90
HÆttuR OG vIÐvARANIR
m ÖRYGGISTÁKN ( m ) gera vart um mikilvægar upplýsingar varðandi ÖRYGGI.
m Orðin HÆTTA, VIÐVÖRUN eða VARÚÐ verða notuð með ÖRYGGISTÁKNUM.
m HÆTTA táknar alvarlegustu hættuna.
m Vinsamlega lesið allar öryggisupplýsingar í þessari handbók áður en grillið er notað.
m HÆTTUR
m Ef ekki er farið eftir hættu-, viðvörunar- og varúðartilkynningum í þessum Leiðbeiningabæklingi getur það valdið alvarlegu
líkamstjóni eða dauða, báli eða sprengingu sem veldur eignatjóni.
m Ekki nota innandyra! Þetta grill er eingöngu ætlað til notkunar utandyra. Ef það er notað innandyra geta eiturgufur safnast upp
og valdið alvarlegu líkamstjóni eða dauða.
m Notið þetta grill eingöngu utandyra á vel loftræstu svæði. Notið ekki í bílskúr, húsi, yfirbyggðu sundi eða öðru lokuðu umhverfi.
m Notið þetta grill ekki undir eldfimu efni.
m Röng samsetning getur reynst hættuleg. Vinsamlegast fylgið samsetningarleiðbeiningum í þessum bæklingi. Notið ekki grillið
nema allir íhlutir séu á sínum stað. Tryggið að bæði sé öskusafnarinn rétt festur á fæturna undir grillbotninum og að rúmgóði
öskusafnarinn sé á sínum stað áður en kveikt er upp í grillinu.
m Ekki bæta kveikivökva eða grillkolum bleyttum í kveikivökva á heit eða volg grillkol. Eftir notkun skal setja tappann aftur á
kveikivökvaílátið, sem hafa skal í öruggri fjarlægð frá grillinu.
m Notið aldrei bensín, kveikivökva eða áfengi á kol. Notið aldrei sjálfkveikjandi kol af nokkru tagi.
m Það ætti að sýna eðlilega varkárni þegar sýslað er við grillið. Það verður heitt á meðan eldað er og ætti aldrei að vera án eftirlits
við notkun.
m Skiljið ekki ungabörn, börn eða gæludýr eftir án eftirlits nærri heitu grilli.
m Ekki reyna að færa heitt grill til.
m Ekki nota þetta grill nær en 150 cm. frá nokkru brennanlegu efni. Eldfim efni eru meðal annars, en takmarkast ekki við, timbur
eða timburpallar, sólpallar og verönd.
m Eldfim efni mega aldrei vera innan 60 cm. frá toppi, botni eða hliðum grillsins.
m Haldið eldfimum gufum og vökvum, svo sem og bensíni, alkóhóli, o.s.frv. og eldfimu efni frá matseldarsvæðinu.
m Ekki fjarlægja ösku fyrr en öll viðarkol eru alveg brunnin, slokknuð og grillið er orðið kalt.
m Látið ávallt kolin í Char-Baskets
™
kolakörfuna eða ofan á kolagrindina. Ekki láta kolin beint í grillbotninn.
m Ekki klæðast fatnaði með langar flaksandi ermar þegar kveikt er upp í eða grillið notað.
m Aldrei halla þér yfir opið grillið þegar er verið að kveikja á gasbrennaranum.
m Ekki nota grillið þegar vindasamt er.
m Ekki notað grillið ef gas lekur.
m Notið ekki eld til þess að athuga hvort gas leki.
m Ef gasbrennarinn hættir að virka við notkun skal skrúfa alveg fyrir kútinn. Fjarlægið lokið og bíðið í fimm mínútur áður en reynt
er að kveikja aftur með því að fylgja leiðbeiningum þessarar handbókar.
m Reynið ekki að aftengja þrýstijafnarann eða aðrar gasfestingar frá gaskútnum á meðan grillið er í notkun.
m Notið aðeins þrýstijafnarann sem fylgir með grillinu.
m VIÐVARANIR
m Fylgið leiðbeiningum sem eru fyrir þína tegund af gasgrilli um tengingu á þrýstijafnara.
m Geymið ekki auka eða ótengt einnota gashylki með fljótandi própangasi undir eða nálægt grillinu.
m Staðsetjið grillið ávallt á öruggu og sléttu undirlagi, fjarri eldfimum efnum.
m Leggið ekki ábreiðu eða annað eldfimt á grillið eða í geymslurýmið undir grillinu þegar það er í notkun.
m Fjarlægið alltaf lokið áður en kveikt er á gasbrennaranum, annað hvort handvirkt eða með kveikinum. Lokið verður að vera af
þar til kolin eru tilbúin.
m Aldrei skal snerta grill- eða kolagrindur, ösku, viðarkol eða grillið til að athuga hvort þau eru heit.
m Notið ekki hraungrjót eða steina í grillinu.
m Ekki nota vatn til að hafa hemil á blossum eða til að slökkva í grillkolum því að slíkt getur skemmt postulínsáferðina. Lokið að
nokkru loftgötum (lokum) í botni og setjið lokið á grillið.
m Slökkvið í kolunum þegar búið er að elda. Lokið öllum loftgötum (lokum) eftir að lokið er komið á grillið.
m Ávallt ætti að vera með grillhanska þegar eldað er, loftgötin (loftlokur) stillt, bætt við kolum og átt við hitamæli eða lok.
m Notið rétt grilláhöld með löngum hitaþolnum handföngum.
m Sumar gerðir eru með Tuck-Away
™
lokhaldara. Tuck-Away
™
lokhaldarinn er notaður til að geyma lokið á meðan verið er að huga
að eða snúa matnum. Ekki nota Tuck-Away
™
lokhaldarann sem handfang til að lyfta eða færa grillið. Ekki leggja heitt lok á teppi
eða gras. Ekki hengja lokið á grillhöldurnar.
m Aldrei skal losa heit kol þar sem einhver kynni að stíga á þau eða þau gætu valdið eldsvoða. Aldrei skal losa ösku eða kol áður
en þau eru að fullu slokknuð Ekki geyma grill þar til aska og kol eru að fullu slokknuð.
EF EKKI ER FARIÐ AÐ ÞESSUM HÆTTUORÐUM, VIÐVÖRUNUM OG VARNAÐARORÐUM GETUR ÞAÐ VALDIÐ ALVARLEGU
LÍKAMSTJÓNI EÐA DAUÐA, ELDI EÐA SPRENGINGU SEM VELDUR EIGNATJÓNI.