EasyManuals Logo

ABL WALLBOX eMH1 Operating Manual

ABL WALLBOX eMH1
Go to English
228 pages
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Page #135 background imageLoading...
Page #135 background image
Wallbox eMH1 – Notkunarleiðbeiningar |
135
Íslenska
ATHUGIÐ
Tilkynningaskylda
Vinsamlegast athugið að raforkufyrirtæki, veitufyrirtæki eða innlendar reglugerðir geta krafist
tilkynningar eða leyfis fyrir uppsetningu eða rekstri hleðslustöðvar.
Gangið úr skugga um að málspenna og -straumur vörunnar uppfylli kröfur fyrir veitukerfi rafmagns á
staðnum og að ekki sé farið yfir málafl meðan á notkun stendur.
Ekki má byrja að nota vöruna fyrr en faglærður rafvirki hefur yfirfarið hana.
Ef uppsetning fór ekki rétt fram eða mistök við uppsetningu valda truflunum á virkni skal ávallt leita
fyrst til aðilans sem annaðist uppsetninguna.
Ekki má líma neitt á vöruna eða hylja hana með öðrum hlutum eða efni.
Ekki má setja neinn vökva eða ílát með vökva á vöruna.
Athugið að ef þráðlausir sendar eru notaðir nálægt vörunni (<20cm) getur það valdið truflunum á
virkni hennar.
Ekki er ætlast til að þessi vara sé notuð af einstaklingum (þar með töldum börnum) með skerta
líkamlega, skynjunartengda eða andlega hæfni eða sem skortir reynslu og/eða þekkingu, nema þeir
séu undir umsjón einhvers sem ber ábyrgð á öryggi þeirra eða þeir hafi fengið leiðbeiningar um hvernig
eigi að nota vöruna.
Hafa verður eftirlit með börnum þannig að þau séu ekki að leika sér að vörunni.
Alls ekki má breyta vörunni með neinum hætti. Öll brot á þessum leiðbeiningum leiða af sér
öryggishættu, brjóta í grundvallaratriðum gegn ákvæðum ábyrgðar og geta tafarlaust ógilt hana.
Eingöngu faglærðir rafvirkjar mega gera við bilanir sem öryggi fólks eða vörunni sjálfri stafar hætta af.
Vinsamlegast hafið samband við rafvirkja komi einhver af eftirfarandi bilunum upp:
y Ytra byrði vörunnar hefur orðið fyrir hnjaski, lokið hefur verið fjarlægt eða ekki er hægt að loka því.
y Varan virkar ekki eins og hún á að gera.
y Hleðsluinnstunga, föst hleðslusnúra eða hleðslutengill hafa orðið fyrir sjáanlegum skemmdum eða
starfa ekki rétt.
Notkunarleiðbeiningar
Fylgið ávallt gildandi öryggisreglum um notkun raftækja á staðnum þar sem varan er notuð.
Til þess að taka vöruna alveg úr sambandi við rafmagn verður að slá út sjálfvörum og
lekastraumsrofum í rafmagnstöflu hússins.
Tryggið að hleðslusnúra sé aldrei of strekkt.
Gætið þess að varan sé ávallt lokuð og læst á meðan hún er í notkun.
Gætið þess að aka ekki yfir hleðslusnúruna, brjóta upp á hana eða klemma hana. Sýnið alltaf sérstaka
aðgát við meðhöndlun hleðsluklóa og hleðslutengla.
Alls ekki má breyta ytra byrði eða innri tengingum vörunnar með neinum hætti: Ef ekki er farið eftir
þessu felur það í sér alvarlegt brot gegn ábyrgðarskilmálum sem leiðir til þess að ábyrgðin fellur
tafarlaust úr gildi.
Látið eingöngu gera við vöruna hjá rafvirkjum sem ABL viðurkennir.

Table of Contents

Other manuals for ABL WALLBOX eMH1

Questions and Answers:

Question and Answer IconNeed help?

Do you have a question about the ABL WALLBOX eMH1 and is the answer not in the manual?

ABL WALLBOX eMH1 Specifications

General IconGeneral
ModeleMH1
ManufacturerABL
Connector TypeType 2
InstallationWall-mounted
Protection ClassIP54
Input Voltage400 V
Voltage230/400 V
CategoryWallbox
Charging Power11 kW
Charging Current16 A
Operating Temperature-25°C to +50°C
CommunicationModbus

Related product manuals