EasyManua.ls Logo

Cube HYDE - Page 1027

Cube HYDE
1195 pages
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
Íslenska – 6
Hallaðu rafhjólinu til hliðar.
Þegar búið er að virkja teymingarhjálpina byrjar drifið að ýta
hjólinu og upplýsingarnar á skjánum breytast.
Þegar hnappinum fyrir teymingarhjálp(6) er sleppt er gert
hlé á teymingarhjálpinni. Hægt er að gera teymingarhjálpina
virka aftur með því að ýta á hnappinn fyrir teymingarhjálp(6)
innan 10sekúndna.
Ef teymingarhjálpin er ekki gerð virk aftur innan 10sekúndna
slekkur hún sjálfkrafa á sér.
Alltaf er slökkt á teymingarhjálpinni þegar
afturhjólið læsist,
ekki er hægt að hjóla yfir fyrirstöður,
líkamshluti hindrar hreyfingu sveifarinnar á hjólinu,
hindrun snýr sveifinni áfram,
notandi stígur á fótstigin,
ýtt er á hnappinn til að auka stuðning +/hjólaljós(5) eða
hnappinn til að kveikja/slökkva(1).
Teymingarhjálpin er með rennivörn, sem þýðir að jafnvel þótt
teymingarhjálpin sé notuð hemlar drifið í nokkrar sekúndur
til að koma í veg fyrir að hjólið renni aftur á bak og ýmist er
ekki hægt að ýta rafhjólinu aftur á bak eða þá einungis með
erfiðismunum.
Slökkt er á rennivörninni um leið og ýtt er á hnappinn til að
auka stuðning +/hjólaljós(5).
Virkni teymingarhjálparinnar fer eftir reglum í hverju landi
fyrir sig og getur hún því ýmist verið með öðrum hætti en lýst
er hér að ofan eða óvirk.
ABS – hemlalæsivörn (aukabúnaður)
Ef rafhjólið er búið ABS-kerfi frá Bosch sem tilheyrir
kynslóðinnithe smart system logar ABS-táknið þegar
rafhjólið er sett í gang.
Þegar hjólað er af stað framkvæmir ABS-kerfið innri
virkniprófun og ABS-táknið slokknar.
Ef villa kemur upp logar ABS-táknið og tilkynning birtist á
skjánum. Það þýðir að ABS-kerfið sé óvirkt. Hægt er að
staðfesta villuna með valhnappinum(4) og tilkynningin um
villu í ABS-kerfinu hverfur þá af skjánum. ABS-táknið birtist í
stöðustikunni og gefur áfram til kynna að slökkt sé á ABS-
kerfinu.
Nánari upplýsingar um ABS-kerfið og virkni þess er að finna í
notendahandbókinni fyrir ABS-kerfið.
Tengst við farsíma
Til þess að hægt sé að nota eftirfarandi eiginleika rafhjólsins
þarf farsíma með appinueBike Flow.
Tengst er við appið með Bluetooth®.
Kveiktu á rafhjólinu og bíddu þar til hreyfimyndin fyrir
ræsingu birtist. Ekki hjóla af stað.
Settu Bluetooth®-pörunina í gang með því að halda
hnappinum til að kveikja/slökkva(1) inni (>3sek.). Slepptu
hnappinum til að kveikja/slökkva(1) um leið og staða
pörunar er sýnd.
Staðfestu fyrirspurnina um tengingu í appinu.
Virkniskráning
Til þess að skrá upplýsingar um virkni þarf að nýskrá sig eða
skrá sig inn í appinu eBike Flow.
Til þess að hægt sé að skrá upplýsingar um virkni þarftu að
samþykkja að staðsetningarupplýsingar séu vistaðar í
appinu. Þetta er nauðsynlegt til þess að hægt sé að skrá
virkni þína í appinu. Til þess að hægt sé að skrá
staðsetningarupplýsingar þarftu að vera skráð(ur) inn sem
notandi.
eBike Lock
Hægt er að setja <eBike Lock> upp fyrir öll rafhjól með
appinu eBike Flow, undir <Settings> <My eBike>
<Lock & Alarm>. Er þá vistaður lykill í farsímanum og/eða
hjólatölvunni Kiox300/Kiox500 sem er notaður til að taka
rafhjólið úr lás.
Í eftirfarandi tilvikum er <eBike Lock> settur sjálfkrafa á:
þegar slökkt er á rafhjólinu með stjórnbúnaðinum
þegar slökkt er sjálfkrafa á rafhjólinu
Rafhjólið er tekið úr lás þegar kveikt er á því og farsíminn er
tengdur við rafhjólið í gegnum Bluetooth® eða þegar
fyrirfram skilgreinda hjólatölvan er sett í festinguna.
<eBike Lock> er bundinn við notandareikninginn þinn.
Ef þú týnir farsímanum þínum getur þú skráð þig inn með
appinu eBike Flow og notandareikningnum þínum í öðrum
farsíma til þess að taka rafhjólið úr lás.
Ef hjólatölvan týnist er hægt að núllstilla alla stafræna lykla í
valmyndaratriðinu<Lock & Alarm> í appinueBike Flow.
Aðgát! Þegar valin er stilling í appinu sem hefur neikvæðar
afleiðingar fyrir <eBike Lock> (t.d. þegar rafhjólinu eða
notandareikningnum er eytt) eru birtar viðvaranir áður en
breytingin er staðfest. Lesa skal viðvaranirnar vandlega og
fara eftir þeim (t.d. áður en rafhjólinu eða
notandareikningnum er eytt).
<eBike Lock> settur upp
Til þess að hægt sé að setja<eBike Lock> upp þurfa
eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:
AppiðeBike Flow hefur verið sett upp.
Búið er að stofna notandareikning.
Ekki er verið að setja upp uppfærslu á rafhjólinu.
Rafhjólið er tengt við farsímann í gegnum Bluetooth®.
Rafhjólið er kyrrstætt.
Farsíminn er tengdur við internetið.
Nægileg hleðsla er á rafhlöðu rafhjólsins og hleðslusnúran
er ekki tengd.
Hægt er að setja<eBike Lock> upp í appinueBike Flow, í
valmyndaratriðinu<Lock & Alarm>.
Drif rafhjólsins veitir ekki stuðning nema að farsíminn sé
tengdur við rafhjólið með Bluetooth® eða hjólatölvan sé í
festingunni þegar kveikt er á rafhjólinu. Þegar farsíminn er
notaður sem lykill þarf að vera kveikt á Bluetooth® í
farsímanum og appiðeBike Flow þarf að vera virkt í
bakgrunni. Þegar<eBike Lock> er virkur er áfram hægt að
nota rafhjólið án stuðnings frá drifeiningunni.
0 275 007 3RP | (02.05.2024) Bosch eBike Systems

Table of Contents

Related product manuals