103
Skjár á hurð
Tæki þitt er búið eftirfarandi stýriaðgerðum (staðan er tilgreind á skjá í samræmi við myndir hér að neðan). Þegar tækið er
sett í gang í fyrsta sinn kviknar baklýsing skjás. Ha ekki verið þrýst á neinn takka og hurðir eru lokaðar slekkur baklýsingin
á sér.
Stýribúnaður
Stilling á hitastigi
Við mælum með að hitastig kæliskáps sé stillt á 5°C og
frystir á −18°C þegar kæliskápurinn er fyrst settur í gang.
Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan til að breyta hitastigi.
Varúð! Þegar þú stillir hitastigið þá ertu að stilla óskað
meðalhitastig fyrir allan ísskápinn. Hitastigið í einstökum
hólfum getur verið frábrugðið hitastiginu sem sýnt er á
skjánum en það veltur á því magni matvæla sem sett er í
þau og hvernig þeim er komið fyrir. Umhvershitastigið getur
líka haft áhrif á raunhitastigið inni í tækinu.
1. Kæliskápur
Þrýstu á kæliskápstáknið til að stilla hitastig kæliskápsins
(hægt er að stilla það á bilinu 2 til 8°C) (skjárinn sýnir gildin í
eftirfarandi röð).
2. Frystiskápur
Þrýstu á frystiskápstáknið til að stilla hitastig frystisins (hægt
er að stilla það á bilinu −15 til −25°C) (skjárinn sýnir gildin í
eftirfarandi röð).
3. Hamur
Hægt er að velja um þrjár stillingar með því að þrýsta á
stöðuhnappinn á skjánum (viðkomandi táknmynd lýsir).
Super Freeze
Super Freeze lækkar hitastigið í frystinum hratt svo matvæli
frystast fyrr. Þetta stuðlar að því að varðveita vítamín og
næringarefni í ferskum matvælum og heldur þeim ferskum
lengur.
• Þegar stillingin Super Freeze er valin kviknar ljósið og
frystirinn stillist á −25°C.
• Það tekur um 24 klst. að frysta allt í fullum frysti.
• Super Freeze slekkur sjálfkrafa á sér eftir 26 klukkustundir
(og frystirinn stillir sig á það hitastig sem áður var gilt).
Eco Energy
Þessi stilling setur frystinn í orkusparnaðarham (til að draga
úr orkunotkun þegar þú ert að heiman).
• Ljósið kviknar þegar Eco Energy er ræst. Frystirinn
viðheldur −17°C stigum og kæliskápurinn 6°C.
Holiday
Ef þú ert lengi að heiman í einu má ræsa þessa virkni.
• Ljósið kviknar þegar Holiday er ræst. Frystirinn viðheldur
−18°C stigum og kæliskápurinn 15°C. Mikilvægt! Ekki
geyma mat í kæliskápnum þegar slökkt er á honum.
4. ON/OFF
Þrýstu á þennan hnapp til að kveikja á eða slökkva á
tækinu.
• Þrýstu á on/o-hnappinn í 3 sekúndur (þegar hljóðmerki
hættir er slökkt á tækinu).
• Þrýstu á on/o-hnappinn í 1 sekúndu (þegar hljóðmerki
heyrist fer tækið í gang).
5. Viðvörun
• Ef hurð frystis eða kæliskáps er höfð opin í meira en 2
mínútur fer heyrist varúðarhljóð hurðar. Varúðarhljóð hurðar
fer í gang 3 sinnum á mínútu (og slökknar af því eftir 8
mínútur).
Haltu hurðinni opinni eins stuttan tíma og mögulegt er (til
að spara orku). Varúðarhljóð hurðar hættir þegar þú lokar
hurðinni.
8°C
−18°C
−17°C −16°C −15°C −25°C −24°C
−19°C −20°C −21°C −22°C −23°C
2°C 3°C 4°C
7°C 6°C 5°C