Íslenska – 2
(3)
Hleðsluvísir fyrir rafhlöðu rafhjóls
(4)
ABS-ljós (aukabúnaður)
(5)
Ljós fyrir akstursstillingu
(6)
Festing
(7)
Valhnappur
(8)
Greiningartengi (eingöngu vegna viðhalds)
(9)Hnappur til að minnka stuðning –/
teymingarhjálp
(10)Hnappur til að auka stuðning +/
hjólaljós
(11)
Hnappur til að lækka birtustig/
fletta til baka
(12)
Hnappur til að hækka birtustig/
fletta áfram
Tæknilegar upplýsingar
StjórntölvaLED Remote
Vörukóði BRC3600
Hleðslustraumur USB-tengis
hám.
A)
mA 600
Hleðsluspenna USB-tengis
A)
V 5
USB-hleðslusnúra
B)
USB Type‑C®
C)
Hleðsluhitastig °C 0 ... +40
Notkunarhitastig °C –5 ... +40
Geymsluhitastig °C +10 ... +40
Greiningartengi USB Type‑C®
C)
Innbyggð litíumjónarafhlaða V
mAh
3,7
75
Varnarflokkur IP55
Mál (án festingar) mm 74 × 53 × 35
Þyngd g 30
Bluetooth® Low Energy 5.0
– Tíðni MHz 2400–2480
– Sendistyrkur mW 1
A)
Upplýsingarnar eiga við um hleðslu á stjórntölvunni LED
Remote; ekki er hægt að hlaða ytri tæki.
B) Fylgir ekki með
C) USBType‑C® og USB‑C® eru vörumerki í eigu USB Implementers
Forums.
Leyfisupplýsingar fyrir vöruna er að finna á eftirfarandi vefslóð:
www.bosch-ebike.com/licences
Samræmisyfirlýsing
Hér með lýsir Robert Bosch GmbH, Bosch eBike Systems,
því yfir að þráðlausi fjarskiptabúnaðurinn af gerðinni LED
Remote er í samræmi við tilskipun 2014/53/EU. Nálgast má
texta ESB-samræmisyfirlýsingarinnar í heild sinni á
eftirfarandi vefslóð: www.bosch-ebike.com/conformity.
Notkun
Skilyrði
Ekki er hægt að kveikja á rafhjólinu nema að eftirfarandi
skilyrði séu uppfyllt:
– Rafhlaða með nægilegri hleðslu er í rafhjólinu (sjá
notendahandbókina fyrir rafhlöðu rafhjóls sem tilheyrir
kynslóðinni the smart system).
– Hraðaskynjarinn er rétt tengdur (sjá notendahandbók
drifeiningar sem tilheyrir kynslóðinni the smart system).
Áður en þú hjólar af stað skaltu ganga úr skugga um að þú
náir vel til hnappanna á stjórntölvunni. Mælt er með því að
láta plús-/mínushnappana snúa næstum lóðrétt að jörðu.
Athugaðu: Allar myndir af notendaviðmótinu og vísanir í
texta í notendaviðmótinu miðast við núverandi útgáfu
hugbúnaðarins. Þegar hugbúnaðurinn er uppfærður getur
verið að breytingar verði á myndrænni framsetningu, texta í
notendaviðmótinu og/eða eiginleikum.
Rafmagnstenging stjórntölvunnar
Ef rafhlaða með nægilegri hleðslu er í rafhjólinu og kveikt er á
því er innbyggðu rafhlöðunni í stjórntölvunni séð fyrir orku og
hún hlaðin.
Þegar mjög lítil hleðsla er á innbyggðu rafhlöðunni í
stjórntölvunni er hægt að nota greiningartengið (8) og USB
Type-C®-snúru til að hlaða með ferðarafhlöðu eða öðrum
aflgjafa (hleðsluspenna 5V; hleðslustraumur hám. 600mA).
Alltaf skal setja lokið yfir greiningartengið (8) til að koma í
veg fyrir að ryk og raki berist inn í það.
Kveikt og slökkt á rafhjólinu
Kveikt er á rafhjólinu með því að ýta á hnappinn til að
kveikja/slökkva(2). Þegar hreyfimyndin fyrir ræsingu er búin
að birtast er hleðslustaðan á rafhlöðu rafhjólsins sýnd með
hleðsluvísinum (3) og akstursstillingin sem stillt er á er sýnd
með litaða vísinum (5). Rafhjólið er tilbúið til notkunar.
Birtustiginu á skjánum er stjórnað með birtuskynjaranum
(1). Verður því að gæta þess að ekkert sé fyrir
birtuskynjaranum (1).
Kveikt er á drifinu um leið og stigið er á fótstigið (nema þegar
stillt er á akstursstillinguna OFF). Afl drifsins fer eftir því
hvaða akstursstillingu er stillt á.
Við venjulega notkun er slökkt á stuðningi frá drifinu um leið
og hætt er að stíga á fótstigið eða um leið og hraðinn nær
25/45 km/h. Kveikt er sjálfkrafa aftur á drifinu um leið og
stigið er á fótstigið og hraðinn fer niður fyrir 25/45km/h.
Slökkt er á rafhjólinu með því að ýta stuttlega (<3sek.) á
hnappinn til að kveikja/slökkva(2). Það slokknar á
hleðsluvísinum fyrir rafhlöðu rafhjólsins (3) og ljósinu fyrir
akstursstillingu (5).
Ef ekki er óskað eftir afli frá drifinu í 10mínútur (t.d. vegna
þess að rafhjólið er kyrrstætt) og ekki er ýtt á hnapp slekkur
rafhjólið sjálfkrafa á sér.
0 275 007 3RL | (25.02.2024) Bosch eBike Systems