EasyManua.ls Logo

Electrolux LTB1AE28W0 - Page 27

Electrolux LTB1AE28W0
40 pages
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
Ef tækið er sett upp með öðrum hætti en
frístandandi og með tilliti til notkunarsvæðis,
mun heimilistækið virka rétt en orkunotkun
gæti aukist nokkuð.
Til að tryggja bestu virkni heimilistækisins,
ætti ekki að setja heimilistækið upp á stað þar
sem það verður fyrir beinu sólarljósi. Ekki
setja heimilistækið upp nálægt hitagjöfum
(bökunarofnum, eldavélum, ofnum,
eldunarhellum, viftuháfum eða helluborðum),
nema annað sé tekið fram í leiðbeiningum um
uppsetningu. Gakktu úr skugga um að
loftflæði sé gott aftan við skápinn.
Tækið á að setja upp á þurrum, vel
loftræstum stað innandyra.
Til að tryggja bestu frammistöðu
heimilistækisins, ef tækið er staðsett fyrir
neðan útskagandi veggeiningu, er
nauðsynlegt að viðhalda lágmarksfjarlægð við
efsta hluta skápsins. Hins vegar ætti
heimilistækið helst ekki að vera staðsett undir
útskagandi veggeiningum. Einn eða fleiri
stillanlegir fætur á undirstöðu skápsins tryggja
að heimilistækið sé stöðugt.
VARÚÐ!
Ef þú staðsetur heimilistækið upp við
vegg, skaltu nota meðfylgjandi millistykki
fyrir bakið til að viðhalda þeirri
lágmarksfjarlægð sem tilgreind er í
uppsetningarleiðbeiningunum.
VARÚÐ!
Ef þú setur heimilistækið upp við vegg,
skaltu skoða
uppsetningarleiðbeiningarnar til að átta
þig á nauðsynlegri lágmarksfjarlægð á
milli veggsins og hliða tækisins, þar sem
hurðahjarirnar eru hugsaðar til að veita
hurðinni nægilegt pláss þegar verið er að
fjarlægja innri einingar (t.d. við þrif).
Þetta heimilistæki er ætlað til notkunar við
stofuhita á bilinu 10°C til 38°C.
Eingöngu er hægt að ábyrgjast rétta
virkni heimilistækisins sé það notað á
þessu hitabili.
Ef þú hefur einhverjar efasemdir varðandi
uppsetningu heimilistækisins, skaltu
vinsamlegast ráðfæra þig við seljanda,
þjónustuverið okkar eða næstu
viðurkenndu þjónustumiðstöð.
Það verður að vera hægt að taka
heimilistækið úr sambandi við rafmagn.
Innstungan verður því að vera
aðgengileg eftir uppsetningu.
3.3 Rafmagnstenging
Áður en stungið er í samband, þarf að
ganga úr skugga um að sú spenna og
tíðni sem sýnd eru á merkiplötunna
samræmist heimilisrafmagninu.
Heimilistækið verður að vera jarðtengt. Kló
rafmangssnúrunnar er með snertu sem er
ætluð til þess. Ef innstungan á heimilinu er
ekki jarðtengd, þarf að jarðtengja
heimilistækið í aðskilda jörð til að uppfylla
núgildandi reglugerðir. Hafið samband við
fagmenntaðan rafvirkja.
Framleiðandi hafnar allri ábyrgð ef
ofangreindum öryggisráðstöfunum er ekki
fylgt.
3.4 Aftari millileggsskífur
Í pokanum með gögnum er að finna tvær
millileggsskífur sem þarf að setja upp eins og
sýnt er á myndinni.
Ef þú staðsetur heimilistækið frístandandi upp
við vegg skaltu setja upp millileggsskífurnar
þannig að þær tryggi mestu mögulegu
fjarlægðina..
ÍSLENSKA 27

Related product manuals