28
Afhending Að stilla hæð
Að nota bremsurnar Að stilla bremsurnar
Þakka þér fyrir að velja göngugrind frá Etac.
Áður en þú notar göngugrindina skaltu lesa í gegnum hand-
bókina.
Ono er fjórhjóla göngugrind sem er ætluð til að aðstoða við
göngu bæði innan- og utandyra. (Skýringarmynd A)
Ono hefur verið prófað og samþykkt samkvæmt staðlinum
EN ISO 11199-2 fyrir hámarksþyngd notanda sem nemur
hám. 125 kg.
Ono er CE-merkt og mætir þeim kröfum sem eru skilgreindar
í tilskipun ESB um lækningatæki.
Bremsurnar þurfa lágmarks vöðvastyrkleika og þjóna sem
bæði þjónustubremsa og kyrrstöðubremsa.
ONO er afhent án handfanga uppsett í rammanum. Opna
skal göngugrindina áður en handföngin eru fest á hana.
Festu handföngin (sjá hæðarstillingar hér að neðan), stilltu
bremsurnar (sjá bremsustillingar hér að neðan), og ONO er
tilbúin til notkunar.
Að brjóta grindina saman: Láttu í bremsu og haltu utan
um eitt af hreyfanlegu handföngunum á sama tíma og
þú brýtur saman sætið með því að toga það upp með
festingunni. (Skýringarmynd B)
Að setja grindina upp: Láttu í bremsu og haltu utan um
eitt af hreyfanlegu handföngunum á sama tíma og þú
setur niður sætið.
ATH! Sætið verður að vera algjörlega uppsett þegar gön-
gugrindin er í notkun.
Hreyfanlegu handföngin eru stillanleg í hæð frá 75 cm til
100 cm. Þegar verið er að stilla handföngin, skal efri hluti
þeirra vera í sömu hæð og úlnliðir þínir (Skýringarmynd
C1). Losaðu bremsureimina, skrúfaðu hnúðinn af, fjar-
lægðu skrúfuna og stilltu hæðina.
Tryggðu að skrúfurnar séu í réttri stöðu og hertu þær á
réttan hátt. Síðan skaltu stilla bremsurnar (sjá bremsustil-
lingu).
Ef göngugrindin virðist vera óstöðug eftir að hafa verið
notuð um nokkurn tíma, skaltu athuga hvort skrúfurnar
séu festar á réttan hátt.
Almennar upplýsingar
Bremsurnar þjóna sem bæði þjónustubremsa og kyrrstöðu-
bremsa.
Togaðu handfangið upp á við fyrir þjónustubremsuna og
ýtti því niður (skýringarmynd D) til að stilla kyrrstöðubrem-
suna.
(Sjá skýringarmyndir E 1-5)
Þegar hæðin er stillt verður einnig að stilla bremsurnar (E1).
Setjið bremsustöngina í kyrrstöðustillingu (E2).
Teygðu á bremsureiminni með því að toga fast niður á við
(E3).
Prófaðu bremsurnar (E4) og endurstilltu þær eftir þörfum
(E5).
Settu aftur saman bremsureimina eins og er sýnt í F 1-3.
Vinsamlegast athugið ...
• Þegar göngugrindin er ný, geta hjólin skilið eftir merki á
ómeðhöndluðum trégólfum.
• Við notkun verður ONO að vera gjörsamlega uppsett, og
sætið verður að vera niðri og í læstri stöðu.
• Gæta verður varúðar þegar karfan er fullhlaðin þar sem
eiginleikar göngugrindarinnar við notkun geta breyst.
• Þetta á sérstaklega við um þegar verið er að fara yfir
þröskulda eða kanta.
• Hámarkshleðsla í körfuna er 10 kg.
• Hámarkshleðsla í bakkann er 2 kg.
• Þegar setið er á sætinu verður að nota kyrrstöðubrem-
suna.
• Ekki má nota göngugrindina til að flytja farþega.
• Brjóta skal göngugrindina saman áður en hún er borin
upp eða niður stiga.
• Ekki sitja á göngugrindinni og reyna að aka henni aftur
á bak.
• Gættu varúðar þegar verið er að fara yfir hallandi svæði.
• Notaðu ekki rammann framan til sem hleðslurými.
Leiðbeiningar um samsetningu Karfa / Bakki
Endingartími / Ábyrgð
Göngugrindin hefur verið prófuð og uppfyllir skilyrði staðal-
sins: EN ISO11199-2. Styrkleikaprófið samkvæmt þessari
aðferð jafngildir 5 ára endingartíma við eðlilega notkun.
5 ára ábyrgð gildir þegar um er að ræða efnislega galla og /
eða uppsetningargalla.
Sjá skýringarmynd G.
IS
Slitin og laus hjól geta aukið hættuna
á slysi.