110
VARÚÐ: Þetta tæki hefur verið rannsakað með hliðsjón af öryggisvernd gegn raflosti og eldhættu,
ásamt rafsegulssviðssamhæfi (EMC). Tækið hefur ekki verið rannsakað með hliðsjón af öðrum
lífeðlisfræðilegum áhrifum. Hafið samband við SybronEndo til að fá frekari upplýsingar og svör um
raföryggi eða rafsegulsviðssamhæfi.
AUKAVERKANIR
Engar þekktar.
LEIÐBEININGAR SKREF FYRIR SKREF
FYRSTA UPPSETNING
1. Stingið snúru Extruder Handpiece í viðeigandi rafmagnstengi hægra megin á framhlið einingarinnar
þannig að tengið hitti á rauðu punktamerkingarnar.
2. Stingið snúru System B Handpiece í viðeigandi rafmagnstengi vinstra megin á framhlið einingarinnar
þannig að tengið hitti á rauðu punktamerkingarnar.
3. Stingið réttri snúru sem hentar fyrir rafveitu viðkomandi lands í tengið á elements
TM
Obturation Power
Supply.
4. Stingið rafmagnssnúrunni í samband við vegginnstungu.
5. Stingið aflgjafanum í samband við tengið aftan á einingunni.
KVEIKT Á TÆKINU
KVEIKIÐ á einingunni með því að ýta á hnappinn á einingunni eða hnappinn á öðru hvoru handstykkinu
í 2 sekúndur.
HLÍFAR FYRIR EXTRUDER- OG SYSTEM B HANDPIECE SETTAR Á/TEKNAR AF
Til að setja upp hlíf fyrir System B- eða Extruder-handstykki skal stilla merkingarnar saman og renna hlífinni
varlega upp á handstykkið þar til smellur finnst og heyrist. Til að taka hlífina af System B- eða Extruder-
handstykki skal halda um neðsta hluta handstykkisins með annarri hendi og nota hina hendina til að grípa um
hlífina og toga hana frá handstykkinu án þess að snúa henni.
LÝSING Á TÆKI
elements
TM
obturation unit sameinar System B
TM
Heat Source og fyrsta þrýstimótarann fyrir bakfyllingu sem
hlaðinn er með hylki. System B Handpiece leiðir hita frá hitatenginu með nákvæmri hita- og tímastýringu.
Extruder fyrir bakfyllingu notast við hefðbundin einnota elements
TM
Gutta Percha Cartridges. Mótorknúið kerfi
lokunareiningarinnar sér um að þrýsta út gúttaperkaefninu við nákvæmt hitastig og hraðastýringu.
ÁBENDINGAR FYRIR NOTKUN
elements
TM
obturation unit er ætluð til notkunar við tannlækningar með því að veita samfelldan hita í enda
tannlækningaáhalds til að prófa svörun tannarinnar við hitaáreiti, fyrir vefjabrennslu og storknun. Hún hentar
einnig fyrir bakfyllingar og þéttingu á gúttaperka við tannholsmeðferð í rótargöngum.
Auk þess er elements
TM
obturation unit notuð eingöngu til bakfyllingar með gúttaperka við lokun rótarganga
þegar einingin er í þrýstimótunarstillingu.
FRÁBENDINGAR
• Má ekki nota nálægt eldfimum deyfi- eða svæfingarlyfjum, svo sem blöndum með súrefni, lofti
og nituroxíði.
• EKKI má nota lokunareininguna hjá sjúklingi með gangráð.
• Notið ekki hjá sjúklingum með þekkt næmi fyrir kopar og gúmmílatexi.
• Áður en gúttaperka úr náttúrulegu gúmmílatexi er notað með þessu tæki skal kanna hvort
sjúklingur hafi næmi/ofnæmi fyrir náttúrulegu gúmmílatexi. Athugið: SybronEndo-gúttaperka
er ekki unnið úr náttúrulegu gúmmílatexi.
VARNAÐARORÐ
• System B-oddar og elements
TM
Gutta Percha Cartridges eru ætluð til að ná háu hitastigi. Forðast
verður óvænta snertingu við sjúkling og notanda til að koma í veg fyrir brunasár af slysni.
• Þegar skipt er um þrýstimótunarhylki í aðgerð getur hylkið verið heitt viðkomu. Takið aðeins
um tómt þrýstimótunarhylki með því að snerta lásróna úr plasti. Aðrir hlutar hylkisins geta verið
heitir og valdið alvarlegum brunasárum.
• Ekki má nota tækið nálægt vatni. Ef einingin kemst fyrir slysni í snertingu við vatn getur það
valdið raflosti, tækið getur skemmst og leitt til alvarlegra meiðsla eða dauða.
• Notið aðeins tilgreindan aflgjafa og rafmagnssnúrur frá SybronEndo með einingunni.
• Ef aðrir ósamþykktir aukahlutir eru notaðir með tækinu getur það valdið bilun og stefnt öryggi
sjúklinga í hættu.
• Ekki er leyfilegt að breyta þessum búnaði á nokkurn hátt.
• Upplýsingar um viðhald er að finna í kaflanum um ábyrgð.
VIÐVÖRUN: Þessi vara getur útsett notandann fyrir íðefnum, þ.m.t. blýi og blýsamböndum, sem
samkvæmt Kaliforníuríki getur valdið krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum skaðlegum
áhrifum á æxlun. Nánari upplýsingar má finna á www.P65Warnings.ca.gov.
VARÚÐARREGLUR
• Eindregið er mælt með notkun hlífðardúka fyrir tannlækningar við notkun þessa tækis.
• elements
TM
Gutta Percha Cartridges eru eingöngu ætluð til nota hjá einum sjúklingi.
• Aðeins hæft starfsfólk sem hlotið hefur þjálfun má nota tækið.
• Bandarísk alríkislög takmarka sölu og pöntun á þessu tæki við heilbrigðisstarfsfólk.
• Þegar það er ekki í notkun skal taka rafmagnsklóna úr sambandi við vegginnstungu til að
aðskilja eininguna frá rafmagni.
• Ekki má nota tækið á tennur með óþroskuð rótargöng eða þar sem toppur (e. apex) rótarganga
hefur skaðast af ofbeitingu tækja, nema ef búið er að þétta toppinn.
• Forðast skal að virkja System B Handpiece oft meðan það er notað inni í rótargöngum þar sem
langvarandi útsetning fyrir háum hita getur valdið skemmdum á vefjum í kringum tönnina
(tannrótarhulu eða beini).
• Þegar tækið er notað í hitaprófunarstillingu fyrir tannkviku skal setja litla kúlu af gúttaperka á
hitaprófunaroddinn áður en honum er beitt á tönn sjúklingsins. Ekki má setja hitaprófunaroddinn
beint á yfirborð tannarinnar.
• Ekki má sæfa hitatengið í efnasæfingartæki þar sem slíkt getur valdið tæringu á íhlutum þess.
VARÚÐ: Þetta tæki hefur verið prófað og samræmist takmörkunum fyrir rafsegulsviðssamhæfi
(EMC) samkvæmt tilskipun 93/42/EBE um lækningatæki. Þessum takmörkunum er ætlað að
veita hæfilega vernd gegn skaðlegri truflun við dæmigerða uppsetningu í lækningaskyni.
Tækið myndar útvarpsbylgjur og getur valdið skaðlegum truflunum í öðrum nálægum tækjum
ef það er ekki sett upp og notað í samræmi við þessar leiðbeiningar. Hins vegar er engin
trygging fyrir því að truflanir eigi sér ekki stað á tilteknu uppsetningarsvæði. Ef þetta tæki
veldur skaðlegum truflunum í öðrum tækjum, sem hægt er að skera úr um með því að slökkva
og kveikja á tækinu, er ráðlegt að reyna að bæta úr því með einhverri eftirfarandi ráðstafana:
• Snúa tækinu í aðra átt eða finna því aðra staðsetningu.
• Færa tækin sem um ræðir lengra frá hvort öðru.
• Tengja tækið í innstungu á annarri rás en hitt tækið/tækin eru tengd við.
• Hafið samband við þjónustudeild til að fá aðstoð við uppsetningu og stillingu tækisins.