EasyManuals Logo

Microlife BP B2 Basic Instruction Manual

Microlife BP B2 Basic
84 pages
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Page #82 background imageLoading...
Page #82 background image
80
Gættu þess að börn handfjatli ekki tækið án eftirlits; sumir
hlutar þess eru það litlir að hægt er gleypa þá. Hafa skal
í huga hættu á köfnun ef þessu tæki fylgja snúrur eða
slöngur.
m
Frábendingar
Til að koma í veg fyrir ónákvæmar mælingar eða áverka má ekki
nota þetta tæki ef eftirfarandi frábendingar eru til staðar.
Tækið er ekki ætlað til blóðþrýstingsmælinga hjá börnum yngri
en 12 ára (börn, smábörn eða ungbörn).
Ef marktækar hjartsláttartruflanir eru til staðar meðan á
mælingu stendur getur það truflað mælinguna og haft áhrif á
áreiðanleika hennar. Ef um slíkt er ða skal ráðleggingar
hjá lækni um hvort tækið hentar til notkunar.
Við blóðþrýstingsmælingar er notuð mansetta með þrýstingi.
Ekki má mæla blóðþrýsting með tækinu ef um eftirfarandi er að
ræða á þeim handlegg sem mældur er: Áverki (t.d. opið sár)
eða verið er að gefa t.d. lyf eða vökva í æð á viðkomandi hand-
legg.
Ef sjúklingur hreyfir sig meðan mæling stendur yfir getur það
truflað ferlið og haft áhrif á niðurstöður.
Forðast skal að taka mælingar hjá sjúklingum með sjúkdóma
sem valda óstjórnlegum hreyfingum (t.d. skjálfta) eða hjá sjúk-
lingum sem eru mjög viðkvæmir fyrir umhverfisáhrifum eða geta
ekki tjáð sig með skýrum hætti (t.d. börn og meðvitundarlausir
sjúklingar).
Tækið notast við lögmál sveiflumælinga til að ákvarða
blóðþrýsting. Mikilvægt er að eðlilegt blóðflæði sé í þeim hand-
legg sem mældur er. Ekki má nota tækið á handlegg þar sem
blóðflæði er skert eða takmarkað. Leitið ráða hjá lækni ef til
staðar eru kvillar sem hafa áhrif á blóðflæði eða gegnflæði.
Forðast skal mæla blóðþrýsting þeim megin sem brjóstnám
hefur verið framkvæmt eða eitlar fjarlægðir.
Ekki má nota þetta tæki í farartæki á ferð (t.d. í bíl eða í flugvél).
m
Viðvörun
Gefur til kynna hugsanlegt hættuástand sem kann að valda dauða
eða alvarlegum meiðslum ef varúðar er ekki gætt.
Tækið má eingöngu nota eins og lýst er í þessum
notkunarleiðbeiningum. Framleiðandi ber ekki ábyrgð á skaða
sem verður vegna rangrar notkunar.
Ekki má breyta lyfjameðferð eða annarri meðferð sjúklinga
eingöngu með hliðsjón af einni eða fleiri mælingum. Breytingar
á lyfjameðferð eða annarri meðferð skulu eingöngu gerðar af
lækni.
Skoðið tækið, mansettuna og aðra hluta þess fyrir notkun. EKKI
MÁ NOTA tækið ef skemmdir eru sýnilegar á mælinum,
mansettunni eða öðrum hlutum þess, eða ef einhverjir hlutar
þess virka ekki sem skyldi.
Meðan blóðþrýstingsmæling stendur yfir er blóðflæði í hand-
legg truflað tímabundið. Truflun á blóðflæði til lengri tíma dregur
úr blóðflæði og getur valdið skaða á vefjum. Ef mælingar eru
gerðar samfellt eða um lengri tíma skal fylgjast með merkjum
um skert blóðflæði (t.d. litabreytingum á handlegg).
Þrýstingur frá mansettu um lengri tíma dregur úr blóðflæði og
getur valdið skaða. Forðast skal aðstæður sem geta valdið
þrýstingi frá mansettu umfram þann tíma sem eðlilegur er við
mælingar. Ef þrýstingur stendur óeðlilega lengi yfir skal stöðva
mælinguna eða opna mansettuna.
Ekki má nota þetta tæki í súrefnisauðguðu umhverfi eða nálægt
eldfimum lofttegundum.
Tækið er hvorki vatnsþolið né vatnsþétt. Ekki má dýfa tækinu í
vatn eða aðra vökva.
Ekki má taka tækið í sundur eða reyna framkvæma viðgerðir
á tækinu í heild eða að hluta til, hvorki meðan tækið er í notkun
eða í geymslu. Aðgangur að innri vélbúnaði og hugbúnaði
tækisins er óheimill. Ef óheimilar viðgerðir eru framkvæmdar á
tækinu meðan það er í notkun eða geymslu getur það haft áhrif
á öryggi og virkni tækisins.
Geymið tækið þar sem börn og aðrir sem ekki geta nota tækið
með réttum hætti ná ekki til. Gætið þess að litlir hlutir séu ekki
gleyptir og að snúrur og slöngur tækisins og aukabúnaðar
vefjist ekki um háls einstaklinga.
m
VARÚÐ
Gefur til kynna hugsanlega hættulegar aðstæður sem kunna að
valda vægum eða meðalalvarlegum áverkum hjá notanda eða
sjúklingi, eða geta valdið skemmdum á búnaðinum sjálfum eða
öðrum hlutum ef varúðar er ekki gætt.
Tækið er eingöngu ætlað til að mæla blóðþrýsting við upphan-
dlegginn. Ekki má nota tækið til blóðþrýstingsmælinga á öðrum
stöðum líkamans því slíkar mælingar eru ekki marktækar.
Að mælingu lokinni skal losa um mansettuna og hvílast í
> 5 mínútur til að fá fram eðlilegt blóðflæði á ný áður en önnur
mæling er tekin.

Table of Contents

Other manuals for Microlife BP B2 Basic

Questions and Answers:

Question and Answer IconNeed help?

Do you have a question about the Microlife BP B2 Basic and is the answer not in the manual?

Microlife BP B2 Basic Specifications

General IconGeneral
TypeAutomatic
Cuff size22 - 42 cm
Control typeButtons
Product colorWhite
Number of users1 user(s)
Measuring methodOscillometric
Memory registers30
Pulse rate range40 - 200
Speaking functionNo
Placement supportedUpper arm
Units of measurementmmHg
Mean arterial pressureYes
Display typeLCD
Battery typeAA
Battery voltage1.5 V
Battery technologyAlkaline
Battery life (CIPA standard)920 shots
Number of batteries supported4
Quantity per pack1 pc(s)
Pressure accuracy1 mmHg
Pressure measurement range20 - 280 mmHg
Weight and Dimensions IconWeight and Dimensions
Depth90 mm
Width131 mm
Height60.5 mm
Weight277 g

Related product manuals