31
(8) til að hleypa gufunni út máttu ekki hylja hann með
höndinni þar sem gufan stígur beint upp. Það þarf því
að passa að brenna sig ekki.
1. Fjarlægðu hraðsuðupottinn af hellunni.
2. Snúðu þrýstingsmælinum (8) varlega á stillinguna
sem hleypir út gufu.
3. Bíddu þar til þrýstingurinn hefur lækkað og rauði
öryggisventillinn (4) fellur aftur niður.
4. Athugaðu! Um leið og rauði öryggisventillinn (4)
fellur aftur niður, er hitinn í pottinum enn næstum
100°C.
5. Ýttu á hnappinn (3) sem opnar lokið og snúðu því
rangsælis á sama tíma, þar til hringurinn á lokinu
vísar á hringinn á handfangi loksins (1). Athugaðu!
Um leið og þú ýtir á hnappinn (3) sem opnar lokið
gæti afgangsgufa komið út.
6. Fjarlægðu lokið af pottinum.
Aðferð 2: Orkusparnaður
Aðferð 2 krefst þess að slökkt sé undir
hraðsuðupottinum nokkrum mínútum áður en
eldunartíma er lokið og potturinn látinn standa áfram
á hellunni. Þá nýtist allur hitinn og þú sparar orku.
1. Bíddu þar til þrýstingurinn er orðinn jafn í
pottinum og rauði öryggisventillinn (4) fellur aftur
niður. Athugaðu! Þegar öryggisventillinn (4) fellur
aftur niður, er hitinn í pottinum enn 100°C.
2. Ýttu á hnappinn (3) sem opnar lokið og snúðu því
rangsælis á sama tíma, þar til hringurinn á lokinu
vísar á hringinn á handfangi loksins (1). Athugaðu!
Um leið og þú ýtir á hnappinn (3) sem opnar lokið
gæti afgangsgufa komið út.
3. Fjarlægðu lokið af pottinum.
Aðferð 3: Tímasparnaður
Aðferð 3 krefst þess að þú fjarlægir hraðsuðupottinn
af hellunni um leið og eldunartíma er lokið. Til að
geta opnað lokið strax þarf að létta handvirkt á
þrýstingnum í pottinum. Þessi aðferð sparar aðallega
tíma.
1. Haltu hraðsuðupottinum undir rennandi vatni
þar til öryggisventillinn (4) fellur aftur niður
(þrýstingurinn á vatninu má ekki vera mikill).
Varúð! Gættu þess að vatnsbunan renni ekki beint
á þrýstingsmælinn (8) eða öryggisventilinn (4) þar
sem vatnið gæti borist í matvælin og þynnt þau út.
2. Ýttu á hnappinn (3) sem opnar lokið og snúðu því
rangsælis á sama tíma, þar til hringurinn á lokinu
vísar á hringinn á handfangi loksins (1). Athugaðu!
Um leið og þú ýtir á hnappinn (3) sem opnar lokið
gæti afgangsgufa komið út.
3. Fjarlægðu lokið af pottinum.
6.Þrifoggeymsla
Einfalt er að þrífa og hirða um hraðsuðupottinn. Til að
hægt sé að njóta hans um árabil, ætti alltaf að fylgja
eftirfarandi leiðbeiningum um þrif.
Tíðni þrifa:
Aðgerð Tíðni
Þrif á potti 10 Eftir hverja notkun
Þrif á þrýstingsmæli 8 Þegar óhreint
Þrif á loki 5 Eftir hverja notkun
Þrif á þéttihring 6 Eftir hverja notkun
Skipt um þéttihring 6 Eftir þörfum. Hafðu
samband við IKEA
verslunina til að fá nánari
upplýsingar.
Svonaerhraðsuðupotturinnþrinn
Þvoðu alltaf hraðsuðupottinn eftir notkun.
Hraðsuðupottinn ætti alltaf að þvo í höndunum.
Notið ekki stálull eða annað sem gæti rispað
yrborðið.