Íslenska – 2
Lýsing á vöru og eiginleikum
Fyrirhuguð notkun
Bosch-drifeiningin af kynslóðinni the smart system er
eingöngu ætluð til að kný
ja rafhjólið og ekki má nota hana í
öðrum tilgangi.
Til viðbótar við eiginleikana sem hér er lýst getur einnig
hvenær sem er verið að gerðar séu breytingar á hugbúnaði til
að lagfæra villur og breyta eiginleikum.
Hlutar á mynd
Allt eftir útbúnaði rafhjólsins getur sumt af því sem kemur
fram í þessari notendahandbók verið frábrugðið því sem er
að finna á hjólinu.
Númeraröð hluta á myndum miðast við hvernig þeir koma
fram á myndunum fremst í handbókinni.
(1)
Drifeining
(2)
Hraðaskynjari
a)
(3)
Teinasegull
(4)
CenterLock-segull
b)
(5)
Gjarðarsegull
a) Lögun og uppsetningarstaða skynjarans getur verið önnur en hér
kemur fram
b) Uppsetningarstaða getur verið önnur en hér kemur fram
Tæknilegar upplýsingar
DrifeiningDriveUnit
Active Line
DriveUnit
Active Line Plus
DriveUnit
Performance Line
Vörukóði BDU3320 BDU3340 BDU3360
Málafl við sírekstur W 250 250 250
Hámarkstog á drifi Nm 40 50 75
Málspenna V 36 36 36
Notkunarhitastig °C –5... +40 –5... +40 –5... +40
Geymsluhitastig °C +10... +40 +10... +40 +10... +40
Varnarflokkur IP55 IP55 IP55
Þyngd, u.þ.b. kg 2,9 3,2 3,2
Bosch eBike Systems notar FreeRTOS (sjáwww.freertos.org).
Ljós á hjóli
A)
Spenna u.þ.b. V 12
Hámarksafl W 18
A) Ekki mögulegt með rafhlöðu rafhjólsins í öllum útfærslum fyrir tiltekið land, allt eftir gildandi lögum og reglum
Ef perur eru ekki settar rétt í geta þær eyðilagst!
Upplýsingar um hávaða frá drifeiningu
Við venjulega notkun er hljóðþrýstistig (A-hljóðstig)
drifeiningarinnar <70dB(A). Ef rafhjólið er hreyft úr stað í
leyfisleysi gefur drifeiningin frá sér viðvörunartón í tengslum
við þjónustuna <eBike Alarm>. Þessi viðvörunartónn getur
farið yfir 70dB(A) hljóðþrýstistigið og nær 80dB(A) í
2metra fjarlægð frá drifeiningunni. Viðvörunartónninn er
ekki í boði fyrr en búið er að virkja þjónustuna <eBike
Alarm> og hægt er að gera hann aftur óvirkan í appinu eBike
Flow.
Uppsetning
Hraðaskynjari athugaður (sjámyndA)
Speedsensor (slim)
Hraðaskynjarinn(2) og tilheyrandi CenterLock-segull(4)
eða teinasegull (3) eru settir þannig upp frá verksmiðju að
þegar hjólið snýst fari segullinn framhjá hraðaskynjaranum í
að minnsta kosti 2mm og í mesta lagi 15mm fjarlægð.
Ef gerðar eru breytingar verður að gæta þess að rétt bil sé á
milli segulsins og skynjarans (sjá myndA).
Athugaðu: Þegar afturhjólið er sett á og tekið af skal gæta
þess að skemma ekki skynjarann eða festingu hans.
Þegar skipt er um dekk þarf að ganga þannig frá snúru
skynjarans að hún sé ekki of strekkt og að ekki sé brotið upp
á hana.
Aðeins er hægt að taka CenterLock-segulinn(4) af og setja
hann aftur á að hámarki fimm sinnum.
Gjarðarsegull
Athugaðu: Ekki má breyta afstöðu gjarðarsegulsins gagnvart
gjörðinni (sjá myndA).
Þegar gjarðarsegull er notaður þarf ekki skynjara til að greina
snúning hjólsins. Drifeiningin greinir sjálf þegar segullinn er
nálægt og reiknar hraða og aðrar nauðsynlegar upplýsingar
út frá því hversu oft segulsviðið kemur fyrir.
0 275 007 3D2 | (26.01.2024) Bosch eBike Systems