EasyManua.ls Logo

Electrolux LRB3DE18S - Ábendingar Og Góð Ráð

Electrolux LRB3DE18S
40 pages
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
VARÚÐ!
Á meðan aðgerðinni stendur
skaltu alltaf hafa
loftunarskúffuna lokaða.
6. ÁBENDINGAR OG GÓÐ RÁÐ
6.1 Ábendingar um
orkusparnað
Skilvirkasta notkun orku er tryggð í
þeirri uppsetningu að skúffum í neðri
hluta heimilistækisins og.hillum sé
jafnt dreift. Staðsetning kassa í hurð
hefur ekki áhrif á orkunotkun.
Ekki opna hurðina oft eða hafa hana
opna lengur en nauðsyn krefur.
Ekki still á of háan hita til að spara
orku nema eiginleikar matarins krefjist
þess.
Ef umhverfishitastigið er hátt,
hitastýringin stillt á lágan hita og
heimilistækið fullhlaðið, getur verið að
þjappan sé stöðugt í gangi, en það
getur valdið því að hrím eða ís hlaðist
utan á eiminn. Í þessu tilfelli skaltu
setja hitastýringuna í átt að hærra
hitastigi til að leyfa sjálfvirka þíðingu
og spara orku á þann hátt.
Tryggðu gott loftflæði. Ekki hylja
loftræstiristarnar eða götin.
6.2 Ábendingar um kælingu á
ferskum matvælum
Góð hitastilling sem varðveitir ferska
matvöru er +4°C eða lægri.
Sé hærri hiti stilltur fyrir heimilistækið
getur það leitt til styttri endingartíma
fyrir matvælin.
Láttu umbúðir yfir matvælin til að
varðveita ferskleika þeirra og bragð.
Notaðu alltaf lokuð ílát fyrir vökva og
fyrir mat, til að forðast að lykt eða
bragð safnist í hólfið.
Til að forðast víxlmengun á milli
eldaðrar og óeldaðrar matvöru, skal
þekja eldaða matvöru og halda henni
aðskildri frá hrárri matvöru.
Mælst er til þess að matvörur séu
þíddar inn í kælinum.
Ekki stinga heitri matvöru inn í
heimilistækið. Gakktu úr skugga um
að matvaran hafi náð að kólna að
stofuhita áður en gengið er frá henni.
Til að koma í veg fyrir matarsóun skal
alltaf setja ný matvæli fyrir aftan þau
eldri.
6.3 Ábendingar um góða
kælingu
Ferskvöruhólfið er það sem er merkt
(á merkiplötunni) með .
Kjöt (af öllum gerðum): Pakka inn í
hentugar umbúðir og setja á
glerhilluna fyrir ofan
grænmetisskúffuna. Kjöt skal ekki
geyma lengur en 1-2 daga.
Ávextir og grænmeti: Hreinsa
vandlega (fjarlægja alla mold) og
geyma í sérstakri skúffu
(grænmetisskúffunni).
Ekki er æskilegt að geyma framandi
ávexti eins og banana, mangó,
papæjualdin, o.s.frv. í kæliskápnum.
Grænmeti, svo sem tómata, kartöflur,
lauk og hvítlauk, skal ekki geyma í
kæliskápnum.
Smjör og ostur: Setja í loftþéttar
umbúðir eða pakka inn í álpappír eða
pólýþen-poka til að útiloka eins mikið
loft og hægt er.
Flöskur: Loka með loki og setja í
flöskuhilluna í hurðinni, eða (ef til
staðar) í flöskurekkann.
Til að flýta fyrir kælingu matvara er
æskilegt að kveikja á viftunni. Virkjun
DYNAMICAIR gerir innra hitastigið
einsleitara.
Skoðaðu alltaf „best fyrir“ dagsetningu
varanna til að vita hversu lengi á að
geyma þær.
ÍSLENSKA 33

Other manuals for Electrolux LRB3DE18S

Related product manuals