EasyManua.ls Logo

AEG ABE818E6NC - 6. ÁBENDINGAR OG GÓÐ RÁÐ; 6.1 Ábendingar um orkusparnað; 6.2 Ábendingar um frystingu; 6.3 Ábendingar um geymslu á frosnum mat

AEG ABE818E6NC
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
6. ÁBENDINGAR OG GÓÐ RÁÐ
6.1 Ábendingar um
orkusparnað
Innri uppsetning heimilistækisins er
það sem tryggir skilvirkustu notkun
orku.
Ekki fjarlægja kalda geyma úr
frystikörfunni.
Ekki opna hurðina oft eða hafa hana
opna lengur en nauðsyn krefur.
Því kaldari sem stillingin er, því meiri
orku notar hún.
Tryggðu gott loftflæði. Ekki hylja
loftræstiristarnar eða götin.
Gakktu úr skugga um að matvaran inn
í heimilistækinu komi ekki í veg fyrir
að loft geti flætt út um þar til gerð göt
aftan á innanverðu heimilistækinu.
6.2 Ábendingar um frystingu
Virkjaðu Frostmatic aðgerðina að
minnsta kosti einum sólarhring áður
en maturinn er látinn í frystihólfið.
Áður en ferskur matur er frystur skal
setja hann í álpappír, plastfilmu eða
poka, loftþétt ílát með loki.
Til að fá skilvirkari frystingu og þíðingu
ætti að skipta matvælunum í minni
skammta.
Mælt er með því að láta merkingar og
dagsetningar á öll frosin matvæli. Það
mun hjálpa þér að þekkja matvælin og
vita hvenær þarf að nota þau áður en
þau fara að spillast.
Maturinn á að vera ferskur þegar
hann er frystur til að varðveita gæðin.
Sérstaklega ætti að frysta ávexti og
grænmeti eftir uppskeru til að
varðveita öll næringarefni þeirra.
Ekki frysta dósir eða flöskur með
vökva, sérstaklega kolsýrða drykki -
þær geta sprungið þegar þær eru
frystar.
Ekki láta heitan mat í frystihólfið.
Kældu niður að stofuhita áður en
hann er látinn inn í hólfið.
Til að forðast hækkun hitastigs fyrir
matvæli sem þegar voru frosin skal
ekki setja fersk, ófrosin matvæli beint
við hlið þeirra. Láttu matvæli við
stofuhita í þann hluta frystihólfsins þar
sem eru engin frosin matvæli.
Ekki borða ísmola, vatnsís eða
íspinna strax eftir að þeir hafa verið
teknir úr frysti. Hætta er á kali.
Ekki endurfrysta þiðin matvæli. Ef
matvælin eru þiðin skaltu elda þau,
kæla og frysta.
6.3 Ábendingar um geymslu á
frosnum mat
Frystihólfið er það sem er merkt með
.
Góð hitastilling sem varðveitir frosna
matvöru er -18°C eða lægri.
Sé hærri hiti stilltur fyrir heimilistækið
getur það leitt til styttri endingartíma
fyrir vörurnar.
Allt frystihólfið hentar fyrir geymslu á
frosnum vörum.
Skildu eftir nægilegt pláss í kringum
matvælin til að loft nái að flæða vel
um þau.
Fyrir fullnægjandi geymsluskilyrði,
skal skoða fyrningardagsetninguna á
matarumbúðum.
Það er mikilvægt að pakka
matvælunum þannig að vatn, raki og
vatnsgufa komist ekki að þeim.
6.4 Innkaupaábendingar
Eftir að hafa keypt í matinn:
Gakktu úr skugga um að umbúðirnar
séu ekki skaddaðar - maturinn gæti
hafa spillst. Ef umbúðirnar eru bólgnar
eða blautar, getur verið að þær hafi
ekki verið geymdar við réttar
aðstæður og hafi þegar byrjað að
þiðna.
Til að takmarka þíðingu ætti að kaupa
frosnar vörur í lok
verslunarleiðangursins og flytja þær í
kælitösku eða hitastillandi tösku.
Settu frosnu matvælin samstundis í
frystinn þegar þú snýrð aftur úr
búðinni.
Ef maturinn hefur þiðnað, jafnvel bara
að hluta, skal ekki endurfrysta hann.
Neyta skal matarins eins fljótt og hægt
er.
Virtu síðasta neysludag og
geymsluupplýsingarnar sem finna má
á umbúðum.
ÍSLENSKA 47

Table of Contents

Related product manuals