EasyManua.ls Logo

Weber Performer 54787 - Page 91

Weber Performer 54787
168 pages
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
WWW.WEbER.cOM
®
91
lAND GAStEGuNDIR OG
ÞRÝStINGuR
Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland,
England, Holland, Bretland, Frakkland,
Spánn, Portúgal, Belgía, Írland,
Grikkland, Lúxemborg, Ítalía, Þýskaland,
Austurríki
I
3B/P
- 29 mbör
ORKUNOTKUN
Kveikt á brennara. Hámark
Própan-/bútan-
blanda
kW(Hs) gmHs)
2,6 192
HÆttuR OG vIÐvARANIR (FRAMHAlD)
m VIÐVARANIR (framhald)
m Farið varlega með heita rafræna kveikjara.
m Haldið rafmagnsvírum og -snúrum fjarri heitum flötum á grillinu og fjarri miklum umgengnisstöðum.
m Þegar grillið hefur ekki verið notað í lengri tíma eða alls ekki skal athuga hvort gas leki og hvort eitthvað stífli brennara áður en
það er notað. Sjáið leiðbeiningar í þessari handbók fyrir rétt verkferli.
m Það er hættulegt að skipta yfir eða reyna að nota jarðgas í staðinn fyrir própangas og slíkt mun ógilda ábyrgðina.
m Einnota gashylki með fljótandi própangasi sem er beyglað eða ryðgað getur verið hættulegt og ætti að láta söluaðila yfirfara
það. Notið ekki einnota gashylki með skemmdum ventli.
m Þó svo að einnota gashylkið virðist vera tómt getur samt innihaldið gas. Það ætti að flytja og geyma einnota gashylkið
samkvæmt því.
m Efni sem verða til við bruna þegar þessi vara er notuð innihalda efni sem Kaliforníuríki telur valda krabbameini, fæðingargöllum
eða öðrum æxlunarskaða.
m Ef þú sérð, finnur lykt af eða heyrir gas leka úr einnota gashylki með fljótandi própangasi:
1. Farðu frá einnota gashylkinu.
2. Ekki reyna að lagfæra vandann sjálf(ur).
3. Hringdu í slökkvilið.
m VARÚÐ
m Ef settur er álpappír innan í grillbotninn getur það hindrað loftflæði. Þess í stað skal nota safnskál til að ná fitudropum af kjöti
þegar eldað er yfir óbeinum hita.
m Ef notuð eru hvöss áhöld til að hreinsa grillgrind eða fjarlægja ösku, skemmir það yfirborðið.
m Ef notuð eru slípandi hreinsiefni til að hreinsa grillgrind eða á grillið sjálft, skemmir það yfirborðið.
m Hreinsa ætti grillið vandlega með reglulegu millibili.
Weber-Stephen Products LLC (Weber) ábyrgist hér með gagnvart UPPHAFLEGUM KAUPANDA
þessar Weber
®
gasgrills að það verður laus við galla á efni og handverki frá kaupdegi samkvæmt
eftirfarandi:
Grill-/kolagrindur 2 ár
Ryðfrítt One-Touch
®
hreinsikerfi 10 ár
Grillbotn og lok gegn ryði/brunagötum 10 ár
Nælonhöldur 10 ár
Hlutir úr hitaþolnu plastefni (Performer
®
) 10 ár
að undanskilinni
upplitun
Allir eftirstandandi hlutar 2 ár
ef samsetning og notkun eru í samræmi við meðfylgjandi prentaðar leiðbeiningar.
Weber gæti krafist viðunandi sönnunar á kaupdagsetningu. ÞESS VEGNA SKAL GEYMA
SÖLUKVITTUN EÐA REIKNING.
Þessi takmarkaða ábyrgð skal takmarkast við viðgerð eða endurnýjun íhluta sem reynast gallaðir við
eðlilega notkun og viðhald og sem við athugun reynast gallaðir að áliti Weber. Áður en íhlutum er
skilað skal hafa samband við þjónustufulltrúa á viðkomandi svæði samkvæmt upplýsingum sem finna
má á vefsvæði okkar. Ef Weber staðfestir að um bilun sé að ræða og samþykkir kröfuna, mun Weber
kjósa að endurnýja slíka íhluti án endurgjalds. Ef senda þarf gallaða íhluti til baka verður að greiða
sendingarkostnað fyrir fram. Weber mun senda íhluti til baka til kaupanda og greiða sendingarkostnað.
Þessi takmarkaða ábyrgð nær ekki til bilana eða notkunarerfiðleika vegna slyss, rangrar meðferðar,
misnotkunar, breytinga, misbeitingar, skemmdarverka, rangrar samsetningar eða rangrar
viðhaldsvinnu eða viðhalds eða vanrækslu á eðlilegu og reglulegu viðhaldi, þar á meðal, án þess að
takmarkast við, tjóns af völdum skordýra í brennararörum, eins og tilgreint er þessari handbók.
Versnandi ástand eða tjón vegna slæmra veðurskilyrða eins og haglveðurs, fellibylja, jarðskjálfta eða
hvirfilbylja og aflitun vegna snertingar við efni, beint eða í gegnum andrúmsloftið, fellur ekki undir þessa
takmörkuðu ábyrgð.
Engar sérstakar ábyrgðir eru gefnar aðrar en þær sem settar eru fram hér og óbein ábyrgð á
seljanleika og hæfi takmarkast við ábyrgðartímabilið í þessu sérstaka skriflega ábyrgðarskírteini. Á
sumum svæðum er ekki leyfilegt að takmarka endingartíma óbeinnar ábyrgðar og því er hugsanlegt að
þessi takmörkun eigi ekki við um þig.
Weber ber ekki ábyrgð á sértæku, óbeinu eða afleiddu tjóni. Á sumum svæðum eru undanþágur eða
takmarkanir á tilfallandi eða afleiddu tjóni ekki leyfðar og því er hugsanlegt að þessi takmörkun eigi
ekki við um þig.
Weber heimilar hvorki fólki né félagi að takast á hendur skyldur eða ábyrgð í tengslum við sölu,
uppsetningu, notkun, flutning, skil eða endurnýjun á búnaði þess og engin slík framsetning er bindandi
fyrir Weber.
Þessir ábyrgðarskilmálar gilda eingöngu um vörur seldar í smásölu.
Farðu á www.weber.com
®
, veldu þitt land og skráðu grillið í dag.
SKIPtING Á SlÖNGu OG ÞRÝStIJAFNARA
Land Hlutur#
Slanga, Belgía 41421
Slanga/þrýstij., Holland 41421
Slanga/þrýstij., Grikkland/Ítalía 41421
Slanga/þrýstij., Þýskaland/Austurríki 41421
Slanga/þrýstij., Spánn/Danmörk/Portúgal 41421
Slanga/þrýstij., Svíþjóð 41421
Slanga/þrýstij., Sviss 41421
Slanga/þrýstij., Írland 41421
Slanga/þrýstij., England 41421
Slanga/þrýstij., Ástralía 41421
Slanga/þrýstij., Noregur/Finnland 41421
ÁbyRGÐ

Related product manuals