WWW.WEBER.COM 15
Fylgdu öllum merkingum um HÆTTU, VIÐVARANIR og VARÚÐ og leiðbeiningunum í
eigandahandbókinni með Weber-grillinu þínu við notkun þessa tækis. Ef þú hefur ekki
eigandahandbókina handbæra skaltu hafa samband við þjónustufulltrúa á þínu svæði með því að
nota samskiptaupplýsingarnar á www.weber.com.
Sé ekki farið eftir merkingum um HÆTTU, VIÐVARANIR og VARÚÐ sem finna má í þessari eigandahandbók
kann það að leiða til alvarlegra slysa á fólki eða dauðsfalla, eða eldsvoða eða sprengingu sem veldur
eignatjóni.
VIÐVARANIR:
m Aðeins ætlaður til notkunar utanhúss.
m AÐEINS ætlaður til notkunar með Weber grillum af gerðunum Pulse 1000 og 2000. Ekki reyna að festa
aðrar vörur eða tækjabúnað við standinn.
m Aldrei skal færa grillið til á standinum þegar það er í notkun og/eða það er heitt.
m Röng samsetning getur skapað hættu. Fylgdu leiðbeiningunum um samsetningu í þessari handbók
vandlega.
m Sýndu skynsamlega aðgát við alla notkun á grillinu og standinum.
m Settu standinn upp á stöðugum, sléttum fleti utanhúss, áður en grillið er sett upp á hann. Aldrei má setja
standinn upp á hallandi yfirborði.
m Fjarlægðu grillið af standinum áður en hann er settur í skott á bíl, upp í skutbíl, stóran fjölskyldubíl,
jeppling (SUV), húsbíl (RV) eða í nokkuð annað geymslurými.
m Ekki flytja standinn ásamt grilli í uppréttri stöðu yfir ósléttan eða grófan flöt eða upp eða niður tröppur.
m Aldrei skal nota standinn sem tröppu eða stiga.
m Ekki nota standinn eða setja grill á hann ef einhverjir hlutar hans eru skemmdir eða þá vantar.
m Börn ættu aldrei að nota grillið. Aðgengilegir hlutar grillsins geta orðið mjög heitir. Haltu börnum,
öldruðum og gæludýrum fjarri grillinu þegar það er í notkun.
m Sýndu fyllstu aðgát við alla notkun á Pulse-grillinu þínu. Grillið hitnar við eldunar- og hreinsunaraðgerðir
og aldrei má færa það til eða skilja það eftir án eftirlits þegar það er í notkun.
m Aldrei má halla sér yfir opið grillið á meðan verið er að kveikja upp í því eða elda á því.
m Ekki ætti að hafa nein eldfim efni í um 60 cm (24 tommur) fjarlægð frá grillinu. Þetta á við um allar hliðar
grillsins, efsta hlutann, botninn, bakhliðina og hliðarnar.
m Ekki setja yfirbreiðslu eða nokkuð eldfimt á eða í geymslurýmið undir grillinu þegar það er í notkun eða
er heitt.
m Grillið má aðeins nota utandyra á vel loftræstu svæði. Ekki nota grillið inni í bílskúr, byggingu, tengibyg-
gingu eða nokkru öðru lokuðu rými.
m Ekki ætti að nota grillið undir þaki eða skyggni úr óeldvörðu, eldfimu efni.
m Notaðu grillið aðeins með þeim hætti sem lýst er í handbókinni. Röng notkun kann að valda eldsvoða,
raflosti eða slysum á fólki.
m Haltu eldfimum gufum og vökvum, svo sem bensíni, alkóhóli o.s.frv., og eldfimum efnum í öruggri fjarlægð
frá vinnusvæðinu.
m Ef kviknar í feiti skal leggja lokið niður, slökkva á grillinu og taka það úr sambandi við rafmagn. Hafa skal
grillið lokað þar til eldurinn hefur slokknað. Ekki má nota vökva til að slökkva eldsloga.
m Haltu rafmagnssnúrum í öruggri fjarlægð frá heitum flötum. Fylgdu leiðbeiningum um meðhöndlun snúra.
m Staðsettu rafmagnssnúruna fjarri svæðum sem mikið er gengið um. Staðsettu snúruna þannig að ekki sé
hætta á að togað verði í hana eða einhver hrasi um hana.
VARÚÐARÁBENDINGAR:
m VARÚÐ: Til að lágmarka hættu á eignatjóni og/eða slysum á fólki má ekki nota framlengingarsnúru nema
snúran samræmist tæknilýsingum sem finna má íþessari handbók.
ATHUGAÐU: Tengi við framlengingarsnúru verður að halda þurru.
ATHUGAÐU: Aðeins má nota leiðslu af stærðinni 14, með jarðtengdri kló sem hentar til notkunar fyrir tækjabúnað
utanhúss. Framlengingarsnúran má ekki vera lengri en 4metrar (13 fet). Skoðaðu framlengingarsnúruna
vel fyrir notkun og skiptu um hana ef hún er skemmd.
m VARÚÐ: Þetta grill er einungis ætlað til heimilisnota utanhúss. Ekki má nota það innanhúss eða við
matreiðslu í atvinnuskyni. Ekki skal nota það sem hitara.
m VARÚÐ: Láttu tækið kólna áður en það er fært til, hreinsað eða sett í geymslu.
m VARÚÐ: Þegar grillið er ekki í notkun ætti að taka hitastillinn úr því og geyma hann innanhúss.