EasyManua.ls Logo

AEG ABE818E6NC - 2.2 Rafmagnstenging; 2.3 Notkun

AEG ABE818E6NC
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
Við fyrstu uppsetningu eða eftir að
hurðinni hefur verið snúið skal bíða í
að minnsta kosti 4 klukkustundir áður
en heimilistækið er tengt við rafmagn.
Þetta er til að olían nái að flæða aftur í
þjöppuna.
Áður en þú framkvæmir einhverjar
aðgerðir á heimilistækinu (t.d. snýrð
við hurðinni) skaltu taka klóna úr
rafmagnsinnstungunni.
Ekki setja heimilistækið upp nálægt
hitagjöfum (ofnum) eða eldavélum,
bökunarofnum eða helluborðum,
nema annað sé tekið fram í
leiðbeiningum um uppsetningu.
Ekki hafa heimilistækið berskjaldað
gagnvart rigningu.
Ekki setja heimilistækið upp þar sem
það verður fyrir beinu sólarljósi.
Ekki setja þetta heimilistæki upp á
svæðum þar sem er of mikill raki eða
of kalt.
Þegar þú færir til heimilistækið, skaltu
lyfta brúninni að framan til að koma í
veg fyrir að þú rispir gólfið.
Heimilistækið inniheldur poka af
þurrkefni. Þetta er ekki leikfang. Þetta
er ekki matvara. Vinsamlegast
fargaðu því samstundis.
2.2 Rafmagnstenging
AÐVÖRUN!
Hætta á eldi og raflosti.
AÐVÖRUN!
Þegar heimilistækið er
staðsett skaltu tryggja að
rafmagnssnúran sé hvorki
klemmd né skemmd.
AÐVÖRUN!
Notaðu ekki fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
Heimilistækið verður að vera
jarðtengt.
Gakktu úr skugga um að
færibreyturnar á merkiplötunni séu
samhæfar við rafmagnsflokkun
aðalæðar aflgjafa.
Notaðu alltaf rétt ísetta innstungu sem
ekki veldur raflosti.
Gakktu úr skugga um að
rafmagnsíhlutir verði ekki fyrir
skemmdum (t.d. rafmagnsklóin,
snúran, þjappan). Hafa skal samband
við viðurkennda þjónustumiðstöð eða
rafvirkja til að skipta um
rafmagnsíhluti.
Rafmagnssnúran verður að liggja
neðar en rafmagnsklóin.
Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gakktu úr skugga
um að rafmagnsklóin sé aðgengileg
eftir uppsetningu.
Ekki toga í snúruna til að taka tækið
úr sambandi. Taktu alltaf um klóna.
2.3 Notkun
AÐVÖRUN!
Hætta á meiðslum, bruna,
raflosti eða eldsvoða.
Heimilistækið inniheldur eldfimt
gas, ísóbútan (R600a), náttúrulegt gas,
sem er mjög umhverfisvænt. Gættu þess
að valda ekki skaða á kælirásinni sem
inniheldur ísóbútan.
Breytið ekki eiginleikum
heimilistækisins.
Það er harðbannað að nota þessa
innbyggðu vöru sem frístandandi tæki.
Ekki láta rafmagnstæki (s.s.
ísgerðarvélar) í tækið nema það sé
tekið fram af framleiðanda að þau þoli
það.
Ef rafrásir kælibúnaðarins skemmast
skal gæta þess að það sé enginn logi
eða kveikjugjafar í herberginu.
Loftræstu herbergið.
Ekki láta heita hluti snerta þá hluta
heimilistækisins sem eru úr plasti.
Ekki setja gosdrykki í frystihólfið. Við
það myndast þrýstingur innan í
drykkjarílátinu.
Ekki nota heimilistækið til að geyma
eldfimar lofttegundir eða vökva.
Setjið ekki eldfim efni eða hluti bleytta
með eldfimum efnum í, nálægt, eða á
heimilistækið.
Ekki snerta þjöppuna eða þéttinn. Þau
eru heit.
Ekki fjarlægja eða snerta hluti úr
frystihólfinu ef hendur þínar eru rakar
eða blautar.
Ekki endurfrysta mat sem búið er að
þíða.
www.aeg.com40

Table of Contents

Related product manuals