172
|
Lesið af orkumæli
Lesið af orkumæli
Orkumælirinn á hlið Wallbox eM4Single veitir mismunandi upplýsingar um hleðsluna í línunum þremur á
skjánum. Á meðan efsta línan sýnir alltaf sömu gildi er skipt reglulega á milli gilda í línum 2 og 3:
Heildarnotkun raunorku
Í efstu línunni er alltaf sýnd heildarnotkun
raunorku í kWh og þar með samtala fyrir allar
hleðslur á hleðslustaðnum. Alltaf eru sýndar
sömu upplýsingar í þessari línu.
A
B
Núverandi notkun raunorku
Í þessu ástandi sýnir önnur línan raunorku í kWh
sem hefur verið notuð í yfirstandandi hleðslu.
Auðkenni hleðslustaðar
Eftir að skipt er sýnir önnur línan í þessu ástandi
auðkennið sem hleðslustaðnum var úthlutað við
uppsetningu.
A
C
Tímalengd hleðslu
Eftir að skipt er sýnir önnur línan í þessu
ástandi tímalengd yfirstandandi hleðslu í
klukkustundum, mínútum og sekúndum.
A
D
E
Núverandi notkun raunafls
Í þessu ástandi sýnir þriðja línan raunaflið sem
bíllinn er að nota: Meðan á hleðslu stendur er
gildið breytilegt en þegar bíll er ekki tengdur er
gildið 0,0kW.
B