178
UNNIÐ MEÐ BRAUÐRISTINAHLUTAR OG EIGINLEIKAR
Fyrir fyrstu notkun
Áður en þú notar brauðristina skaltu athuga
sérlega breiðu raufarnar og fjarlægja allt
umbúða- og prentefni sem kann að hafa fallið
ofan í hana við flutning eða meðhöndlun.
Ekki fara með málmhlut inn í brauðristina.
Þú kannt að sjá léttan reyk í fyrsta sinn sem
þú notar brauðristina. Þetta er eðlilegt.
Reykurinn er skaðlaus og hverfur fljótlega.
Hætta á raflosti
Settu í samband við jarðtengdan tengil.
Ekki fjarlægja jarðtenginguna.
Ekki nota millistykki.
Ekki nota framlengingarsnúru.
Misbrestur á að fylgja þessum
leiðbeiningum getur leitt til dauða,
eldsvoða eða raflosts.
VIÐVÖRUN
Eiginleikar brauðristar
Sérlega breiðar raufar
Meðhöndlar auðveldlega þykkar
brauðsneiðar eða beyglur.
Brauðgrindur með sjálfvirkri miðjustillingu
Miðjustillir þykkar eða þunnar brauðsneiðar
fullkomlega fyrir jafna ristun.
Laus mylsnubakki
Endingargóður stálbakki (tveir bakkar hlið
við hlið á 4-raufa gerð) sem hægt er að þvo
í efstu grind uppþvottavélar.
Snúrugeymsla undir botni
Heldur auka snúrulengd úr sjónmáli og úr vegi.
Stílfært útlit
Fletir úr ryðfríu stáli og lökkuðu stáli eru
smíðaðir fyrir endingu og stíl.
Innviðir úr stáli
Endingargott og djúpt ristunarrými hjálpar
til við að tryggja jafna ristun.
UNNIÐ MEÐ BRAUÐRISTINA
Að nota brauðristina
1
Settu snúruna í samband við
jarðtengdan tengil.
Styttu snúruna, ef nauðsyn krefur, með því að
vefja hana upp undir botninn. Fætur brauð-
ristarinnar eru nægilega háir þannig að snúran
getur komið undan hvaða hlið sem er.
W10625929B_13_IS.indd 178 11/20/13 11:06 AM