Íslenska – 5
– <Reset settings?>: Hér er hægt að endurstilla
stillingarnar með því að halda valhnappinum inni.
– <Back>: Með þessari aðgerð er hægt að fara úr
stillingavalmyndinni.
Farið úr valmyndinni fyrir grunnstillingar
Farið er s
jálfkrafa úr valmyndinni fyrir grunnstillingar ef
ekkert er gert í 60sekúndur, hjólað er á rafhjólinu eða
aðgerðin <Back> er valin.
Ýttu á valhnappinn til að fara úr valmyndinni
fyrir grunnstillingar með aðgerðinni <Back>.
Haltu valhnappinum inni í >1s til að fara úr
valmyndinni fyrir grunnstillingar með
aðgerðinni <Back>.
Viðhald og þjónusta
Viðhald og þrif
Ekki má þrífa neina hluta búnaðarins með háþrýstidælu.
Halda skal skjá hjólatölvunnar hreinum.
Við þrif á hjólatölvunni skal eingöngu nota mjúkan klút sem
hefur verið vættur með vatni. Ekki má nota hreinsiefni.
Athugaðu: Við tiltekið hita- og rakastig getur myndast móða
á hjólatölvunni Intuvia 100. Þetta þýðir ekki að eitthvað sé í
ólagi. Leyfa skal hjólatölvunni að þorna í upphituðu rými.
Láta skal skoða rafhjólið að minnsta kosti einu sinni á ári
(m.a. vélbúnað þess og hvort kerfishugbúnaður er í nýjustu
útgáfu).
Söluaðili reiðhjólsins getur einnig skráð tiltekna vegalengd
og/eða tiltekið tímabil fyrir skoðun. Í þessu tilviki sýnir
hjólatölvan hvenær næsta skoðun á að fara fram þegar kveikt
er á henni.
Láta skal viðurkenndan söluaðila reiðhjóla sjá um að
þjónusta rafhjólið og gera við það.
u Láta verður viðurkenndan söluaðila reiðhjóla annast
allar viðgerðir.
Athugaðu: Þegar farið er með rafh
jólið í viðhaldsskoðun hjá
söluaðila er mælt með því að gera<Lock & Alarm> óvirkan.
Notendaþjónusta og ráðleggingar um notkun
Ef óskað er upplýsinga um rafhjólið og hluta þess skal snúa
sér til viðurkennds söluaðila reiðhjóla.
Finna má samskiptaupplýsingar fyrir viðurkennda söluaðila
reiðhjóla á vefsíðunni www.bosch-ebike.com
.
Nánari upplýsingar um hluta rafhjólsins og
virkni þeirra er að finna í Bosch eBike Help
Center.
Flutningur
u Ef aka á með rafhjólið utan á bílnum, t.d. á
farangursgrind, skal fjarlægja hjólatölvuna og
rafhlöðu reiðhjólsins (nema um sé að ræða fasta
innbyggða rafhlöðu) til að forðast skemmdir.
Förgun og framleiðsluefni
Nálgast má upplýsingar um framleiðsluefni á eftirfarandi
vefslóð: www.bosch-ebike.com/en/material-compliance
.
Ekki má fleygja rafhjólum og íhlutum þeirra með venjulegu
heimilissorpi!
Hægt er að skila tækinu til söluaðila ef hann býður upp á slíkt
eða ber lagaleg skylda til þess. Fara skal eftir gildandi lögum
og reglum hvað þetta varðar.
Skila skal drifeiningunni, hjólatölvunni ásamt
stjórnbúnaðinum, rafhlöðu rafhjólsins,
hraðaskynjaranum, aukabúnaði og umbúðum
til endurvinnslu með umhverfisvænum hætti.
Notandi skal sjálfur ganga úr skugga um að
persónuupplýsingum hafi verið eytt úr tækinu.
Ef hægt er að taka rafhlöður úr raftækinu án þess að
eyðileggja þær skal taka þær úr og skila þeim til sérstakrar
söfnunarstöðvar fyrir rafhlöður áður en tækinu er fargað.
Flokka verður úr sér gengin raftæki (samkvæmt
Evróputilskipun 2012/19/EU) og bilaðar eða úr
sér gengnar rafhlöður/hleðslurafhlöður
(samkvæmt Evróputilskipun 2006/66/EC)
sérstaklega og skila þeim til endurvinnslu með
umhverfisvænum hætti.
Með því að flokka raftækin sérstaklega er stuðlað að því að
hægt sé að meðhöndla þau og endurnýta hráefni með
viðeigandi hætti og vernda þannig heilsu manna og
umhverfið.
Breytingar áskildar.
Bosch eBike Systems 0 275 007 3BI | (23.02.2024)