EasyManua.ls Logo

Microlife BP B3 Comfort PC - Page 83

Microlife BP B3 Comfort PC
90 pages
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
81Microlife BP B3 Comfort PC
IS
Aðlagaður handleggsborði er fáanlegur.
Notaðu eingöngu Microlife handleggsborða.
Hafðu samband við Artasan ehf., umboð Microlife á Íslandi ef
meðfylgjandi handleggsborði AT passar ekki.
Tengdu handleggsborðann við tækið með því að stinga tengi
handleggsborðans AK eins langt og það kemst inn í innstun-
guna 6.
Ef þú kaupir auka Microlife handleggsborða, vinsamlegast
fjarlægðu tengið AK af slöngunni á handleggsborðanum AL
sem fylgir með mælinum og settu tengið inn í slönguna á
auka handleggsborðanum (gildir fyrir allar stærðir af hand-
leggsborða)
Notandi valinn
Tækið vistar niðurstöður fyrir tvo notendur.
Veldu notanda (notandi 1 eða 2 BN) með því að ýta á
notendahnappinn 5.
Fyrir hverja mælingu, vertu viss um að réttur notandi sé
valinn.
Veldu venjulega eða MAM stillingu
Fyrir hverja mælingu veldu venjulega (ein mæling) eða MAM stil-
lingu (sjálfkrafa þrjár mælingar). Með MAM stillingu eru þrjár
mælingar gerðar sjálfkrafa í röð og niðurstaðan er svo sjálfkrafa
greind og birt á skjánum. Vegna þess að blóðþrýstingurinn svei-
flast stöðugt þá er niðurstaðan áreiðanlegri á þennan hátt heldur
en þegar ein mæling er gerð.
Til að velja MAM stillingu, ýttu á MAM hnappinn 4 þangað til
MAM-merkið AP birtist á skjánum. Til að skipta yfir í venjulega
mælingu (ein mæling), ýttu aftur á MAM-hnappinn þangað til
MAM-merkið hverfur.
Neðst til hægri á skjánum birtist talan 1, 2 eða 3 til að sýna
hvaða mæling er í gangi.
Það er 15 sekúndna pása á milli mælingana. Niðurtalning gefur
til kynna tímann sem er eftir.
Einstaka niðurstöður eru ekki birtar. Blóðþrýstingurinn birtist
aðeins þegar öllum þremur mælingunum er lokið.
Ekki fjarlægja handleggsborðann á milli mælinga.
Ef ein mæling skilar vafasömum niðurstöðum er sjálfkrafa mælt
í fjórða sinn.
2. Gátlisti fyrir áreiðanlega mælingu
Forðastu að hreyfa þig, borða eða reykja rétt áður en mælt er.
Sestu á stól með baki og slakaðu á í 5 mínútur. Hafðu fæturnar
á gólfinu, ekki krossleggja fætur.
Mældu alltaf sama handlegg (að jafnaði þann vinstri). Mælt er
með því að læknar mæli báða handleggi við fyrstu skoðun
sjúklings svo unnt sé að ákveða hvaða handlegg skuli mæla í
framtíðinni. Mæla skal þann handlegg sem hefur hærri
blóðþrýsting.
Farðu úr flíkum sem þrengja upphandleggnum. Til að forðast
þrýsta á æðarnar skal ekki bretta upp ermar þær trufla ekki
handleggsborðann ef þær eru sléttar.
Gættu þess að nota alltaf handleggsborða í réttri stærð (sjá
merkingu á handleggsborða).
Láttu handleggsborðann falla þétt að, þó ekki of þétt.
Gættu þess að staðsetja handleggsborðann um 1-2 cm fyrir
ofan olnboga.
Slagæðarmerkið á handleggsborðanum (u.þ.b. 3 cm langt
strik) verður að liggja yfir slagæðinni en hún liggur niður
innanverðan handlegginn.
Styddu við handlegginn svo það slakni vel á honum.
Gættu þess að handleggsborðinn sé í sömu hæð og hjartað.
3. Blóðþrýstingmæling tekin
1. Veldu venjulega (ein mæling) eða MAM stillingu (sjálfkrafa þrjár
mælingar): sjáðu upplýsingar í kafla 1.».
2. Ýttu á ON/OFF hnappinn 1 til að hefja mælinguna.
3. Handleggsborðinn blæs nú sjálfkrafa upp. Slakaðu á, þú skalt
hvorki hreyfa þig né spenna handleggsvöðvana fyrr en
niðurstöður mælingarinnar hafa birst. Andaðu eðlilega og
talaðu ekki.
4. Handleggsborða athugun AR á skjánum gefur til kynna hand-
leggsborðinn sé á réttum stað. Ef merkið AR-A birtist er hand-
leggsborðinn sæmilega staðsettur en það er samt í lagi að
mæla.
5. Mælingin er geí dælingunni. Hraði dælingar getur breyst, það
er eðlilegt.
6. Hjartatáknið BM blikkar á skjánum á meðan mælt er.
L 32 - 42 cm
L - XL 32 - 52 cm
Stærð handleggsborða Ummál upphandleggs

Table of Contents

Other manuals for Microlife BP B3 Comfort PC

Related product manuals