EasyManua.ls Logo

ABL Wallbox eMH2 - Íslenska; Fyrirhuguð notkun; Upplýsingar um uppsetningu og notkun; Öryggisupplýsingar

ABL Wallbox eMH2
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
| Wallbox eMH2 – Fyrirhuguð notkun
154
Fyrirhuguð notkun
Wallbox eMH2 er snjöll alhliða vegghleðslustöð með kostnaðarútreikningi fyrir einkaaðila og fyrirtæki og
er því tilvalin til að hlaða einka- eða fyrirtækjabíla ýmist í bílskúrnum heima eða með hópuppsetningu á
bílastæðum fyrirtækja eða hótela. Vegghleðslustöðin býður upp á allt að 22kW hleðslugetu fyrir hraðvirka
hleðslu rafbíla sem má tengja á sveigjanlegan hátt ýmist með fasttengdri hleðslusnúru með hleðslukló
af gerð 2 eða innbyggðum hleðslutengli af gerð 2 með valfrjálsri hleðslusnúru. „Master“- og „slave“-
útfærslur Wallbox eMH2 eru einnig fáanlegar í pakka með bakvinnslulausnunum frá reev sem einfalda
umsjón með hleðslum og kostnaðarútreikning til muna.
ATHUGIÐ
Stillingamöguleikar
Frekari upplýsingar um stillingu og notkun Wallbox eMH2 í sjálfstæðri útfærslu, í hópuppsetningu og
með bakvinnslu er að finna í ítarlegu uppsetningarhandbókinni (sjá „Tæknilegar viðbótarupplýsingar“
á bls. 162).
Upplýsingar um uppsetningu og notkun
Í þessu skjali er fjallað um helstu atriði sem tengjast notkun Wallbox eMH2.
Faglærður rafvirki skal sjá um að setja Wallbox eMH2 upp og taka hana í notkun: Fjallað er um upp set-
ningu hleðslustöðvarinnar í sérstakri uppsetningarhandbók sem hægt er að nálgast sem PDF-skjal á
vefsíðunni www.ablmobility.de (sjá einnig „Tæknilegar viðbótarupplýsingar“ á bls. 162).
Notandi Rafvirki
Notendahandbók (þetta skjal)
Tæknilegar viðbótarupplýsingar
Upplýsingablöð
Uppsetningarhandbók
Öryggisupplýsingar
Hætta
Hætta vegna rafspennu
Sé ekki farið eftir öryggisupplýsingunum í þessari handbók eða þær virtar að vettugi, getur það leitt til
raflosts, eldsvoða, alvarlegs líkamstjóns og/eða dauða.
Lesið allar öryggisupplýsingar vandlega.
Fylgið ávallt öllum öryggisupplýsingum!
Gætið að eftirfarandi atriðum:
Lesið þessar leiðbeiningar vandlega.
Farið eftir öllum ábendingum og fylgið öllum leiðbeiningum.
Geyma skal þessar leiðbeiningar á öruggum stað sem alltaf er hægt að komast að: Allir sem nota
vöruna verða að geta nálgast efni leiðbeininganna, einkum öryggisleiðbeiningarnar.
Íslenska

Table of Contents

Other manuals for ABL Wallbox eMH2

Related product manuals