80
Fyrirhuguð notkun:
Þessi sveiflumælandi blóðþrýstingsmælir er ætlaður til að mæla
blóðþrýsing án inngrips hjá fólki 12 ára og eldri.
Ágæti viðskiptavinur,
Tækið er hannað í samstarfi við lækna og staðfesta klínískar
rannsóknir að nákvæmni mælinganna er mjög mikil.*
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ert í vafa með einhver atriði eða
vantar varahluti, skaltu hafa samband við seljanda tækisins eða
Artasan ehf., umboð Microlife á Íslandi, í síma 414-9200. Nánari
upplýsingar um vörur Microlife er að finna á vefsetrinu www.micro-
life.com.
Með ósk um góða heilsu – Microlife AG!
* Þetta tæki er prófað samkvæmt ESH reglum og ISO81060-
2:2013.
Efnisyfirlit
1. Notkun tækisins í fyrsta sinn
Ísetning rafhlaða
Þegar þú hefur tekið tækið úr umbúðunum skaltu byrja á því að
setja rafhlöðurnar í það. Rafhlöðuhólfið 9 er aftan á tækinu. Settu
rafhlöðurnar í (4 x 1.5 V, stærð AA) og gættu þess að snúa
skautum rétt.
Stilling dagsetningar og tíma
1. Eftir að nýju rafhlöðurnar eru settar í blikkar ártal á skjánum. Þú
getur stillt ártalið með því að ýta á M-hnappinn 3. Til að
staðfesta og stilla mánuðinn, ýttu á MAM hnappinn 4.
2. Ýttu á M-hnappinn til að stilla mánuðinn. Ýttu á MAM hnappinn
til að staðfesta og stilla dagsetningu.
3. Fylgdu leiðbeiningunum hér að ofan til að stilla dag, kluk-
kustund og mínútur.
4. Þegar þú ert búin að stilla mínútur og ýta á MAM hnappinn, þá
ertu búin að stilla tíma og dagsetningu.
5. Ef þú vilt breyta tíma og dagsetningu, ýttu og haltu inni MAM
hnappnum í u.þ.b. 3 sekúndur þangað til ártalið byrjar að blikka.
Núna getur þú sett inn ný gildi eins og er lýst hér að ofan.
Réttur handleggsborði valinn
Handleggsborðar fást í mismunandi stærðum hjá Microlife.Veldu
stærð miðað við ummál upphandleggsins (taka skal þétt mál um
miðjan upphandlegginn).
1. Notkun tækisins í fyrsta sinn
Ísetning rafhlaða
Stilling dagsetningar og tíma
Réttur handleggsborði valinn
Notandi valinn
Veldu venjulega eða MAM stillingu
2. Gátlisti fyrir áreiðanlega mælingu
3. Blóðþrýstingmæling tekin
Hvernig á að sleppa því að vista mælingu
Hvernig á ég að meta blóðþrýstinginn?
Tákn óreglulegs hjartsláttar (IHB) birtist
4. Gagnaminni
Skoðun vistaðra mælingarniðurstaðna
Eyðing allra mælingarniðurstaðna
5. Rafhlöðumælir og skipt um rafhlöðu
Rafhlöður næstum tómar
Rafhlöður tómar – skipt um
Hvernig rafhlöður og hvernig skal meðhöndla þær?
Notkun endurhlaðanlegra rafhlaða
6. Notkun straumbreytis
7. Aðgerðir með tölvutengingu
8. Villuboð
9. Öryggi, viðhald, nákvæmnismæling og förgun
Viðhald tækisins
Þrif á handleggsborða
Nákvæmnismæling
Förgun
10. Ábyrgð
11. Tæknilýsing
Stærð handleggsborða Ummál upphandleggs
S 17 - 22 cm
M 22 - 32 cm
M - L 22 - 42 cm