EasyManua.ls Logo

Bosch ABS - Almennar Öryggisleiðbeiningar

Bosch ABS
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
Íslenska – 1
Öryggisleiðbeiningar
Almennar öryggisleiðbeiningar
Lesa skal allar öryggisupplýsingar og
leiðbeiningar. Ef ekki er farið að í samræmi við
öryggisupplýsingar og leiðbeiningar getur það
haft í för með sér raflost, eldsvoða og/eða
alvarlegt líkamstjón.
Geyma skal allar öryggisupplýsingar og leiðbeiningar til
síðari nota.
Þegar talað er um rafhlöðu rafhjóls í þessari
notendahandbók er átt við allar upprunalegar Bosch-
rafhlöður fyrir rafhjól sem tilheyra kynslóðinni the smart
system.
Þegar talað er um ABS-kerfi í þessari notendahandbók er átt
við öll upprunaleg ABS-kerfi fyrir rafhjól frá Bosch sem
tilheyra kynslóðinni the smart system.
u Það hefur veruleg áhrif á virkni/notagildi ABS-
kerfisins ef upprunalegum ABS-stillingum á rafhjólinu
er breytt. Lakari virkni kerfisins eykur hættuna á því
að ökumaður verði fyrir meiðslum og/eða að rafhjólið
verði fyrir skemmdum.
u Lesa og fylgja skal öllum öryggisupplýsingum og
leiðbeiningum í þessari notendahandbók og í
notendahandbókum frá framleiðendum rafhjólsins og
bremsubúnaðarins.
Í þessari notendahandbók skiptast öryggisleiðbeiningarnar
niður í eftirfarandi flokka:
VIÐVÖRUN – Í meðallagi alvarleg hætta.
Ef ekki eru gerðar ráðstafanir til að forðast hættuna getur
það haft í för með sér banaslys eða alvarleg meiðsl.
VARÚÐ – Minniháttar hætta.
Ef ekki eru gerðar ráðstafanir til að forðast hættuna getur
það haft í för með sér smávægileg eða í meðallagi alvarleg
meiðsl.
ATHUGAÐU – Sérstakar ábendingar um betri meðferð.
Notaðar í leiðbeiningum um notkun, eftirlit, stillingar og
umhirðu.
Almennar öryggisleiðbeiningar fyrir ABS-kerfið
u Óheimilt er að eiga við íhluti kerfisins. Haga skal
aksturslagi eftir umhverfisskilyrðum hverju sinni (t.d.
gripi dekkja, bratta, veðurskilyrðum og byrði). Ekki er
mælt með því að hjólað sé með byrði sem hefur þannig
áhrif á þyngdarmiðju reiðhjólsins að aukin hætta sé á
að kastast fram af hjólinu (t.d. körfur eða barnastóla á
stýrinu).
u VIÐVÖRUN – ef átt er við íhluti ABS-kerfisins hefur
það neikvæð áhrif á virkni þess.
Ef átt er við íhluti bremsukerfisins eða ABS-kerfisins,
þeim breytt eða skipt út fyrir íhluti af rangri gerð getur það
haft neikvæð áhrif á virkni ABS-kerfisins. Ekki er hægt að
ábyrgjast að búnaðurinn virki rétt. Aukin hætta er á að
detta á hjólinu. Viðhald og viðgerðir verða að vera á
höndum viðurkenndra fagaðila. Hlutum sem eru í ólagi má
eingöngu skipta út fyrir upprunalega varahluti.
u VIÐVÖRUN – aðeins má nota bremsuvökva af þeirri
gerð sem framleiðandi bremsubúnaðar tilgreinir
Aðeins má nota þann bremsuvökva sem ætlaður er til
notkunar á viðkomandi grunnbremsu og framleiðandi
bremsubúnaðarins tilgreinir. Ef notaður er bremsuvökvi af
annarri gerð er ekki hægt að ábyrgjast að búnaðurinn virki
rétt. Aukin hætta er á að detta á hjólinu. Viðhald og
viðgerðir verða að vera á höndum viðurkenndra fagaðila.
u VIÐVÖRUN – aðeins má nota upprunalega
bremsupúða
Aðeins má nota þá upprunalegu bremsupúða sem ætlaðir
eru til notkunar á viðkomandi grunnbremsu. Ef notaðir eru
bremsupúðar af annarri gerð er ekki hægt að ábyrgjast að
búnaðurinn virki rétt. Aukin hætta er á að detta af hjólinu
og hemlunarvegalengdin getur lengst. Viðhald og
viðgerðir verða að vera á höndum viðurkenndra fagaðila.
u VIÐVÖRUN – ekki má breyta stærð bremsudiska nema
með leyfi framleiðanda rafhjólsins
Eingöngu fagaðilar geta breytt stærð bremsudiska á
framhjóli miðað við upprunalegan útbúnað rafhjólsins.
Fagaðilinn verður að fá samþykki frá framleiðanda
rafhjólsins og uppfærðar hugbúnaðarstillingar fyrir ABS-
kerfið. Ef stærð bremsudiska er breytt á eigin spýtur hefur
það neikvæð áhrif á virkni ABS-kerfisins. Aukin hætta er á
að detta á hjólinu.
u VIÐVÖRUN – gæta verður að lágmarksdýpt mynsturs í
dekkjum
Aðeins má nota dekk sem ætluð eru til notkunar á
viðkomandi gerð reiðhjóls. Ef notuð eru dekk af annarri
gerð eða ef mynstursdýptin er minni en 1mm fyrir notkun
á vegum eða 2mm fyrir notkun utan vega er ekki hægt að
ábyrgjast að búnaðurinn virki rétt. Aukin hætta er á að
detta á hjólinu. Viðhald og viðgerðir verða að vera á
höndum viðurkenndra fagaðila.
u VIÐVÖRUN – sérstakir notkunarmátar ABS-kerfis fyrir
sérstök notkunartilvik
Í boði eru fjórir mismunandi notkunarmátar fyrir ABS-
kerfið sem ná yfir mismunandi notkunartilvik: Touring,
Allroad, Trail og CargoLJ. Notkunarmátarnir fjórir eru
útfærðir með mismunandi hætti og ekki má gera á þeim
breytingar. Notkunarmátarnir Allroad og Trail gefa
ökumanni kost á því að slökkva á ABS-kerfinu (með
svokallaðri „Off“-stillingu), þar sem þeir eru ekki leyfðir
fyrir krefjandi hemlunarskilyrði. Ávallt skal haga
aksturslagi eftir umhverfisskilyrðum og færni ökumanns
hverju sinni og nota viðeigandi hlífðarbúnað.
u VIÐVÖRUN – hægt er að slökkva á ABS-kerfinu
Ef slökkt er á öryggisvirkni (ABS-kerfið er í „Off“-stillingu)
grípur ABS-kerfið ekki inn í hemlun, þ.e. bremsað er með
sama hætti og á bremsukerfi án ABS. Ef hemlað er af of
miklum krafti getur þetta leitt til þess að framhjólið læsist
eða afturhjólið lyftist upp og hætta er á að kastast fram af
hjólinu. Haga skal aksturslagi eftir umhverfisskilyrðum og
færni ökumanns hverju sinni.
u VIÐVÖRUN – lengri hemlunarvegalengd vegna ABS-
kerfisins
ABS-kerfið eykur öryggi til muna með því að koma í veg
fyrir að framhjólið læsist og dregur þannig úr hættu á að
Bosch eBike Systems 0 275 008 3AS | (17.02.2024)

Table of Contents

Related product manuals