EasyManua.ls Logo

ABL WALLBOX eMH1 - Íslenska; Fyrirhuguð notkun; Upplýsingar um uppsetningu og notkun; Öryggisupplýsingar

ABL WALLBOX eMH1
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
| Wallbox eMH1 – Fyrirhuguð notkun
134
Fyrirhuguð notkun
Vegghleðslustöðin Wallbox eMH1 er ætluð til að hlaða rafbíla með skilvirkum hætti samkvæmt IEC 61851-1
Mode 3 og er fáanleg í útgáfum með mismunandi hleðslugetu, ýmist með fasttengdri hleðslusnúru með
hleðslukló af gerð 2 eða með innbyggðum hleðslutengli af gerð 2 til að tengja hleðslusnúrur sem eru
keyptar sérstaklega.
Upplýsingar um uppsetningu og notkun
Í þessu skjali er fjallað um helstu atriði sem tengjast notkun Wallbox eMH1.
Faglærður rafvirki skal sjá um að setja Wallbox eMH1 upp og taka hana í notkun: Fjallað er um upp-
setningu hleðslustöðvarinnar í sérstakri uppsetningarhandbók sem hægt er að nálgast sem PDF-skjal á
vefsíðunni www.ablmobility.de (sjá einnig „Tæknilegar viðbótarupplýsingar“ á bls. 141).
Notandi Rafvirki
Notendahandbók (þetta skjal)
Tæknilegar viðbótarupplýsingar
Upplýsingablöð
Uppsetningarhandbók
Öryggisupplýsingar
Hætta
Hætta vegna rafspennu
Sé ekki farið eftir öryggisupplýsingunum í þessari handbók eða þær virtar að vettugi, getur það leitt til
raflosts, eldsvoða, alvarlegs líkamstjóns og/eða dauða.
Lesið allar öryggisupplýsingar vandlega.
Fylgið ávallt öllum öryggisupplýsingum!
Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum:
Lesið þessa notendahandbók vandlega.
Farið eftir öllum ábendingum og fylgið öllum leiðbeiningum.
Geyma skal þessar leiðbeiningar á öruggum stað sem alltaf er hægt að komast að: Allir sem nota
vöruna verða að geta nálgast efni leiðbeininganna, einkum öryggisleiðbeiningarnar.
Notið eingöngu þann fylgibúnað sem ABL býður upp á fyrir vöruna.
Ekki má setja vöruna upp nálægt rennandi vatni eða vatni sem skvettist eða á svæðum þar sem hætta
er á flóðum.
Ekki má setja vöruna upp á svæðum þar sem er sprengihætta (EX-svæðum).
Uppsetning rafmagns skal framkvæmd samkvæmt staðarreglum af hæfum rafvirkja, sem á grundvelli
sérþjálfunar og reynslu, ásamt þekkingu á viðkomandi reglugerðum, getur metið og framkvæmt þá
vinnu sem lýst er í þessari handbók og borið kennsl á mögulegar hættur.
Íslenska

Table of Contents

Other manuals for ABL WALLBOX eMH1

Related product manuals