EasyManua.ls Logo

Cube HYDE - Page 1024

Cube HYDE
1195 pages
Print Icon
To Next Page IconTo Next Page
To Next Page IconTo Next Page
To Previous Page IconTo Previous Page
To Previous Page IconTo Previous Page
Loading...
Íslenska – 3
Til að stilla af stjórnbúnaðinn Purion200 skal losa lítillega
um festiskrúfu(8) festingarinnar(7) þar til hægt er að snúa
henni á stýrinu. Stilltu stjórnbúnaðinn af og hertu
festiskrúfuna(8) síðan aftur varlega.
Rafmagnstenging stjórntölvunnar
Ef rafhlaða með nægilegri hleðslu er í rafhjólinu og kveikt er á
því er innbyggðu rafhlöðunni í stjórntölvunni séð fyrir orku og
hún hlaðin.
Þegar mjög lítil hleðsla er á innbyggðu rafhlöðunni í
stjórntölvunni er hægt að nota greiningartengið (9) og USB
Type-C®-snúru til að hlaða með ferðarafhlöðu eða öðrum
aflgjafa (hleðsluspenna 5V; hleðslustraumur hám. 600mA).
Alltaf skal setja lokið yfir greiningartengið (9) til að koma í
veg fyrir að ryk og raki berist inn í það.
Kveikt og slökkt á rafhjólinu
Kveikt er á rafhjólinu með því að ýta á hnappinn til að
kveikja/slökkva(1). Þegar hreyfimyndin fyrir ræsingu er búin
að birtast er rafhjólið tilbúið til notkunar.
Birtustiginu á skjánum er stjórnað með birtuskynjaranum
(3). Verður því að gæta þess að ekkert sé fyrir
birtuskynjaranum (3).
Kveikt er á drifinu um leið og stigið er á fótstigið (nema þegar
stillt er á akstursstillinguna OFF). Afl drifsins fer eftir því
hvaða akstursstillingu er stillt á.
Við venjulega notkun er slökkt á stuðningi frá drifinu um leið
og hætt er að stíga á fótstigið eða um leið og hraðinn nær
25/45 km/h. Kveikt er sjálfkrafa aftur á drifinu um leið og
stigið er á fótstigið og hraðinn fer niður fyrir 25/45km/h.
Slökkt er á rafhjólinu með því að ýta stuttlega (<3sek.) á
hnappinn til að kveikja/slökkva(1).
Ef ekki er óskað eftir afli frá drifinu í 10mínútur (t.d. vegna
þess að rafhjólið er kyrrstætt) og ekki er ýtt á hnapp slekkur
rafhjólið sjálfkrafa á sér.
Notkun
Upplýsingar um virkni hnappanna á stjórnbúnaðinum
Purion200 koma fram í eftirfarandi yfirliti.
Valhnappurinn gegnir tvenns konar hlutverki eftir því hversu
lengi honum er haldið inni.
Flett til vinstri
Flett til hægri
Stuðningur aukinn/flett upp
Stuðningur minnkaður/flett niður
Valhnappur/stillingavalmynd opnuð á stöðuskjá (ýtt)
Flýtivalmynd opnuð (úr hvað skjámynd sem er nema
stöðuskjá) (haldið inni >1sek.)
Athugaðu: Með hnappinum er hægt að staðfesta
villukóða.
Athugaðu: Allar myndir af notendaviðmótinu og vísanir í
texta í notendaviðmótinu miðast við núverandi útgáfu
hugbúnaðarins. Þegar hugbúnaðurinn er uppfærður getur
verið að breytingar verði á myndrænni framsetningu, texta í
notendaviðmótinu og/eða eiginleikum.
Stöðuskjár
Af upphafssk
jánum er farið yfir í stöðuskjáinn með því að ýta
á hnappinn .
10:45
Settings
eMTB
80%
(a)
(f)
(c)
(d)
(b)
(e)
(g)
(a)
Hleðslustaða á rafhlöðu (stillanleg)
(b)
Akstursstilling
(c)
Ljós á hjóli
(d)
Tenging við farsíma
(e)
Staða tengingar
(f)
Stillingavalmynd
(g)
Klukkan
Stillingavalmyndin opnuð
Úr þessari skjámynd er hægt að fara í stillingavalmyndina.
Ýttu á hnappinn til að opna stillingavalmyndina.
Athugaðu: Ekki er hægt að opna stillingavalmyndina á ferð.
Í stillingavalmyndinni<Settings> er að finna eftirfarandi
valmyndaratriði:
<My eBike>
Hér er eftirfarandi valmyndaratriði að finna.
<Range reset>
Hér er hægt að endurstilla gildið fyrir drægi.
<Auto trip reset>
Hér er hægt að stilla tímabil fyrir núllstillingu á
dagskílómetrum.
<Wheel circumf.>
Hér er hægt að breyta gildinu fyrir ummál afturh
jóls eða
endurstilla það á sjálfgefna stillingu.
<Service>
Hér er sýnt hvenær næsta þjónustuskoðun á að fara
fram, ef söluaðilinn hefur stillt það inn.
<Components>
Hér eru sýndir uppsettir íhlutir ásamt útgáfunúmerum.
Bosch eBike Systems 0 275 007 3RP | (02.05.2024)

Table of Contents

Related product manuals