28
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
BÚNAÐUR SETTUR Á NOTANDA
1. Veljið samþykkta gerð öndunarslöngu (sjá lista yfir samþykktar
öndunarslöngur fyrir 3M í sérleiðbeiningum með Jupiter loftdælu) og
tengið efsta hlutann við höfuðstykkissamstæðuna.
2. Stillið beltið og spennið það á þannig að loftdælan falli þægilega utan
um mittið og tengið neðri enda öndunarslöngunnar við úttak loftdælunnar.
3. Stillið höfuðstykkið eins og lýst er í viðeigandi notendaleiðbeiningum.
4. Kveikið á loftdælunni, setjið höfuðstykkið upp og gangið úr skugga um
að lágmarksloftflæði, hið minnsta, sé til staðar (hljóðviðvörunin heyrist ef
loftflæði er undir lágmarki – nánari upplýsingar eru í hlutanum um
bilanagreiningu).
^ Í stöðunni „slökkt“ er ekki hægt að nota búnaðinn með
venjulegum hætti. Við þær aðstæður verður að yfirgefa mengaða
svæðið tafarlaust.
Gætið þess vel að öndunarslangan vefjist ekki utan um framstæða hluti í
umhverfinu. Ef þetta gerist skal yfirgefa mengaða svæðið og ganga úr
skugga um að búnaðurinn sé óskaddaður.
Endingartími vörunnar við notkun er mislangur eftir tíðni notkunar og
notkunarskilyrðum.
Ef loftflæðið inn í höfuðstykkið stöðvast eða minnkar meðan á notkun
stendur og viðvörunarmerkið heyrist eða ef vart verður við lykt skal
yfirgefa mengaða svæðið tafarlaust og kanna ástæðuna (sjá hlutann um
bilanagreiningu).
Ef varan er notuð daglega er mælt með því að henni sé fargað eftir 5 ára
notkun, að því gefnu að varan sé geymd og henni viðhaldið með þeim
hætti sem lýst er hér á eftir.
Mjög erfið umhverfisskilyrði kunna þó að stytta notkunartímann.
BÚNAÐURINN TEKINN AF
^ Fjarlægið ekki höfuðstykkið eða slökkvið á loftflæðinu fyrr en komið er
út fyrir mengaða svæðið.
1. Takið í höfuðstykkið og lyftið því upp af höfðinu.
2. Slökkvið á loftdælunni.
3. Losið beltið um mittið.
ATHUGIÐ Ef öndunarhlífin hefur verið notuð á svæði þar sem hún hefur
mengast af efnum sem kalla á sértæka afmengunarverkferla ætti að setja
hana í viðeigandi ílát og þétta vel þar til hægt er að afmenga hana eða
farga henni.
LEIÐBEININGAR UM HREINSUN
Hreinsið ekki á sprengihættustað.
Notið hreinan klút, vættan í mildri lausn úr vatni og fljótandi uppþvottaefni
til heimilisnota. Ekki má nota bensín, klórborin fituhreinsiefni (svo sem
tríklóretýlen), lífræn leysiefni eða hreinsiefni sem innihalda slípiefni til að
hreinsa neina hluta búnaðarins. Við sótthreinsun skal nota blautklúta, eins
og nánar er lýst í sérleiðbeiningunum.
VIÐHALD
Sjá mynd 8.
Reynið engar viðhaldsaðgerðir aðrar en þær sem lýst er á myndum 1-9.
Viðhald, þjónusta og viðgerðir ættu að vera í höndum sérþjálfaðs
starfsfólks.
^ Notkun á ósamþykktum íhlutum eða breytingar án heimildar geta verið
skaðleg lífi og heilsu og ógilt alla ábyrgð.
Skiptið um rafhlöðu eftir að hún hefur verið hlaðin 500 sinnum. Skipt um
síuþétti (sjá mynd 9.) Ef farga þarf íhlutum ætti að gera það í samræmi við
staðbundnar reglugerðir um heilsu– og öryggisvernd og umhverfisvernd.
^ FLEYGIÐ EKKI NiMH-RAFHLÖÐUM Í ELD OG SENDIÐ ÞÆR EKKI Í
BRENNSLU. Meðhöndla skal rafhlöðustæður sem sérstakan úrgang og í
samræmi við þær umhverfisreglur sem gilda á staðnum.
Í NOTKUN
BILANALEIT
Notkun
Viðvaranir Skjár Hljóðgjafi Athugasemdir
Kveikt
Rafhlaðan er að
tæmast
Sjá hér fyrir ofan.
Stífluð slanga –
hreinsið/skiptið um
slöngu
Stíflaðar síur – skiptið
um síur (mynd 5)
Kvörðun röng –
endurkvarðið (mynd 3)
Hlaðið rafhlöðuna (mynd 1)
Venjuleg notkun
Skiptið um síur (mynd 5)
Lítið rennsli
Lítið rennsli og
rafhlaðan er að
tæmast
Endurheimt
flæðis
Lykt greind
Kveikt (venjuleg notkun)
Slökkt
Skjár Hljóðgjafi
HVAÐ? HVENÆR?
Prófun á loftflæði
Kvörðun
Almennt eftirlit
Hreinsun
Fyrir notkun
Fyrir fyrstu notkun og svo mánaðarlega
Fyrir notkun
Mánaðarlega ef tækið er ekki í stöðugri notkun
Eftir notkun
Lykill
= Pípir lengi með hléum
= Pípir stutt einu sinni
= Leiftrar hægt
ATHUGIÐ Slökkt verður á kerfinu eftir viðvörun um litla hleðslu á
rafhlöðunni til að verja sellurnar fyrir skemmdum.
GEYMSLA OG FLUTNINGUR
Þessar vörur ætti að geyma í eigin umbúðum við þurr og hrein skilyrði,
fjarri sólarljósi, háum hita, bensíni og leysiefnagufum.
Geymist ekki við
hitastig sem fer umfram -10 °C til +50°C eða þar sem rakastig er hærra
en 90%. Ef varan er geymd við uppgefin geymsluskilyrði er áætlaður
endingartími hennar 5 ár frá framleiðsludegi. Upprunalegar umbúðir henta
til flutninga á vörunni um öll Evrópusambandsríkin.
TÆKNILÝSING
Nema annað sé tekið fram í sérleiðbeiningunum
Öndunarhlífar
EN12941 – sjá upplýsingar um nafngildi varnarþáttar og úthlutaðan
varnarþátt í notendaleiðbeiningum með höfuðstykki.
Eiginleikar úttaksstreymis
Lágmarksgildi framleiðanda fyrir hönnunargerð (MMDF) 150 l/mín
Mesta flæði samkvæmt framleiðanda 230 l/mín.
Rafhlöðupakkar
4 klst. rafhlaða = 5,2 V NiMH, endurhlaðanleg
8 klst. rafhlaða = 5,2 V NiMH, endurhlaðanleg
I.S.-rafhlaða = 4,8 V NiMH, endurhlaðanleg
Flokkun til notkunar á sprengihættustöðum
Andrúmsloft með gasi (Gb)
EN 60079-11 Ex ib IIB T3 Gb
ib – sjálftrygg útfærsla fyrir verndarstig búnaðar Gb
IIB – tækjahópur fyrir gas (EN 60079-0)
T3 - hám. yfirborðshiti 200°C (Ta = - 20°C til +40°C)
Rykmettað andrúmsloft (Db)
EN 61241-1 Ex tb IIIC T55°C Db
tb – vernd með lokun fyrir verndarstig búnaðar Db
IIIC – tækjahópur fyrir ryk (EN 60079-0)
T55°C – hám. yfirborðshiti (ryksvæði)
SIRA Ex09Y2202X – vottunarnúmer
X – Hlaða verður rafhlöðuna á öruggu svæði
Inntaksvörn
Loftdæla, EN 60529 IP53
Ef útbúin I.S.-poka, EN 60529 IP63
5x = vörn gegn ryki
6x = rykhelt
x3 = vatnsúðun
Notkunarskilyrði
-5 til + 40°C og < 90% rakastig
Þyngd (ásamt 4 klst. rafhlöðu en ekki með belti eða síum)
Jupiter-loftdæla = 815 grömm
Leiftrar hægt
Pípir stutt einu sinni
Lykill