IS
64
Ábyrgðarskilmálar
Kæri viðskiptavinur,
Til hamingju með kaup þessarar vöru.
Í þessum hluta er að nna gagnlegar upplýsingar varðandi ábyrgð
vörunnar. Vinsamlegast lestu þessar upplýsingar vel. Tækið er hannað
og framleitt með bestu tækni sem völ er á. Komi hins vegar í ljós gallar
eða vélin bilar, láttu þá vinsamlegast söluaðilann vita. Hann veitir
þér nauðsynlegar upplýsingar svo þú getir haft samband við næstu
þjónustumiðstöð.
Gildistími og gildi ábyrgðar
Í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1999/44/EB frá
25. maí 1999 um tiltekna þætti í sölu neysluvara og ábyrgð þar að
lútandi er gildistími ábyrgðar tækisins 24 mánuðir frá söludegi í öllum
Evrópulöndum. Til að nýta ábyrgðina þarft þú að greina söluaðilanum
frá gallanum skriega innan tveggja mánaða frá því að gallinn
uppgötvast. Utan Evrópu gildir ábyrgðin í samræmi við gildandi lög
og reglur í viðkomandi landi. Ábyrgðin gildir aðeins gegn framvísun
kvittunar/sölureiknings sem sýnir söludag, nafn söluaðila, gerð tækisins
og raðnúmer hans.
Áður en þú hefur samband við söluaðilann skalt þú hafa lesið vel
notkunarleiðbeiningarnar sem fylgja tækinu.
Viðgerðir innan ábyrgðar eru kaupanda að kostnaðarlausu, þ.m.t.
kostnaður af vinnu og varahlutum á gildistíma hennar frá og með
söludegi samkvæmt kvittun/sölureikningi sem söluaðilinn framvísar.
Kaupandi ber kostnað og ábyrgð á áhættu vegna utnings.
Vinsamlegast athugið hvort varan hentar til notkunar í landinu þar
sem ætlunin er að nota hana. Framleiðandinn ber ekki ábyrgð á hvers
kyns beinum og/eða óbeinum skaða á fólki, dýrum og/eða hlutum
sökum þess að ekki er farið að þeim öryggisreglum sem lýst er í
notkunarleiðbeiningunum.