113
SÆFING:
• Komið hitatengi/hitaprófunaroddi fyrir tannkviku fyrir í sæfingarpoka sem hentar til
gufusæfingar.
• Fyrir hitatengi/hitaprófunarodd fyrir tannkviku skal nota einfalda sæfingarlotu (með
þyngdarafli) við 121 °C (250 °F) í 30 mínútur og að því loknu 30 mínútna þurrktíma, eða
vélræna sæfingarlotu (með lofttæmi) við 132 °C (270 °F) í 4 mínútur og að því loknu 20 mínútna
þurrktíma, eins og greint er frá í töflunni: Ráðlagðar aðferðir við sæfingu.
EXTRUDER- OG SYSTEM B-HLÍFAR
Extruder- og System B-hlífar þarf að hreinsa og sæfa eftir hverja notkun.
HREINSUN:
• Fjarlægja skal hlífarnar af handstykkjunum fyrir hreinsun og sæfingu.
• Athugið: Ekki má fjarlægja silíkonslíðrið af hlífum handstykkja.
• Strjúka skal yfir Extruder- og System B-hlífarnar með klút sem vættur hefur verið með algengri
mildri hreinsilausn með alkóhóli, án slípiefna. SybronEndo mælir með notkun CaviCide.
• Notið bómullarpinna eða lítinn mjúkan bursta sem vættur hefur verið með CaviCide til að
fjarlægja óhreinindi sem hafa hugsanlega safnast upp við samskeyti (t.d. milli silíkonslíðurs
og aðalhluta hlífarinnar)
• Endurtakið með nýjum klút þar til engin óhreinindi sjást á klútnum. Eftir að óhreinindi hafa
verið fjarlægð skal skola hlífarnar með hreinu rennandi vatni í að minnsta kosti 30 sekúndur til
að fjarlægja allar leifar hreinsiefna.
• Skoðið Extruder- og System B-hlífarnar vel til að tryggja hreinleika og með tilliti til skemmda
eða mengunar. Ef einhver mengun er sýnileg skal endurtaka hreinsunarskrefin.
• Þurrkið með hreinum lófríum klúti þar til enginn raki er sýnilegur.
SÆFING:
• Komið hlífum handstykkjanna fyrir í sæfingarpoka sem hentar til gufusæfingar. Fyrir hlífar
handstykkja skal nota einfalda sæfingarlotu (með þyngdarafli) við 121 °C (250 °F) í 30 mínútur
og að því loknu 30 mínútna þurrktíma, eða vélræna sæfingarlotu (með lofttæmi) við 132 °C (270
°F) í 4 mínútur og að því loknu 20 mínútna þurrktíma, eins og greint er frá í töflunni: Ráðlagðar
aðferðir við sæfingu.
BEYGJUVERKFÆRI HYLKISNÁLAR
Beygjuverkfæri hylkisnálar þarf að hreinsa og sæfa eftir hverja notkun.
HREINSUN:
• Undirbúið úthljóðsbað með ensímhreinsilausn í þeirri þéttni og við það hitastig sem
framleiðandi ensímlausnarinnar tilgreinir.
• Látið beygjuverkfæri hylkisnálar liggja í úthljóðsbaðinu í 10 mínútur.
• Takið beygjuverkfæri hylkisnálar úr baðinu og skolið með hreinu rennandi vatni í að minnsta
kosti 30 sekúndur.
• Skoðið vel til að tryggja hreinleika og með tilliti til skemmda eða mengunar.
• Ef einhver mengun er sýnileg skal endurtaka hreinsunarskrefin þar til engin mengun er sýnileg.
• Þurrkið með hreinum lófríum klúti þar til enginn raki er sýnilegur.
SÆFING:
• Komið beygjuverkfæri hylkisnálar fyrir í sæfingarpoka sem hentar til gufusæfingar. Fyrir
beygjuverkfæri hylkisnálar skal nota einfalda sæfingarlotu (með þyngdarafli) við 121 °C (250 °F)
í 30 mínútur og að því loknu 30 mínútna þurrktíma, eða vélræna sæfingarlotu (með lofttæmi)
við 132 °C (270 °F) í 4 mínútur og að því loknu 20 mínútna þurrktíma, eins og greint er frá í
töflunni: Ráðlagðar aðferðir við sæfingu.
Ráðlagðar aðferðir við sæfingu
Sæfing með gufu
Lota Tilfærsla með þyngdarafli* Forlofttæmi
Hitastig (°C) 121 °C (250 °F) 132 °C (270 °F)
Útsetningartími (mínútur) 30 mínútur 4 mínútur
Þurrktími (mínútur) 30 mínútur 20 mínútur
*Sæfingaraðferðir fyrir hlífar og beygjuverkfæri hylkisnálar voru vottaðar í fullu hólfi með einfaldri
gufusæfingu (með þyngdarafli).
GEYMSLA:
• Eftir sæfingu skal koma FDA-samþykktum sæfingarpokunum með búnaðinum í fyrir á þurrum
og dimmum stað, svo sem í lokuðum skáp eða skúu.
• Fylgið leiðbeiningum frá framleiðanda FDA-samþykktu sæfingarpokanna hvað varðar
geymsluaðstæður og hámarksgeymslutíma.