81Microlife BP B2 Basic
IS
Ekki má nota tækið samtímis öðrum rafrænum læknin-
gatækjum. Það getur valdið því að tækið virki ekki sem skyldi
eða að mælingar verði rangar.
Ekki má nota þetta tæki nálægt hátíðnibúnaði til skurðlækninga,
segulómunarbúnaði (MRI) eða sneiðmyndabúnaði (CT). Það
getur valdið því að tækið virki ekki sem skyldi og að mælingar
verði rangar.
Geymið og notið tækið, mansettuna og aðra hluta þess við það
hita- og rakastig sem fram kemur í «Tæknilýsing». Ef tækið,
mansettan eða aðrir hlutar þess eru notaðir og geymdir utan
þeirra marka hita- og rakastigs sem tilgreind eru í
«Tæknilýsing» getur það valdið bilunum í tækinu og dregið úr
öryggi við notkun þess.
Til að varna skemmdum skal verja tækið og aukabúnað þess
gegn eftirfarandi:
- vatni, öðrum vökum og raka
- miklum sveiflum í hitastigi
- höggi og titringi
- sólarljósi
- mengun og ryki
Ef notandi finnur fyrir húðertingu eða óþægindum skal hætta að
nota tækið og mansettuna og leita ráða hjá lækni.
Upplýsingar um rafsegulsviðssamhæfi
Þetta tæki uppfyllir kröfur um rafsegultruflanir sem fram koma í
staðlinum EN60601-1-2: 2015.
Þetta tæki er ekki samþykkt til notkunar nálægt hátíðnibúnaði sem
notaður er til lækninga.
Ekki má nota þetta tæki nálægt tækjum sem gefa frá sér öflugar
rafsegulbylgjur eða fjarskiptabylgur (t.d. örbylgjuofnum eða
farsímum). Þegar þetta tæki er í notkun skal halda að minnsta kosti
3.3 m fjarlægð frá slíkum tækjum.
Viðhald tækisins
Hreinsaðu tækið eingöngu með mjúkum og þurrum klút.
Þrif á handleggsborða
Það má þvo handleggsborðann sem fylgir með mælinum.
1. Fjarlægðu tengi handleggsborðans 9 af slöngunni AT og
togaðu varlega blöðruna útum opið á handleggsborðanum.
2. Handþvoðu handleggsborðann í sápuvatni: ekki heitara en 30
°C.
3. Þurrkaðu handleggsborðann á snúru.
4. Þræddu slönguna aftur í gegnum opið og settu blöðruna
varlega flata inn í handleggsborðann.
5. Festu tengið á slönguna.
Blaðran þarf að liggja flöt inni í handleggsborðanum, ekki
brotin saman.
Ekki nota mýkingarefni.
m
VIÐVÖRUN: Handleggsborðann má hvorki þvo í þvottavél
né uppþvottavél!
m
VIÐVÖRUN: Ekki þurrka handleggsborðann í þurrkara!
m
VIÐVÖRUN: Undir engum kringumstæðum má þvo
blöðruna!
Nákvæmnismæling
Ráðlegt er að sannreyna nákvæmni tækisins á 2 ára fresti og
einnig ef það verður fyrir hnjaski (t.d. dettur í gólfið). Vinsamlega
hafðu samband við Artasan ehf., umboð Microlife á Íslandi, og
pantaðu nákvæmnismælingu á tækinu.
Förgun
Farga ber rafhlöðum og rafeindabúnaði í samræmi við
gildandi reglur á hverjum stað en ekki með venjulegu
heimilissorpi.
9. Ábyrgð
Á tækinu er 5 ára ábyrgð frá kaupdegi. Á þessu ábyrgðartímabili
mun Microlife meta mælinn og gera við eða skipta um gallaða vöru
án endurgjalds.
Ábyrgðin fellur úr gildi ef tækið hefur verið opnað eða breytingar
gerðar á því.
Eftirfarandi atriði eru undanskilin ábyrgðinni:
Flutningskostnaður og áhætta vegna flutnings.
Tjón af völdum rangrar notkunar eða ekki farið eftir
notkunarleiðbeiningunum.
Tjón af völdum lekandi rafhlaðna.
Tjón af völdum slyss eða misnotkunar.
Pökkun/ geymsluefni og notkunarleiðbeiningar.
Reglulegt eftirlit og viðhald (kvörðun).
Aukahlutir og hlutir sem eyðast: Rafhlöður, spennubreytir (valfr-
jálst).
Handleggsborðinn fellur undir ábyrgð á virkni (stífni blöðru) í 2 ár.
Ef þörf er á ábyrgðarþjónustu, vinsamlegast hafðu samband við
söluaðila þaðan sem varan var keypt eða þjónustuaðila Microlife.