EasyManua.ls Logo

Electrolux HOX650MF - Sveigjanlegt SpansuðusvæðI

Electrolux HOX650MF
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
6. SVEIGJANLEGT SPANSUÐUSVÆÐI
AÐVÖRUN!
Sjá kafla um Öryggismál.
6.1 FlexiBridge aðgerð
Sveigjanlega spansuðusvæðið
samanstendur af fjórum hlutum. Hægt er að
sameina hlutana í tvær eldunarhellur af
mismunandi stærð eða í eitt stórt
eldunarsvæði. Þú velur blöndu hlutanna með
því að velja viðeigandi stillingu fyrir stærð
eldunaráhaldsins sem þú vilt nota. Það eru
þrjár stillingar: Staðlað (virkjast sjálfkrafa
þegar þú virkjar helluborðið), Big Bridge og
Max Bridge.
Til að stilla hitann skaltu nota
stjórnstikurnar tvær vinstra
megin.
Skipt á milli stillinganna
Til að skipta á milli tveggja stillinga skaltu
nota skynjaraflötinn:
.
Þegar þú skiptir á milli
stillinganna færist hitastillingin
aftur á 0.
Þvermál og staða eldunaráhaldanna
Veldu stillinguna sem á við stærð og lögun
eldunaráhaldsins. Eldunaráhaldið ætti að
þekja valda svæðið eins vel og mögulegt er.
Settu eldunaráhaldið í miðjuna á valda
svæðinu!
Settu eldunaráhald með þvermál botns
minna en 160 mm í miðjuna á einum hluta.
100-160mm
Settu eldunaráhald með þvermál botns meira
en 160 mm í miðjuna á milli tveggja hluta.
> 160 mm
6.2 FlexiBridge Stöðluð stilling
Þessi stilling er virk þegar þú kveikir á
helluborðinu. Hún tengir hlutana saman í
tvær aðskildar eldunarhellur. Þú getur stillt
hitann fyrir hvert svæði sérstaklega. Notaðu
stjórnstikurnar tvær vinstra megin.
Rétt staða eldunaríláts:
ÍSLENSKA 81

Related product manuals