og getur sprungið.
Bíðið alltaf þar til borinn/skrúfbitinn
hefur stöðvast að fullu áður en
verkfærið er lagt niður. Annars er
hætta á að hann festist og það leitt til
þess að þú missir stjórn á verkfærinu.
Áður en átt er við vélina sjálfa (eins
og við viðhald eða skipti á verkfæri),
og eins þegar hún er utt á milli staða
eða í geymslu, þarf að miðjustilla rofa
sem stjórnar snúningsátt. Það getur
valdið slysahættu ef óvart er kveikt á
aðalrofa.
Verndið verkfærið gegn hita, eins og
miklu beinu sólarljósi, eldi, vatni og
raka. Sprengihætta.
Gufur geta gosið upp ef rafhlaðan
skemmist eða er rangt notuð. Gætið
þess að ferskt loft sé á staðnum og
leitið læknis ef líðan versnar. Gufurnar
geta ert öndunarkerð.
Öryggisviðvaranir fyrir
rafhlöðuhleðslutæki
Aðeins til nota innandyra.
Tvöföld einangrun.
25