EasyManua.ls Logo

Microlife BP B3 Comfort PC - Page 82

Microlife BP B3 Comfort PC
90 pages
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
80
Fyrirhuguð notkun:
Þessi sveiflumælandi blóðþrýstingsmælir er ætlaður til að mæla
blóðþrýsing án inngrips hjá fólki 12 ára og eldri.
Ágæti viðskiptavinur,
Tækið er hannað í samstarfi við lækna og staðfesta klínískar
rannsóknir að nákvæmni mælinganna er mjög mikil.*
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ert í vafa með einhver atriði eða
vantar varahluti, skaltu hafa samband við seljanda tækisins eða
Artasan ehf., umboð Microlife á Íslandi, í síma 414-9200. Nánari
upplýsingar um vörur Microlife er að finna á vefsetrinu www.micro-
life.com.
Með ósk um góða heilsu – Microlife AG!
* Þetta tæki er prófað samkvæmt ESH reglum og ISO81060-
2:2013.
Efnisyfirlit
1. Notkun tækisins í fyrsta sinn
Ísetning rafhlaða
Þegar þú hefur tekið tækið úr umbúðunum skaltu byrja á því að
setja rafhlöðurnar í það. Rafhlöðuhólfið 9 er aftan á tækinu. Settu
rafhlöðurnar í (4 x 1.5 V, stærð AA) og gættu þess að snúa
skautum rétt.
Stilling dagsetningar og tíma
1. Eftir ju rafhlöðurnar eru settar í blikkar ártal á skjánum. Þú
getur stillt ártalið með því að ýta á M-hnappinn 3. Til að
staðfesta og stilla mánuðinn, ýttu á MAM hnappinn 4.
2. Ýttu á M-hnappinn til að stilla mánuðinn. Ýttu á MAM hnappinn
til að staðfesta og stilla dagsetningu.
3. Fylgdu leiðbeiningunum hér að ofan til að stilla dag, kluk-
kustund og mínútur.
4. Þegar þú ert búin að stilla mínútur og ýta á MAM hnappinn, þá
ertu búin að stilla tíma og dagsetningu.
5. Ef þú vilt breyta tíma og dagsetningu, ýttu og haltu inni MAM
hnappnum í u.þ.b. 3 sekúndur þangað til ártalið byrjar blikka.
Núna getur þú sett inn ný gildi eins og er lýst hér að ofan.
Réttur handleggsborði valinn
Handleggsborðar fást í mismunandi stærðum hjá Microlife.Veldu
stærð miðað við ummál upphandleggsins (taka skal þétt mál um
miðjan upphandlegginn).
1. Notkun tækisins í fyrsta sinn
Ísetning rafhlaða
Stilling dagsetningar og tíma
Réttur handleggsborði valinn
Notandi valinn
Veldu venjulega eða MAM stillingu
2. Gátlisti fyrir áreiðanlega mælingu
3. Blóðþrýstingmæling tekin
Hvernig á að sleppa því að vista mælingu
Hvernig á ég að meta blóðþrýstinginn?
Tákn óreglulegs hjartsláttar (IHB) birtist
4. Gagnaminni
Skoðun vistaðra mælingarniðurstaðna
Eyðing allra mælingarniðurstaðna
5. Rafhlöðumælir og skipt um rafhlöðu
Rafhlöður næstum tómar
Rafhlöður tómar – skipt um
Hvernig rafhlöður og hvernig skal meðhöndla þær?
Notkun endurhlaðanlegra rafhlaða
6. Notkun straumbreytis
7. Aðgerðir með tölvutengingu
8. Villuboð
9. Öryggi, viðhald, nákvæmnismæling og förgun
Viðhald tækisins
Þrif á handleggsborða
Nákvæmnismæling
Förgun
10. Ábyrgð
11. Tæknilýsing
Stærð handleggsborða Ummál upphandleggs
S 17 - 22 cm
M 22 - 32 cm
M - L 22 - 42 cm

Table of Contents

Other manuals for Microlife BP B3 Comfort PC

Related product manuals