EasyManua.ls Logo

KitchenAid 5KPM5 - BlöndunartíMI; Ráð um Blöndun; Aukahlutir

KitchenAid 5KPM5
260 pages
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
ÍSLENSKA
AUKAHLUTIR | 183
Blöndunartími
KitchenAid hrærivélin vinnur hraðar og betur
en flestar aðrar rafmagnshrærivélar. Því
verður að miða vinnslutíma uppskrifta við
þetta til að koma í veg fyrir ofhræringu.
Til að finna út blöndunartímann verður
að fylgjast með deiginu og blanda aðeins
þangað til deigið hefur náð því útliti sem
það á að hafa samkvæmt uppskriftinni,
t.d. „mjúkt og kremað“. Til að velja bestu
blöndunarhraðana skal nota kaflann
„Leiðarvísir um hraðastýringu“.
ATH.: Ef deigið blandast ekki nægilega
vel í botni skálarinnar þá er hrærarinn
ekki nógu neðarlega í skálinni. Sjá hlutann
„Borðhrærivélin sett saman“.
Hráefnum bætt við
Alltaf skal bæta í hráefnum eins nálægt hlið
skálarinnar og hægt er en ekki beint inn
í hrærarann á hreyfingu. Hægt er að nota
hveitibrautina til að einfalda þetta. Notaðu þrep
1 þar til hráefnin hafa blandast. Bættu síðan
smá saman við þar til réttum hraða er náð.
Hnetum, rúsínum eða sykruðum
ávöxtum bætt út í
Fylgdu einstökum uppskriftum varðandi
leiðbeiningar um hvernig þessi hráefni eru
látin út í. Almennt séð skal blanda hörðum
efnum saman við á síðustu sekúndum
blöndunar á þrepi 1. Deigið á að vera nógu
þykkt til að hneturnar eða ávextirnir sökkvi
ekki til botns í forminu þegar bakað er.
Klístrugum ávöxtum á að velta upp úr hveiti
til að þeir dreifist betur um deigið.
RÁÐ TIL AÐ NÁ FRÁBÆRUM ÁRANGRI
Ráð um blöndun
Fljótandi blöndur
Blöndur sem innihalda mikinn vökva á að
hræra á lægri hraða til að koma í veg fyrir
skvettur. Hraðinn er aukinn eftir að blandan
hefur þykknað.
KitchenAid aukahlutir eru hannaðir með endingu í huga. Driföxullinn í aukahlutunum og tengið
eru ferköntuð til að koma algjörlega í veg fyrir að öxullinn snuði í tenginu. Nöfin og öxulhúsið
eru kónísk til að tryggja að þau falli þétt inn í tengið þrátt fyrir langa notkun og slit. KitchenAid
aukahlutir þurfa ekki aukaorkugjafa, aflgjafi er innbyggður.
Drifhlíf**
Festing fyrir aukahluti
Hús á aukahlutum*
Öxulhús*
Pinni
Hak
Tengi fyrir aukahluti
Öxull aukahluta*
* Valkvæður aukahlutur, ekki hluti af hrærivélinni.
** Stíllinn kann að vera breytilegur eftir gerð.
AUKAHLUTIR
W11356007A.indb 183 3/18/2019 2:02:56 PM

Table of Contents

Other manuals for KitchenAid 5KPM5

Related product manuals