114
LEIÐBEININGAR UM FÖRGUN
Dispose of
Properly
Þegar ákveðið hefur verið að farga elements
TM
obturation unit skal skila henni aftur til
SybronEndo til umhverfisvænnar endurvinnslu. Hafið samband við sölufulltrúa til að
fá nánari upplýsingar. Samkvæmt tilskipun um raf- og rafeindatækjaúrgang (WEEE)
er óheimilt að farga raf- og rafeindatækjaúrgangi sem óflokkuðum heimilis- og
rekstrarúrgangi og honum þarf að safna saman og endurvinna eða farga sérstaklega.
Hættuleg efni eru til staðar í raf- og rafeindatækjum sem geta verið skaðleg heilsu manna
og umhverfinu. Farga skal raftækjum samkvæmt reglugerðum á hverjum stað.
Uppruni: SybronEndo
200 S. Kraemer Blvd.
Brea, CA 92821 BNA
1-800-KERR-123
www.sybronendo.com
TÆKNILÝSINGAR
STÆRÐARMÁL/ÞYNGD
Stjórnborð elements
TM
obturation unit: Þyngd: 0,93 kg
Hæð: 153 mm
Breidd: 179 mm
Dýpt: 133 mm
Extruder Handpiece: Þyngd: 0,23 kg
Ytra þvermál: 24 mm
Lengd: 193 mm
System B Handpiece: Þyngd: 0,14 kg
Ytra þvermál: 19 mm
Lengd: 173 mm
Flokkun: IEC 60601-1, flokkur II, kemst í snertingu við sjúkling, gerð B
Virkni: Samfelld notkun
Stig öryggisviðbúnaðar í viðurvist eldfimrar blöndu svæfingarlyfja: Einingin hentar ekki til notkunar nálægt
eldfimum blöndum svæfingarlyfja með lofti, súrefni eða nituroxíði.
Geymslu- og flutningsskilyrði: Notkunarskilyrði:
–10 °C (14 °F)
40 °C (104 °F)
Hitastig
10 °C (50 °F)
35 °C (95 °F)
Hitastig
10%
95%
Rakastig
30%
75%
Rakastig
500 hPa
1400 hPa
Loftþrýstingur
697 hPa
1013 hPa
Loftþrýstingur
0–10.000 fet
Hæðartakmarkanir
Gerð: elements
TM
obturation unit
Aflgjafi:
INNTAK: 100-240 V 47-63 Hz 1,35-0,53 A
ÚTTAK: 24 V 2,08 A að hámarki
Verkunarmáti, tímasetning: ±1 sekúnda
UPPLÝSINGAR UM ÁBYRGÐ
VÖRUSKIL OG ÁBYRGÐ
Einingin er hönnuð til að endast vel og starfa með fyrirsjáanlegri virkni. Einingin er seld með eins árs ábyrgð.
Ef einingin starfar ekki rétt skal hafa samband við þjónustufulltrúa SybronEndo í síma 800-346-3636. Utan
Bandaríkjanna skal hafa samband við þjónustudeild í síma +1-714-516-7979 eða hafa samband við næsta sölu-
eða dreifingaraðila til að skipuleggja vöruskil/viðgerðir í samráði við SybronEndo. Þegar ábyrgðartímabilið er
liðið er viðgerðarþjónusta tiltæk gegn því að viðskiptavinur greiði sjálfur kostnaðinn. Hægt er að fylgja sömu
aðferðum við vöruskil (RMA).
Eingöngu SybronEndo eða viðurkenndum aðilum er heimilt að sinna viðgerðum sem falla undir ábyrgð og
ávallt skal nota upprunalega varahluti. Viðurkenndir þjónustuaðilar hafa aðgang að öllum nauðsynlegum
tæknilegum upplýsingum til að tryggja að viðgerðir fari rétt fram. Viðgerðir sem ekki eru framkvæmdar af
viðurkenndum aðilum fella ábyrgðina úr gildi.
1. Hægt er að leysa úr ýmsum vandamálum gegnum síma. Ekki hika við að hafa samband ef vandamál
koma upp við notkun einingarinnar.
2. Hafið samband við okkur til að fá heimildarnúmer fyrir vöruskil (RMA-númer) ef skila þarf vöru.
3. Þegar einingin er flutt eða geymd skal nota upprunalegar umbúðir. Ef upprunalegar umbúðir og/eða
frauðpakkning er ekki tiltæk skal hafa samband við SybronEndo til að fá upplýsingar um hvernig ganga
skal frá vörunni til sendingar. Skemmdir sem verða við flutning vegna þess að vörunni var ekki pakkað
rétt falla ekki undir ábyrgð.
4. Merkið allar ytri umbúðir með heimildarnúmeri fyrir vöruskil, nafni eiganda, heimilisfangi og
símanúmeri.
5. Ábyrgðin nær ekki yfir flutningskostnað.
FYRIRVARI
Ábyrgð SybronEndo, sem framleiðanda raftækja til lækninga, nær aðeins til tæknilegra öryggiseiginleika
tækisins ef viðhald og viðgerðir eru framkvæmdar af SybronEndo eða viðurkenndum aðilum með
upprunalegum varahlutum.
Af öryggisástæðum skal nota þessu vöru með aukahlutum sem framleiddir eru og seldir af SybronEndo.
Sérhver notkun ósamþykktra aukahluta er á ábyrgð notanda og fellir ábyrgðina úr gildi, hið sama á við ef
notkunarleiðbeiningum er ekki fylgt.
SybronEndo ber enga ábyrgð á rangri sjúkdómsgreiningu vegna mistaka notanda eða bilunar í búnaði.