EasyManua.ls Logo

Grundfos ALPHA1 L - Varan Stillt

Grundfos ALPHA1 L
660 pages
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
7. Varan stillt
Notið hnappinn á stjórnborðinu til að stilla vöruna. Dælustillingarnar
breytast í hvert skipti sem ýtt er á hnappinn. LED-ljósin gefa til
kynna valda stjórnstillingu. Ef ýtt er fimm sinnum á hnappinn eru
stillingarnar komnar heilan hring.
Skjár Stjórnstilling
Stöðugur ferill 1
Stöðugur ferill 2
Stöðugur ferill 3
Ofnastilling
Gólfstilling
Púlsvíddarmótunarsnið A
LED-ljósið blikkar.
Fastur stjórnferill
LED-ljósin blikka.
Dælan virkjar inntaksmerki púlsvíddarmótunar sjálfkrafa þegar
merkjasnúrunni er stungið í samband og dælan greinir
púlsvíddarmótunarmerkið. Ef dælan greinir ekki
púlsvíddarmótunarmerki eða ef merkið jafngildir núlli mun dælan
skipta yfir í stjórnstillinguna sem var valin áður en hún tengdist við
púlsvíddarmótunarmerki. Upplýsingar um stillingu inntaksmerkis
púlsvíddarmótunar má finna í kafla Inntaksmerki púlsvíddarmótunar
stillt.
Til að velja fastan feril fyrir hlutfallslegan þrýsting skal halda
hnappinum inni í 3 sekúndur. Til að slökkva á þessari stjórnstillingu
skal halda hnappinum inni í 3 sekúndur.
Frekari upplýsingar um hverja stjórnstillingu má finna í kafla
Stjórnstillingar.
Dælan er verksmiðjustillt á hitunarstillingu fyrir ofn.
Tengdar upplýsingar
6.2 Stjórnstillingar
7.1 Inntaksmerki púlsvíddarmótunar stillt
649
Íslenska (IS)

Table of Contents

Other manuals for Grundfos ALPHA1 L

Related product manuals