18
AÐ KVEIKJA Á BRENNURUM OG NOTKUN
KVEIKT Á AÐALBRENNARA
A) Opnið lokið (1).
B) Tryggið að skrúfað sé fyrir alla gasstjórntakka (2) (Ýtið gasstjórntakkanum inn og
snúið réttsælis til að tryggja að hann sé í OFF stöðu.)
m HÆTTA: Gasstjórntakkar verða að vera í OFF stöðu áður en
opnað er fyrir gaskútinn (3).
C) Opnið fyrir gaslokann með því að nota viðeigandi valmöguleika eftir gerð gaskúts og
stjórnloka (3).
Rafstýrður kveikjari
Hver gasstjórntakki stýrir einum brennara og á hverjum brennara er kveikt með
rafeindakveikjaranum. Rafeindakveikjarinn kveikir á hverjum brennara sérstaklega með
neista frá rafskauti kveikjarans innan í Gas Catcher™ kveikihólfinu. Orkan í neistann
fæst með að ýta á rafeindakveikjarann. Það heyrist smellur.
D) Kveikt skal á brennurunum, einum í senn frá vinstri til hægri. Byrjið á brennara
lengst til vinstri; ýtið gasstjórntakkanum inn og snúið að START/HI (4). Ýtið og haldið
inni rafeindakveikjaranum (5). Það heyrist smellur. Kannið hvort vinstri brennarinn
logi með því að horfa gegnum ristarnar á grillinu. Það ætti að sjást logi (6).
m HÆTTA: Hallið ykkur ekki yfir opið grillið.
E) Kveikið á miðjubrennara með því að ýta gasstjórntakkanum inn og snúið að START/
HI (7). Ýtið og haldið inni kveikjaranum (5). Það heyrist smellur. Kannið hvort
miðjubrennarinn logi með því að horfa gegnum ristarnar á grillinu.
F) Kveikið á brennara lengst til hægri með því að ýta gasstjórntakkanum inn og snúið
að START/HI (8). Ýtið og haldið inni kveikjaranum (5). Það heyrist smellur. Kannið
hvort hægri brennarinn logi með því að horfa gegnum ristarnar á grillinu.
m VIÐVÖRUN: Kveikja verður á hverjum brennara fyrir sig
með að ýta á rafeindakveikjarann. Ef það er ekki gert
getur blossað upp gaslogi, sem getur valdið alvarlegu
líkamlegstjóni og skemmdum á eignum.
m HÆTTA: Ef ekki kviknar á einhverjum brennara, þegar það
er reynt, skal snúa gasstjórntakka brennarans á OFF innan
fimm sekúndna og bíða í fimm mínútur til að lofta út gasinu
áður en reynt er aftur eða kveikja með eldspýtu.
◆
AÐ SLÖKKVA
Ýtið inn og snúið gasstjórntakka hvers brennara réttsælis í OFF stöðu. Lokið fyrir gasið
við kútinn.
◆
5
OFF START/HI MEDIUM LOW
Það gasgrill sem sýnt
er gæti verið svolítið
öðruvísi en það gasgrill
sem keypt var.
m HÆTTA
Ef lokið er ekki uppi þegar kveikt er á grillbrennurunum eða
ekki beðið í fimm mínútur til að lofta út gasinu, þegar kviknar
ekki á grillinu, getur það valdið sprengiblossa, sem getur leitt
til alvarlegs líkamstjóns eða dauða.