EasyManua.ls Logo

SybronEndo Elements - Page 107

SybronEndo Elements
110 pages
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
112
SJÁLFGEFNUM HLJÓÐSTILLINGUM BREYTT
elements
TM
obturation unit er með þrjár mismunandi hljóðstillingar. Í töflunni hér á eftir er yfirlit yfir hljóðin
sem tengjast mismunandi atvikum í hverri stillingu. Til að fara á milli vísa fyrir hljóðstyrk , hljóðstillingu
og uppsetningarstillingu er ýtt endurtekið á hnappinn þar til viðkomandi valmöguleiki byrjar
að blikka.
1. Kveikið á einingunni með því að ýta á hnappinn .
2. Ýtið á hnappinn , þá blikkar á skjánum. Ýtið á (+) eða (-) hnappinn þar til æskilegum
hljóðstyrk er náð.
Ýtið á hnappinn til að fara í hljóðuppsetningarstillingu, þá blikkar , eða . Ýtið á (+) eða
(-) hnappinn þar til æskilegri hljóðstillingu er náð. Taflan yfir hljóðstillingar sýnir hvaða hljóð eru virk í hverri
stillingu. Ef óskað er eftir að sleppa hljóði skal stilla hljóðstyrkinn niður í samræmi við það.
ATHUGIÐ: Ýtið á og haldið hnappinum inni í tvær sekúndur til að vista valinn hljóðstyrk eða
hljóðstillingu. Ef engin virkni er á stjórnborðinu í fimm sekúndur fer einingin úr hljóðuppsetningarstillingunni
og aftur í vinnustillingu.
TAFLA YFIR HLJÓÐSTILLINGAR
ATVIK HEITI HLJÓÐMERKIS VIRKT Í STILLINGUM: 1 2 3
1 Ýtt á hvaða hnapp sem er
Hljóðmerki sem heyrist í hvert sinn sem notandi ýtir á hnapp á stjórnborði og
handstykki.
2 Extruder stilltur á engan hita
Hljóðmerki heyrist þegar ýtt er á hnapp fyrir engan hita á hnappaborðinu.
3 Forhitun Extruder hafin
Hljóðmerki heyrist þegar ýtt er á hnapp fyrir forhitun á hnappaborðinu.
4 Tímalokun forhitunarhnapps Extruder
Hljóðmerki heyrist sem gefur notanda til kynna þegar tímastilling hitara þrýstimó-
tara er liðin. (Hefðbundin gúttaperka-stilling gefur 15 mínútur fram að tímalokun)
5 Ógildur hnappur valinn
Hljóðmerki sem gefur til kynna að ógildur hnappur var valinn í uppsetningars-
tillingu.
6 5- og 10-sekúndna tímastillar fyrir þéttingu í System B
Í þéttistillingu hefur kerfið tvo tímastilla þegar slökkt er sjálfvirkt eða þegar hnappi
á handstykki er sleppt. Kerfið gefur frá sér eitt hljóðmerki eftir 5 sekúndur og tvö
hljóðmerki eftir 10 sekúndur þegar hitari slekkur á sér (þegar hnappi á handstykki
er sleppt eða þegar slökkt er sjálfvirkt).
7 Extruder hefur náð hitastigi
«Zing»-hljóð við lok forhitunarlotu gefur notanda til kynna að þrýstimótari hefur
náð markhitastigi.
8 Extruder-stilling virk
Suðhljóð heyrist þegar mótor þrýstimótara er í gangi.
9 Tómt hylki í Extruder
«Ding»-hljóð þegar mótor þrýstimótara er í fremstu stöðu gefur notanda til kynna
að hylki sé orðið tómt.
10 Afl á einingu
Hljóðmerki heyrist þegar ýtt er á aflhnappinn.
11 Endurstilling sjálfgilda
Hljóð sem gefur til kynna að sjálfgefnar stillingar hafi verið endurstilltar.
12 Rangt hitatengi
Viðvörun frá System B um að oddar notaðir í þéttistillingu, bakfyllingarstillingu eða
brennslustillingu virki ekki sem skyldi eða að hitaprófunaroddur fyrir tannkviku
sé ekki til staðar.
13 Nýtt hitastig vistað
Þegar sjálfgefnu hitastigi í System B er breytt og það vistað.
14 Extruder hefur ekki náð lágmarkshitastigi
Hátíðnihljóð heyrist þegar notandi reynir að virkja handstykki þrýstimótara áður en
oddurinn hefur náð lágmarkshitastigi.
15 System B Handpiece virkt
Suðhljóð heyrist þegar System B-hitari er virkur.
16 Tímalokun fyrir System B Handpiece
«Clink»-hljóð heyrist samhliða því að virkjunarhnappi handstykkis er sleppt eða
System B-lotu lýkur.
ENDURSTILLT Á SJÁLFGEFNAR STILLINGAR
Ýtið endurtekið á hnappinn þar til vísirinn byrjar að blikka neðst í hægra horni skjásins til að
endurstilla á sjálfgefnar stillingar. Ýtið strax á + á hnappinum einu sinni. vísirinn breytist í
og byrjar að blikka. Ýtið strax á hnappinn og haldið honum inni í tvær sekúndur. Einingin endurstillist á
sjálfgefnar stillingar, þ.m.t. stilling á hljóði, hljóðstyrk og forstillt hitastig.
Ef engin virkni er á stjórnborðinu í fimm sekúndur fer einingin úr uppsetningarstillingunni og aftur í vinnustillingu.
Þegar einingin fer úr uppsetningarstillingu hverfa vísarnir
, og .
SLÖKKT Á EININGUNNI
Ýtið á hnappinn til að slökkva á einingunni.
HREINSUN OG SÆFING
Hreinsið elements
TM
obturation unit, Buchanan-hitatengi, hitaprófunarodd fyrir tannkviku, beygjuverkfæri
hylkisnálar og hlífarnar fyrir Extruder og System B strax eftir notkun hjá hverjum sjúklingi með því að fylgja
eftirfarandi hreinsunarskrefum sem ætlað er að koma í veg fyrir að óhreinindi og mengunarefni þorni og
festist á þeim.
Fyrir hreinsun skal skoða ofangreinda íhluti með tilliti til skemmda á borð við sprungur, afmyndun og tæringu,
en slíkar skemmdir gefa vísbendingar um að ekki sé fyllilega öruggt að endurnýta tækin.
Ekki er mælt með að nota sjálfvirk hreinsitæki til hreinsunar ofangreindra íhluta.
Takið hitatengi og notuð gúttaperkahylki af viðkomandi handstykkjum.
Fargið hönskum varlega, skolið og sótthreinsið hendur með viðeigandi sótthreinsilausn og notið
nýtt par af hönskum.
Fylgið hefðbundnum varúðarreglum frá framleiðanda um notkun persónuhlífa við notkun
hreinsiefna/sótthreinsilausna.
ATHUGIÐ: Nota skal sæfingarpoka sem samþykktir hafa verið af FDA (Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna)
og fylgja skal ráðlögðum aðferðum við sæfingu.
Heilbrigðisstofnanir bera ábyrgð á að sæfingarbúnaður sé kvarðaður í samræmi við handbækur og
tæknilýsingar frá framleiðanda. Að auki bera heilbrigðisstofnanir ábyrgð á að veita starfsfólki sínu þjálfun í
réttum sæfingaraðferðum og smitvarnaraðgerðum.
STJÓRNBORÐ elements
TM
obturation unit
Í stjórnborði elements
TM
obturation unit eru næmar rafrásir, því má ekki gufusæfa búnaðinn þar sem slíkt
skemmir hann.
HREINSUN:
Strjúka skal yfir grunneininguna með klút sem vættur hefur verið með algengri mildri
hreinsilausn með alkóhóli, án slípiefna. SybronEndo mælir með notkun CaviCide.
Endurtakið með nýjum klút þar til engin óhreinindi sjást á klútnum.
Skoðið grunneininguna vel til að tryggja hreinleika og með tilliti til skemmda eða mengunar. Ef
einhver mengun er sýnileg skal endurtaka hreinsunarskrefin.
Ekki má dýfa tækinu í vökva eða láta vökva komast inn í grunneininguna.
EXTRUDER- OG SYSTEM B-HANDSTYKKI
Í Extruder- og System B-handstykkjunum eru næmar rafrásir, því má ekki gufusæfa búnaðinn þar sem slíkt
skemmir hann.
HREINSUN:
Fjarlægja skal hlífar handstykkjanna af handstykkjunum fyrir hreinsun.
Hreinsið handstykkin og snúrurnar með klút sem vættur hefur verið með algengri mildri
hreinsilausn með alkóhóli, án slípiefna. SybronEndo mælir með notkun CaviCide.
Endurtakið með nýjum klút þar til engin óhreinindi sjást á klútnum.
Skoðið Extruder- og System B-handstykkin vel til að tryggja hreinleika og með tilliti til skemmda
eða mengunar. Ef einhver mengun er sýnileg skal endurtaka hreinsunarskrefin.
Ekki má dýfa tækinu í vökva eða láta vökva komast inn fyrir ytra byrðið.
BUCHANAN-HITATENGI OG HITAPRÓFUNARODDUR FYRIR TANNKVIKU
Hitatengi og hitaprófunarodda fyrir tannkviku þarf að hreinsa og sæfa eftir hverja notkun. Notkunarleiðbeiningar
sem fylgja hverju hitatengi gefa upplýsingar um endurnýtingu hitatengja.
HREINSUN:
Takið hitatengi/hitaprófunarodd fyrir tannkviku af System B Handpiece.
Hreinsið með vatni og mildu hreinsiefni án slípiefna, svo sem uppþvottalegi, og mjúkum bursta
þar til öll sýnileg óhreinindi hafa verið fjarlægð.
Skolið með hreinu rennandi vatni í að minnsta kosti 30 sekúndur.
Skoðið vel til að tryggja hreinleika og með tilliti til skemmda eða mengunar.
Ef einhver mengun er sýnileg skal endurtaka hreinsunarskrefin þar til engin mengun er sýnileg.
Þurrkið með hreinum lófríum klúti þar til enginn raki er sýnilegur.

Related product manuals