111
SYSTEM B HANDPIECE
BUCHANAN-HITATENGI/HITAPRÓFUNARODDUR FYRIR TANNKVIKU SETTUR UPP
Setjið hitatengi/hitaprófunarodd fyrir
kviku í System B Handpiece eins og
sýnt er á myndinni. Hitatengið rennur
einfaldlega inn í sexhyrndu róna á
oddinum. Ekki má nota hitatengi
með elements obturation unit nema
sexhyrnda róin sé einnig notuð með.
SYSTEM B-STILLING VALIN
Ýtið á stillihnappinn fyrir viðkomandi stillingu (fyrir þéttistillingu, bakfyllingarstillingu, hitaprófunarstillingu
fyrir tannkviku eða brennslustillingu). Í töflunni hér á eftir má finna yfirlit yfir hitastig, hitasvið og
hámarkstímalengd sem á við fyrir hverja stillingu. Nota skal hitatengi fyrir þétti-, bakfyllingar- og
brennslustillingu. Nota skal hitaprófunarodd fyrir tannkviku í hitaprófunarstillingu fyrir tannkviku.
Stilling Tákn
Forstillt hitastig
(°C)
Hita-
svið (°C)
Tími (sekún-
dur)
Hitaprófun á
tannkviku
200 140–400 60
Brennsla
600 600 5
Bakfylling
100 100 15
Þétting
200 140–400 4
Þegar stilling hefur verið valin sýnir einingin völdu stillinguna og forstillt hitastig hennar.
HITASTIGI BREYTT
ATHUGIÐ: Aðeins er hægt að breyta hitastigi í þéttistillingu og hitaprófunarstillingu fyrir tannkviku
Ef óskað er eftir öðru hitastigi en forstilltu hitastigi er hægt að nota hnappana
(+) eða (-) til að breyta
hitastiginu á oddi hitatengisins í 5 gráðu skrefum. Með því að halda hnappinum (+) eða (-) inni í tvær
sekúndur er hægt að skruna að æskilegu hitastigi sem birtist á skjánum. Með því að halda stillihnappi
viðkomandi stillingar inni í fjórar sekúndur er hægt að vista hitastigið sem forstillt hitastig fyrir þá stillingu.
Nýja forstillta hitastigið helst inni þar til því er breytt aftur handvirkt eða stillt er á sjálfgefnar stillingar. Ef
hnappur fyrir aðra stillingu er valinn áður en nýja hitastigið er vistað skiptir einingin yfir í þá stillingu og nýja
hitastigið vistast ekki.
SYSTEM B HANDPIECE VIRKJAÐ
Kveikið á System B Handpiece utan munns fyrir notkun með því að ýta og halda hnappi þess inni. Ef hitatengið
er rétt uppsett kviknar LED-gaumljósið á handstykkinu og vísir viðkomandi stillingar blikkar hratt. Hitatengið
helst aðeins heitt á meðan stutt er á hnappinn. Til að koma í veg fyrir ofhitnun hefur hver stilling ákveðna
forstillta tímalengd sem kemur fram í töflunni hér að ofan. Ef halda þarf áfram hitun eftir forstillta tímann
verður að virkja handstykkið aftur. Sjálfvirka skynjunarrásin birtir ef rangur oddur hefur verið settur á
(með hliðsjón af valdri stillingu) og mun ekki virka fyrr en réttur oddur hefur verið settur á. birtist líka
ef slitinn oddur greinist.
ATHUGIÐ: Nauðsynlegt er að gufusæfa hitatengi fyrir hverja notkun. Sjá leiðbeiningar í kaflanum „Hreinsun
og sæfing“.
EXTRUDER HANDPIECE
EXTRUDER HANDPIECE – HYLKI SETT Í OG TEKIÐ ÚR
• Áður en hylki er komið fyrir
skal ýta á hnappinn til
að kvarða handstykkið.
• Setjið nýtt lokunarhylki inn í
handstykkið með því að ýta
stærri enda hylkisins inn í
handstykkið og snúa því réttsælis
einn fjórða úr hring þannig
að það festist í handstykkinu.
Fjarlægið hylkið með því að snúa
lásrónni rangsælis til að losa
hana. Togið hylkið síðan út úr
handstykkinu. Að þessu loknu má
fleygja hylkinu.
• Til að skipta um hylki áður en
það hefur tæmst alveg skal ýta
á hnappinn , sem færir
stimpilinn aftur. Meðan stimpillinn
er að færast aftur blikka báðir
vísarnir á skjánum og
vísirinn verður stöðugur þegar
stimpillinn hefur verið færður alla
leið aftur.
ATHUGIÐ: Þegar handstykki þrýstimótara er aftengt frá stjórnborði sést táknið á vísi fyrir hitastig.
VIÐVÖRUN: Þegar tekið er um tómt þrýstimótunarhylki skal aðeins snerta lásróna úr plasti. Aðrir
hlutar hylkisins geta verið heitir og valdið alvarlegum brunasárum.
90°
KVEIKT Á EXTRUDER-HITUN
Ýtið á hnappinn eða virkjunarhnappinn á
þrýstimótunarhandstykkinu. Hlutar af blikka reglubundið á
skjánum meðan á forhitun stendur, það ætti að taka um það bil 45
sekúndur. Hlutar hitamælisins á skjánum litast smám saman eftir
því sem hitastigið hækkar. Þegar forhitun er lokið eru vísarnir
og á skjánum alveg litaðir. Hitastiginu verður viðhaldið í 15
mínútur fyrir gúttaperka. Að því loknu verður slökkt á hitun, vísirinn
hverfur og handstykkið verður óvirkt. Einnig er hægt að slökkva á
hitaranum hvenær sem er með því að ýta á hnappinn . Þegar
ýtt er á hnappinn birtist á skjánum. Ýtið aftur á Extruder-
stillihnapp fyrir engan hita til að fara úr stillingu fyrir engan
hita. Hlutar hitamælisins taka mið af raunverulegu hitastigi. Hægt
er að kveikja aftur á hitaranum hvenær sem er með því að ýta aftur á hnappinn eða á virkjunarhnapp
Extruder Handpiece. Ef ýtt er á hnappinn meðan kveikt er á hitara er hitun gerð óvirk.
ÞRÝSTIMÓTUNARHRAÐI STILLTUR
HÆGT – Stillið þrýstimótunarhraðann með hnappinum . Gangið úr skugga um að birtist á
skjánum. Þegar forhitun er lokið er hægur þrýstimótunarhraði virkjaður með því að ýta á efri eða neðri
virkjunarhnapp handstykkisins.
MIÐLUNGSHRAÐI – Stillið þrýstimótunarhraðann með hnappinum . Gangið úr skugga um að
birtist á skjánum. Þegar forhitun er lokið er miðlungs þrýstimótunarhraði virkjaður með því að ýta á
neðri virkjunarhnapp handstykkisins.
HRATT – Stillið þrýstimótunarhraðann með hnappinum . Gangið úr skugga um að birtist á
skjánum. Þegar forhitun er lokið er hraður þrýstimótunarhraði virkjaður með því að ýta á efri virkjunarhnapp
handstykkisins.
GÚTTAPERKA ÞRÝST ÚT
Kveikið á þrýstimótaranum með því að ýta á annan hvorn hnappinn á handstykkinu. Mótor þrýstimótarans fer
í gang og LED-ljós kviknar á handstykkinu ásamt því að blikkar. Áður en nálin er sett í rótargöngin skal
virkja þrýstimótarann með hnappinum á handstykkinu þar til efni kemur út um nálaropið. Þegar hnappinum
er sleppt hættir gúttaperka að þrýstast út. Þá má koma þrýstimótaranum fyrir í rótargöngunum til lokunar.
Ef slökkt er á handstykkinu áður en hylkið hefur tæmst
mun stimpillinn færast svolítið til baka til að koma í veg
fyrir að umframefni leki út úr nálinni. Þegar hylkið er tómt
birtist og stimpillinn dregst sjálfkrafa til baka. Á
handstykkinu er vélrænn „mælir“ sem gefur til kynna það
magn af gúttaperka sem eftir er í hylkinu, eins og sýnt er
á myndinni.